Birt þann 27. júní 2017
Aðgengilegt á vef til 25. september 2017

Morgunvaktin - Fjögur tonn af úrgangi falla til á LSH á degi hverjum.

Morgunvaktin þriðjudaginn 27. júní 2017. Umsjónarmaður: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Frey Eyjólfsson í Frakklandi. Hann sagði m.a. frá erfiðleikum banka á Ítalíu, spurningunni hvort ríkið eigi að bjarga einkabönkum og ótta um frekari yfirvofandi efnahagserfiðleika í landinu. Þá sagði hann frá vilja borgarstjóra Parísar til að halda Ólympíuleikana í borginni 2024 en skiptar skoðanir eru meðal borgarbúa um hvort rétt sé að ráðast í verkefnið. Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítalans, sagði frá verkefnum spítalans á sviði umhverfismála en hann er tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Í máli Huldu kom m.a. fram að fjögur tonn af úrgangi falla til á spítalanum á degi hverjum. Stöðugt er reynt að draga úr og margvísleg verkefni í gangi. Vera Illugadóttir sagði frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að Stalín er mikilverðasti einstaklingurinn í heimssögunni að mati rússnesku þjóðarinnar. Í öðru sæti er Vladimir Pútín. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, sagði frá uppgræðslu og viðgerðum á skemmdum sem unnar hafa verið á mosa á athafnasvæði fyrirtækisins. Hún er sérfróð um mosa og sagði frá eiginleikum þessarar merkilegu jurtar. Leikin voru lögin Everybodi knows með Leonard Cohen og Dreams með Fleetwood Mac.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Gengi krónunnar bitnar á bændum

Morgunvaktin mánudaginn 26. júní 2017. Umsjónarmaður: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á samtali við Sigrúnu Davíðsdóttur í Lundúnum sem sagði m.a. frá því að...
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017

Morgunvaktin - Mesta breytingaár íslenskrar verslunar

Morgunvaktin 23.júní hófst á rigningartali og spjalli um fréttir. Það hefur verið heitt í veðri á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu síðustu daga. Kristín Jónsdóttir í París sagði að...
Frumflutt: 23.06.2017
Aðgengilegt til 21.09.2017

Morgunvaktin - Mælingar á hitastigi sjávar boða kaldari tíð

Morgunvaktin 26.júní hófst á spjalli um kalt veður og vindasamt. Síðan var haldið norður í land. Raufarhöfn á austanverðri Melrakkasléttu er ekki í alfaraleið þorra landsmanna en hefur...
Frumflutt: 22.06.2017
Aðgengilegt til 20.09.2017

Morgunvaktin - Viðskiptasamningar við Suður-Ameríkuríki

Morgunvaktin 21.júní hófst á spjalli um fréttir og verður. Berghrunið og flóðbylgjan á Grænlandi um síðastliðna helgi hefur beint sjónum danskra ráðamanna að öryggis- og björgunarviðbúnaði...
Frumflutt: 21.06.2017
Aðgengilegt til 19.09.2017

Morgunvaktin - Leiðin til baka á vinnumarkaðinn

Morgunvaktin 20.júní hófst á spjalli um veður og fréttir dagsins. Nýafstaðnar þingkosningar í Frakklandi marka tímamót. Gamla valdakerfið fékk aldeilis á baukinn og hlutur kvenna stórjókst...
Frumflutt: 20.06.2017
Aðgengilegt til 18.09.2017