Samgöngumál

Rákust saman í 3 þúsund feta hæð

Tvær flugvélar, sem voru á flugi yfir Vesturlandi skammt frá Langjökli rákust saman í 3.000 þúsund feta hæð fyrir hálfum mánuði. Vélarnar skemmdust báðar við áreksturinn og flugmennirnir lentu vélunum án nokkurra vandkvæða á Reykjavíkurflugvelli.
20.09.2017 - 20:53

Ók réttindalaus á flugvél og olli langri töf

Vinnuvél frá veitingaþjónustufyrirtæki var ekið á flugvél í stæði á Keflavíkurflugvelli í vikunni sem varð til þess að brottför hennar dróst um sólarhring á meðan verið var að ganga úr skugga um að hún væri hæf til flugs. Ökumaðurinn gat ekki...

Dýrafjarðargöng: „Nýtt upphaf fyrir Vestfirði“

Fyrsta sprengja Dýrafjarðarganga var sprengd í Arnfarfirði í dag. Fjöldi manns var viðstaddur sprenginguna; íbúar, þingmenn, ráðherra, embættismenn og verkamenn og fleiri.
14.09.2017 - 22:58

Byrjað að sprengja fyrir Dýrafjarðargöngum

Byrjað var að sprengja fyrir Dýrafjarðargöngum í Arnarfirði síðdegis í dag en unnið hefur verið að undirbúningi frá því fyrr í sumar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fékk það verk að sprengja fyrstu sprengjuna.
14.09.2017 - 17:43

Norskir flugmenn sömdu við SAS

Kjarasamingar náðust í nótt milli flugmanna og SAS í Noregi eftir hálfs árs þref. Verkfall á sjötta hundrað flugmanna hjá fyrirtækinu hófst á miðnætti. SAS aflýsti í gær um það bil hundrað flugferðum í dag vegna verkfallsins.
14.09.2017 - 09:43

Eyjamenn æfir vegna norska afleysingarskipsins

Bæjarráð Vestmannaeyja segist hafa frétt af því í fjölmiðlum að norska ferjan, sem á að leysa Herjólf af þegar hann fer í slipp, gæti ekki siglt til Þorlákshafna. Eyjamenn verði að hætta að vera áhorfendur að ákvörðunum um samgöngur og taka í...
13.09.2017 - 17:57

SAS aflýsir hundrað flugferðum í Noregi

Norræna flugfélagið SAS hefur aflýst um það bil eitt hundrað flugferðum í Noregi á morgun vegna yfirvofandi verkfalls. Á sjötta hundrað flugmenn leggja niður störf á miðnætti hafi ekki samist við flugfélagið um kaup og kjör fyrir þann tíma.
13.09.2017 - 16:47

Verkfall yfirvofandi hjá SAS í Noregi

Samninganefndir flugfélagsins SAS í Noregi og flugmanna sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara í Ósló og reyna að leysa kjaradeilu sem staðið hefur síðastliðið hálft ár. Takist það ekki leggja 558 flugmenn SAS í Noregi niður störf á miðnætti.
13.09.2017 - 14:06

Eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé á Ólafsfirði

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé lengur á Ólafsfirði. Verið er að koma saman viðbragðsteymi einstaklinga sem bregst við í neyðartilvikum þar til bíll kemur á staðinn frá Siglufirði eða Dalvík....
13.09.2017 - 11:10

Fréttu af takmörkunum skipsins í fjölmiðlum

Ferjan Röst sem á að leysa Herjólf af hólmi þegar hann fer í slipp síðar í mánuðinum hefur ekki heimild til að sigla í Þorlákshöfn ef ekki reynist unnt að lenda í Landeyjahöfn. Þetta gengur þvert á það sem stefnt var að þegar samningar hófust um...
12.09.2017 - 17:16

Air Berlin aflýsti 100 ferðum vegna veikinda

Þýska lággjaldaflugfélagið Air Berlin aflýsti um það bil eitt hundrað ferðum í dag vegna óvæntra veikinda í hópi flugmanna. Rúmlega 250 úr hópi þeirra, aðallega flugstjórar, tilkynntu sig veika. Alls starfa um fimmtán hundruð flugmenn hjá félaginu....
12.09.2017 - 15:41

Umferð um Kringlumýrarbraut gekk sinn vanagang

Ekki varð vart við stórvægilegar tafir á umferð um Kringlumýrarbraut í morgun þrátt fyrir að framkvæmdir væru hafnar sem óttast var að gætu sett umferðina úr skorðum. Þegar fréttamaður RÚV var á vettvangi klukkan átta gekk umferðin þar nokkurn...

Hvassahraun eini kosturinn utan Vatnsmýrar

Skýrsla um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar var kynnt í dag. Þorgeir Pálsson fyrrverandi flugmálastjóri vann hana að beiðni Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Það hafa margar skýrslur verið gerðar um innanlandsflugið og staðsetningu...
11.09.2017 - 18:33

Skoðar mál vegar um Teigsskóg með þingmönnum

Nokkrir þingmenn úr norðvesturkjördæmi hafa kallað eftir því að lög verði sett til að flýta fyrir vegagerð um Teigsskóg. Samgönguráðherra segist ætla að skoða málið með þingmönnunum, málið sé einstakt og ýmislegt styðji slíka málsmeðferð.
11.09.2017 - 18:26

Þarf tvo flugvelli á suðvesturhorninu

Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og flugvöllur í Hvassahrauni er eini hugsanlegi annar kostur fyrir flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu sem Þorgeir...
11.09.2017 - 16:49