Birt þann 24. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 22. ágúst 2017

Morgunútvarpið - Silja Bára Ómarsdóttir, Raddstýrð snjalltæki á heimilum

Allir vita að það geta komið upp margvísleg verkefni innan fjölskyldunnar sem oft getur reynst flókið að leysa úr án aðstoðar fagfólks. Hrafnhildur Halldórsdóttir hitti Braga Skúlason, sjúkrahúsprest og formann Félags fagfólks í fjölskyldumeðferð, á dögunum sem undirbýr ásamt sínu fólki þverfaglega ráðstefnu sem halda á hér á landi í lok mánaðarins. Þegar voðaverk eins og hryðjuverkaárásin í Manchester eiga sér stað tala stjórnmálamenn gjarnan um að sýna samstöðu og láta ástina sigra. Engu að síður höfum við séð stjórnmálin færast lengra inn á öfgasvæði á síðustu árum. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur fór yfir með okkur hvaða áhrif hræðsla vegna svona atburða hefur haft á stjórnmál og stjórnmalamenn í gegnum tíðina. Snjalltæki eru þúsund hlutir í einum, þar á meðal fjarstýring að heimilinu. Ekki nóg með að þú getir látið renna í heitt bað á meðan þú ert enn í vinnunni, eða tryggt að þú hafir slökkt á eldavélahellum heldur er hægt að stýra öllum græjum með röddinni þegar síðan heim er komið. Við ræddum fjarstýrð heimili við tæknispekúlant þáttarins, Guðmund Jóhannsson. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum kom til okkar og sagði okkur frá því hvort og hvernig Landspítalinn myndi bregðast við ef hryðjuverk yrði framið hér á landi, þótt ekki séu taldar miklar líkur á slíku. Hann sagði okkur líka frá sýklalyfjum og sýklalyfjaónæmi sem er vaxandi vandamál. Ólafur verður gestur Morgunútvarpsins af og til á næstunni og fræðir okkur um heilbrigðismál í viðasta skilningi hugtaksins. Bergur Ebbi Benediktsson talaði við okkur frá Kanada eins og venjan er á miðvikudögum. Guðmundur Felix Grétarsson bíður enn eftir því að komast í handaágræðslu og við slóum á þráðinn til hans til að heyrðum hvernig gengur og hvort það fari að draga til tíðinda. Hann sagði okkur líka frá tónleikum sem hann stendur fyrir í Hörpu í sumar með ítalska tónskáldinu og píanóleikaranum Ludovico Einaudi.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Hryðjuverkin í Manchester, deilur hjá neytendasamtökunum, Costco

Hart hefur verið deilt innan neytendasamtakanna síðustu daga.  Ólafur Arnarson nýtur ekki lengur trausts stjórnar og ekki náðist nein sátt á stjórnarfundi í gær.  Varaformaður samtakana...
Frumflutt: 23.05.2017
Aðgengilegt til 21.08.2017

Morgunútvarpið - Everest - Costco - Twin Peaks

Everest - Costco - Twin Peaks
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Morgunútvarpið - Duldar auglýsingar, mannréttindadómar og verðmunur hjá H&M

Krónan gerðist brotleg við reglur um duldar auglýsingar þegar fyrirtækið borgaði þekktum samfélagsmiðlastjörnum fyrir að birta auglýsingar fyrir kökudeig fyrir jólin. Það að fá þekkta...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017

Morgunútvarpið - Þrælahald á Landnámsöld, Stóra límmiða málið, Hljómsveitin Ham

Dagskrá Morgunútvarpsins 18.maí Við fjölluðum um þrælahald á Landnámsöld. Jón Páll Björnsson, sérfræðingur fræðslu á landnámssýningunni en hann mun fræða fólk um þetta...
Frumflutt: 18.05.2017
Aðgengilegt til 16.08.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 17.05.2017
Aðgengilegt til 15.08.2017