Birt þann 23. mars 2017
Aðgengilegt á vef til 21. júní 2017

Morgunvaktin - Ósannindamaður í Hvíta húsinu

Morgunvaktin 23.mars hófst á fréttaspjalli, sérstaklega um hryðjuverkið í Lundúnum í gær. Síðan var sjónum beint að athafnalífi á Austurland. María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú, sagði frá nýjum vef, austurland.is, og viðleitni Austfirðinga til að kynna heimahaga fyrir heimsbyggðinni. Athyglinni er beint að fólkinu og hægum lífsstíl. Atburðir dagsins á erlendum vettvangi voru ræddir í spjalli við Boga Ágústsson: Hryðjuverk í Lundúnum, leiðréttingar á lygum Trumps og staðan í sænskum stjórnmálum. Spjallinu lauk með því að undir hljómaði lagið The Orange and the Gree. Alþjóðlegi bankinn Goldman Sachs er orðinn einn af eigendum Arionbanka. Goldman Sachs er fyrirferðamikil fjármálastofnun í heiminum og þykir ekki alltaf nota vönduð meðul í viðskiptum. Már Wolfgang Mixa, lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, sagði frá Þá var rætt við Gísla Kristjánsson, fréttaritara í Ósló, um heimsókn forseta Íslands til Noregs. Nokkrir tónar af laginu Dvel ég í draumahöll fengu að hljóma, en Guðni Th Jóhannesson söng það með gestum við móttöku í Ósló í gær. Loks var rætt um Akranes. Sævar Freyr Þráinsson er nýráðinn bæjarstjóri Akranes en stýrði áður 365 og Símanum þar á undan. Hann brást við fréttum af því að vísbendingar eru sagðar um að mergæxli séu algengari á Akranesi en annars staðar. Síðan ræddi hann bjarta framtíð á Skaganum, sem í senn er öflugur atvinnukjarni og nokkurs konar úthverfi Reykjavíkur. Þættinum lauk á því að Pat Metheny lék lagið And I Love Her eftir Paul McCartney.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Sambúð ólíkra þjóða í nútímanum

Morgunvaktin 22.mars hófst á fréttaspjalli. Fjölmargir danskir ríkisborgarar þora ekki að ferðast til Tyrklands af ótta við að þeir verði kyrrsettir og jafnvel settir í fangelsi fyrir að...
Frumflutt: 22.03.2017
Aðgengilegt til 20.06.2017

Morgunvaktin - Jafnréttisbaráttan og sjúklingaskattarnir

Morgunvaktin 21.mars hófst á fréttaspjalli. Því næst ræddi Ágúst Ólafsson við Jón Þorsteinsson, grásleppukarl á Grenivík, um veiðarnar og lágt afurðaverð. Ekki virtust neinir sérstakir...
Frumflutt: 21.03.2017
Aðgengilegt til 19.06.2017

Morgunvaktin - Faðir rokksins yfirgefur sviðið

Morgunvaktin 20.mars hófst á fréttaspjalli, sérstaklega af sölu 30 prósenta hlutar í Arionbanka. Sigrún Davíðsdóttir brást við þessum tíðindum. Síðan var fjallað um bresk málefni....
Frumflutt: 20.03.2017
Aðgengilegt til 18.06.2017

Morgunvaktin - Vondir vegir og undur náttúrunnar

Morgunvaktin 17.mars hófst á fréttaspjalli. Sérstaklega var þess getið að Ray Davies, forsprakki The Kinks, hefði verið aðlaður. The Kinks fluttu Waterloo Sunset. Grindvíkingar eru orðnir...
Frumflutt: 17.03.2017
Aðgengilegt til 15.06.2017

Morgunvaktin - Fjaðrafok á breska þinginu og mannréttindi í Tyrklandi

Morgunvaktin 16.mars hófst á fréttaspjalli. Ísafjarðarbær í samstarfi við nýsköpunarmiðstöð, ríkið og fleiri, hefur undanfarið unnið að því að koma þjónustumiðstöð við íbúana á laggir á...
Frumflutt: 16.03.2017
Aðgengilegt til 14.06.2017