Birt þann 21. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 19. nóvember 2017

Morgunvaktin - Mikilvægt að efla handiðnir í grunnskóla.

Morgunvaktin mánudaginn 21. ágúst. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur, einkum um bresk málefni en þó fleira; Sigrún var stödd í Kaupmannahöfn þennan morguninn. Hún sagði m.a. frá viðgerðum á Big Ben, nýjustu tíðindum af Brexit og sýningu BBC á nýrri heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Ársæll Guðmundsson, skólameistari borgarholtsskóla, ræddi um málefni framhaldsskólans vítt og breitt, t.d. aðsókn að verknámi sem ekki er næg. Hann segir mikilvægt að auka verkkennslu í grunnskólum; slíkt skili sér áfram. Þá var rætt um styttingu náms til stúdentsprófs, mönnun o.fl. Vera Illugadóttir sagði frá aðgerðum bílaframleiðenda og stjórnvalda víða um heim til að fækka bensín- og díselbílum. Gripið hefur verið til ýmissa ráða og margt í pípunum. Katrín S. Óladóttir, frkvstj. Hagvangs, ræddi um atvinnuástandið í landinu. Það er almennt mjög gott; flestir fá vinnu en þó síst ungt og eldra fólk. Hún hvetur fólk til að afla sér menntunar í fagi sem það hefur gaman af, ekki sé gott að horfa bara í mögulegar tekjur á lífsleiðinni. Leikin voru: We have all the time in the world m. Louis Armstrong og For your eyes only m. Sheenu Easton.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Bókaþjóðin á tímamótum

Morgunvaktin 18.ágúst: Ógnarverk á fjölförnu stræti ferðamannaborgarinnar Barselóna vekja óhug. Þetta er enn ein atlagan að opnu samfélagi. Hver verða áhrifin á frjálsa för fólks og...
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Morgunvaktin - Viðskipti með losunarheimildir

Morgunvaktin 17.ágúst: Það vakti mikla athygli þegar ungur maður, sem aldrei áður hafði verið pólitískt kjörinn, vann stórsigur í forsetakosningunum í Frakklandi og fylgdi því síðan eftir...
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017

Morgunvaktin - Óöld í Kaupmannahöfn

Morgunvaktin 16.ágúst: Óhætt er að segja að hálfgerð skálmöld ríki á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Síðan 12. júní hefur 27 sinnum verið hleypt af skotum í Kaupmannahöfn, í langflestum...
Frumflutt: 16.08.2017
Aðgengilegt til 14.11.2017

Morgunvaktin - Lífið að veði í Norður-Kóreu

Morgunvaktin 15.ágúst: Aukin harka er að færast í kosningabaráttuna í Þýskalandi. Um síðustu helgi hóf Merkel formlega kosningaferðalag sitt um Þýskaland. Hún hyggst mæta á 50 samkomur...
Frumflutt: 15.08.2017
Aðgengilegt til 13.11.2017

Morgunvaktin - Ofbeldismenning og skemmtanahald

Morgunvaktin 14.ágúst hófst á fréttaspjalli. Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum talaði um sumarumræðuna um Brexit, áhyggjur manna af hruni í skoskum laxveiðiám, sem tengt er vaxandi umsvifum í...
Frumflutt: 14.08.2017
Aðgengilegt til 12.11.2017