Birt þann 23. mars 2017
Aðgengilegt á vef til 21. júní 2017

Morgunútvarpið - HönnunarMars, Mitt hverfi, loftslagsmál og læknavísindi

Þrátt fyrir að mars sé rétt að klárast er HönnunarMars rétt að byrja. Dagskráin hefst í dag í Reykjavík. Við heyrðum allt um þetta frá Söru Jónsdóttur sem stýrir HönnunarMars. Ferðaþjónusta og „annað“ er það sem hefur átt stærstan þátt í að drífa áfram hagvöxt hér á landi frá aldamótum. Framleiðsla á málmum kemur ekki fyrr en tiltölulega neðarlega. Þetta kemur fram í yfirliti sem greiningardeild Arion banka hefur tekið saman. Konráð S. Guðjónsson, frá greiningardeildinni, kom og ræddi þetta nánar við okkur. Úkraínsk stjórnvöld hafa bannað rússnesku söngkonunni Julíu Samoylovu að koma til landsins á næstu þremur árum. Þar með er orðið ljóst að hún getur ekki flutt framlag Rússa í Júróvisjón í ár. Við rýndum í ástæðurnar að baki þessu og spáðum í framhaldið í spjalli við Felix Bergsson. Nú þegar er búið að skila um 500 hugmyndum í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt, þar sem íbúar Reykjavíkur eiga einhverskonar samtal um hvað eigi að framkvæma í hverfum sínum. Þetta hefur verið gert áður með ágætu árangri. Við fórum stuttlega yfir þetta með Sonju Wiium, sem stýrir verkefninu fyrir Reykjavíkurborg. Við héldum áfram skipulagðri umfjöllun okkar um loftslagsmál. Í þetta sinn beindum við sjónum okkar að þætti landgræðslu, skógrækt, og endurheimt votlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands, fór yfir þetta með okkur. Byltingarkennd uppgötvun var gerð í læknavísindum á dögunum sem gæti gagnast í baráttunni við MS og aðra taugasjúkdóma. Írskir vísindamenn uppgötvuðu frumur í ónæmiskerfi manna sem framleiða prótein sem hvetja heilann til að gera við sjálfan sig og miðtaugakerfið. Ítarlega var gjallað um málið á vísindavefnum Veröldinni, við ræddum við ritstjórann - Fannar Óla Ólafsson.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 22.03.2017
Aðgengilegt til 20.06.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 21.03.2017
Aðgengilegt til 19.06.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 20.03.2017
Aðgengilegt til 18.06.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 17.03.2017
Aðgengilegt til 15.06.2017

Morgunútvarpið - Niðurstöður hollensku þingkosningana, Net- og tölvufíkn.

07:15 Það styttist í páska og fyrir marga þýðir það að Vestfjarðareisa er á næsta leyti. Undirbúningur fyrir Aldrei fór ég suður er í hámarki og Guðrún Sóley lagði leið sína vestur til að...
Frumflutt: 16.03.2017
Aðgengilegt til 14.06.2017