Birt þann 17. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 15. október 2017

Kvöldsagan: Svartfugl (3 af 20)

Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson er kvöldsaga Rásar 1. Höfundur les, en um er að ræða hljóðritun sem gerð var árið 1956 þegar lestrinum var áður útvarpað. – Þetta er ein frægasta og merkasta skáldsaga höfundar síns. Hún fjallar um ástir og sakamál í upphafi nítjándu aldar, þegar fólk á Sjöundá á Rauðasandi, Bjarni og Steinunn, myrti maka sína. Frásögnin er lögð í munn séra Eyjólfi Kolbeinssyni sem kom að rannsókn málsins, en það hefur sérstaka skírskotun til hans eigin sögu og til syndar og sektar allra manna. – Sagan var samin á dönsku og kom fyrst út á því máli 1929. Hún var þýdd á íslensku af Magnúsi Ásgeirssyni 1938. Höfundur les þá þýðingu hér, en seinna umritaði hann söguna sjálfur á íslensku. Svartfugl er 20 lestrar.