Birt þann 24. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 22. ágúst 2017

Morgunvaktin - Bylting í verslunarháttum

Morgunvaktin 24.maí hófst á fréttaspjalli. Síðan var haft samband við Borgþór Arngrímsson sem staddur er á Jótlandi. Spjallað var um Jótland en líka um pólitík. Danska ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með eftirlaunafrumvarpið svonefnda, en það var eitt helsta baráttumál stjórnarflokksins Venstre fyrir þingkosningarnar 2015. Danski þjóðarflokkurinn og Jafnaðarmenn, ásamt fleiri flokkum á danska þinginu, eru mótfallnir hækkun eftirlaunaaldursins og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra, mátti í bíta í það súra epli að tilkynna að stjórnin kæmi þessu frumvarpi ekki gegnum þingið. Mörg fleiri af baráttumálum flokks forsætisráðherrans eru líka að engu orðin vegna andstöðu annarra flokka á þingi. Fólk í ferðaþjónustunni segist ekki verða vart við þá miklu fjölgun ferðamanna, sem talning við brottför úr landinu segir til um. Ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölgaði á fyrsta ársfjórðungi um rúmlega helming, miðað við sama tíma í fyrra, en gistinóttum útlendinga á landinu fjölgaði aðeins um fjórðung, eins og Kristján Sigurjónsson, túristi.is, benti fyrst á hér á Morgunvaktinni og vakið hefur mikla athygli. Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastjóri, ræddi þessi mál, talninguna og horfur í ferðaþjónustunni. Er hugsanlegt að víðtækar breytingar verði á íslenskum smásölumarkaði með tilkomu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco? Víst er að þær verslanir sem fyrir eru geta ekki látið eins og ekkert hafi gerst, þær verða í einhverjum tilvikum að keppa í verðlagningu og til að það megi takast gætu þær þurft að ná fram meiri hagkvæmni í flutningum og rekstri. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ræddi stöðuna í versluninni eftir komu Costco og almennt um sviptingar í verslunarháttum heimsins eftir tilkomu netverslunar. Endurnýjun á húsnæði Listasafnsins á Akureyri hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, enda afar stór og kostnaðarsöm aðgerð og umdeild í bæjarpólitíkinni á Akureyri. Ágúst Ólafsson ræddi við bæjarfulltrúana Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Evu Hrund Einarsdóttur um málið. Þættinum lauk á kveðju til Manchester. The Hollies, sem upprunnir eru í borginni, fluttu He ain´t heavy, he´s my brother.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Skelfingin í Manchester

Morgunvaktin 23.maí hófst á umfjöllun um hryðjuverkið í Manchester, þar sem 22 létust og 59 særðust. Sigrún Davíðsdóttir rakti atburðarásina í tónleikahöllinni Manchester Arena og...
Frumflutt: 23.05.2017
Aðgengilegt til 21.08.2017

Morgunvaktin - Lútherstrú í 500 ár

Morgunvaktin 22.maí hófst á spjalli um veður, fréttir og efni þáttarins. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá baráttu yfirvalda í Barselóna við að forðast skaða af miklum fjölda ferðafólks. Hún...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Morgunvaktin - Ólga innan Framsóknar

Morgunvaktin 19.maí hófst á hjali um blíðviðri á landinu og um nokkrar fréttir dagsins. Kínverjar hafa kynnt áform um risavaxið samgönguverkefni, nýja silkileið, sem ætlað er að tengja...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017

Morgunvaktin - Furðumál Trumps

Morgunvaktin 18.maí hófst á því að sagt var frá veðri og helstu fréttum. Síðan brást Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla, við gagnrýni Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra...
Frumflutt: 18.05.2017
Aðgengilegt til 16.08.2017

Morgunvaktin - Verktakavæðing launavinnu

Morgunvaktin 17.maí hófst á fréttaspjalli. Sérstaklega var minnst þjóðhátíðardags Norðmanna. Sautján ára dönsk stúlka var í gær fundin sek um að hafa undirbúið og skipulagt hryðjuverk í...
Frumflutt: 17.05.2017
Aðgengilegt til 15.08.2017