Popptónlist

Allt frá Bjögga Gísla til Bee Gees

Laugardagslögin hennar Huldu voru fjölbreytt í Löðrinu í dag. Alls kyns stuðlög, bæði íslensk og erlend, ekki síst óskalög hlustenda sem eru alltaf duglegir að láta í sér heyra. Ofursmellurinn var ítalskur í þetta skiptið og sófakartaflan amerísk í...
29.04.2017 - 19:35

Íslensk tónlist trekkir að í Los Angeles

Það er eitthvað einstakt að gerast í íslenskri samtímatónlist, segja forsvarsmenn Los Angeles-fílharmóníunnar, einnar virtustu og framsæknustu sinfóníuhljómsveitar heims. Fyrr í mánuðinum stóð hljómsveitin fyrir Reykjavík Festival, viðamikilli...
29.04.2017 - 14:46

Slæmar í hálsi – og frábærar

Sigurbjörg Þrastardóttir er á Ítalíu og auðvitað veltir hún því fyrir sér ítalskri popptónlist. Hún fjallaði um hásar konur sem meina það sem þær syngja um í Víðsjá á Rás 1. Sigurbjörg skrifar:
28.04.2017 - 13:30

Svala kvaddi aðdáendur

Það styttist í stóru stundina hjá Svölu Björgvinsdóttur sem flytur lagið Paper í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva þann 9.maí. Keppnin er haldin í Kænugarði í Úkraínu en Svala og íslenski hópurinn halda utan á sunnudag.
27.04.2017 - 15:48

Hentar að vera kamelljón í tónlist

Atli Örvarsson óttaðist að það gæti gert út af við feril sinn sem kvikmyndatónskáld þegar hann flutti frá Hollywood til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Hann hefur hins vegar aldrei haft meira að gera en nú og er meðal annars að ljúka við að tónsetja...

Ljúfu lögin í nótt

Ljúfu lögin hennar Huldu fóru í loftið að loknum miðnæturfréttum. Íslenskt og erlent í bland, héðan og þaðan úr rólegu deildinni. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
26.04.2017 - 20:30

Þokumóða og súld

Það verður boðið upp á tónlistarlega þokumóðu og súld í Streymi kvöldsins af því það er apríl og við eigum það skilið. Þetta hljómar kannski ekki eins og stuð, en engar áhyggjur þetta verður alveg fáránlega hresst og skemmtilegt.
26.04.2017 - 18:50

Borgarljósin skína í nótt

Borgarljósin blikuðu skært í þættinum liðna nótt þegar þeir Stebbi, Eyfi og Björgvin opnuðu þáttinn með perlunni hennar Bergþóru Árnadóttur. Þaðan lá leiðin hingað og þangað um huggulegar tónlistarlendur, en notalegu næturlögin eru alltaf aðalmálið...
25.04.2017 - 20:30

Sársauki einkennir nýjustu plötu Arca

Venesúelski tónlistarmaðurinn Arca á að baki þéttan feril þrátt fyrir ungan aldur. Hann vann að gerð Yeezus plötu Kanye West, plötum FKA Twigs, Kelelu og nýjustu plötu Bjarkar, Vulnicura. Meðfram því hefur hann sent frá sér nokkrar blandspólur og...
24.04.2017 - 16:32

Nýfallið regn

Í þættinum voru leikin lög sem eiga það sameiginlegt að fjalla um regn og rigningardaga en tónarnir voru afar fjölbreyttir og fínir.
23.04.2017 - 20:04

Panflautur í Langspili!

Ný plata með íslensk/portúgölsku hljómsveitinni Shorthand for distance, tvær nýjar plötur með hljómsveitinni Panos from Komodo, þar af ein í panflautu-útsetningum. Ný lög með Ásgeiri, HelGun, Stefáni Elí, Misþyrmingu, Á gráu svæði og Andy Svarthol.
23.04.2017 - 12:55

Gleði og gaman

Löðrið var á léttum nótum í dag eins og alltaf, alls kyns stuðtónlist og ekki síst óskalögin ykkar. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
22.04.2017 - 19:42

Nótt eftir dag

Dásamlegir dúettar, draumaprinsar og fleira dúllerí var í boði í þætti næturinnar þar sem Hulda Geirs leiðir hlustendur inn í nóttina. Alltaf á sínum stað kl. 00:05. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
19.04.2017 - 20:30

Hittumst í draumalandinu

Hlustendur hittast í draumalandinu eftir miðnætti, en Arnar Dór opnaði þáttinn og leiddi okkur þangað. Svo rúlluðum við veginn með Soffíu Björgu og enduðum í rólegheitum með Dido. Inn á milli mátti svo finna alls kyns huggulegheit. Hér má hlusta og...
18.04.2017 - 20:30

Löðrið um liðna helgi

Löðrið var á sínum stað sl. laugardag þar sem Hulda Geirs skautaði í gegnum fullt af skemmtilegri laugardagstónlist og bauð upp á sérlega stóra sófakartöflu. Hér má sjá lagalistann og hlusta.
18.04.2017 - 14:45