Reykjanesbær

Gæti tekið mánuði að koma verksmiðjunni í lag

Það gæti tekið United Silicon margar vikur eða mánuði að koma rekstri kísilverksmiðjunnar í Helguvík í lag, að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemi verksmiðjunnar í gær vegna ítrekaðra frávika frá starfsleyfi...
02.09.2017 - 19:19

Stöðva starfsemi United Silicon

Umhverfisstofnun tók í dag ákvörðun um að stöðva starfsemi kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.
01.09.2017 - 21:34

United Silicon og skortur á gagnsæi

Arion banki leiddi fjármögnun United Silicon og fékk þrjá lífeyrissjóði til að fjárfesta, þar af tvo sjóði sem eru í stýringu hjá bankanum. Þrátt fyrir áreiðanleikakannanir af öllu tagi var kísilverið varla tekið til starfa þegar bera fór á...

Kísilverksmiðjan rædd á íbúafundi

Fjölmennur fundur var haldinn í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld á vegum Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. Fyrir fundinum lá ályktun þar sem biðlað er til Almannavarna að bregðast skjótt við mengun í bænum því réttur íbúa sé að hafa hreint loft.
24.08.2017 - 23:04

Óhöpp í kísilverksmiðju skráð í stílabók

Rúmur mánuður er liðinn frá því United Silicon bar að skila Umhverfisstofnun þremur úrbótaáætlunum vegna frávika í rekstri kísilverksmiðjunnar. Í bréfi sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum og Umhverfisstofnun sendi fyrirtækinu í gær, kemur fram að...
24.08.2017 - 11:46

Rýna bréf Umhverfisstofnunar í dag

United Silicon ætlar í dag að fara yfir bréf Umhverfisstofnunar frá því í gær. Þetta segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Hann segir of snemmt að tjá sig við fjölmiðla um bréfið. Í því segir að...
24.08.2017 - 08:01

Áforma stöðvun United Silicon

Umhverfisstofnun áformar að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða afl hans fari undir tíu megavött. Einnig eru áform um að stöðva starfsemina 10....
23.08.2017 - 20:05

Innheimta 9 milljónir vegna mikils eftirlits

Umhverfisstofnun greiðir norska ráðgjafafyrirtækinu Norconsult fyrir verkfræðilega úttekt á starfsemi United Silicon og innheimtir svo frá United Silicon, sem nú er í greiðslustöðvun. 400 ábendingar um mengun hafa borist í þessum mánuði. Eftirlit...
23.08.2017 - 15:35

Ekki tímabært að svara um frekari fjárfestingu

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort þeir þrír lífeyrissjóðir sem fjárfestu í kísilverksmiðju United Silicon verji meiri fjármunum í þá fjárfestingu. Nokkrir sjóðfélagar hafa sett sig í samband við sjóðina til að lýsa yfir óánægju með að...
23.08.2017 - 13:40

Fjárfesting í United Silicon var metin góð

Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna hefur fjárfest í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík fyrir tæpar 113 milljónir króna. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að sér þyki staðan mjög miður en fjárfestingin hafi á sínum tíma verið metin góð.
20.08.2017 - 12:30

Þjóðfylkingin ætlar í sveitarstjórnarmálin

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Áhersla verður lögð á Reykjavík og Suðurnes, en stærri byggðarlög, eins og Akureyri, koma einnig vel til greina, að sögn nýs formanns flokksins.

„Nú er mælirinn fullur“

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að bókun bæjarráðs um að loka þurfi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík sé beint til Umhverfisstofnunar. Bæjarráð vill loka henni meðan nauðsynlegar úrbætur eru gerðar til að koma í...
17.08.2017 - 16:11

Reykjanesbær vill stöðva starfsemi verksmiðju

Nauðsynlegt er að stöðva rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon hið fyrsta meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta er mat bæjarráðs Reykjanesbæjar og kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða í ráðinu í dag.
17.08.2017 - 15:18

Hundrað ábendingar frá íbúum um helgina

Hundrað ábendingar vegna kísilverksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ hafa borist til Umhverfisstofnunar síðan á fimmtudag í síðustu viku. Þá kom upp bilun í rafskauti í ofni verksmiðjunnar. Bæjarráð Reykjanesbæjar fundar með Umhverfisstofnun á...
14.08.2017 - 12:23

Formaður bæjarráðs telur nóg komið

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa óskað eftir fundi með Umhverfisstofnun vegna ítrekaðra tilvika þar sem mengun berst frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Formaður bæjarráðs segir nóg komið. Íbúi segir réttara að verksmiðjan víki en ekki...
11.08.2017 - 12:32