Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Morgunútvarpið - Shetland, skattur & SKAM.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur mótmælt harðlega nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. Í ályktun sem sambandið sendi frá sér segir að fjármálaáætlunin feli í sér alvarlega aðför að velferðarkerfinu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, var á línunni og fer yfir þessi mál. Leikarinn Arnmundur Ernst Backmann er núna staddur við tökur í Glasgow á skotlandi en hann fer með hlutverk í BBC þáttaröðinn Shetland. Sú þáttarröð er mjög vinsæl víða enda núna verið að taka upp fjórðu þáttaröð. Arnmundur var á línunni. Talsverðar breytingar hafa orðið á fjölmiðlalandslaginu undanfarinn mánuð eða svo. Hluti 365 var seldur, fjórðungshlutur í Morgunblaðinu seldur, Fréttatíminn virðist hættur útgáfu, og nýjir eigendur komu inn í Pressuveldið. Hvaða þýðingu hefur þetta? Við ræddum við Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Bruninn og vandræðin með United Silicon, fjöldi stjórnarþingmanna sem styður ekki hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, og fleira vakti athygli í vikunni. Við gerðum upp fréttir vikunnar með tveimur þingmönnum; þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, voru hjá okkur. Það styttist í að nýr veitingastaður Jamie Oliver opni á Hotel Borg. Það er að mörgu að huga þegar staður í nafni svo þekkts matreiðslumanns er opnaður, ekki síst þegar staðurinn er opnaður í sögufrægu húsi sem flestir hafa skoðun á. Jón Haukur Baldvinsson, einn af þeim sem á bak við verkefnið standa, kom til okkar. Fjögur þúsund íslenskir íbúðaeigendur eru með skráðar eignir á Airbnb og samtals tóku þeir á móti rúmlega hálfri milljón gesta á síðasta ári. Búist er við að þessar tölur hækki á þessu ári og margir sem setja sig í stellingar fyrir sumarvertíð í útleigu. Framboð og samkeppni eykst því hratt og æskilegt að vanda til verka. Tinna Ólafsdóttir hönnuður deildi ráðum með hlustendum um hvernig má fegra hýbíli á einfaldan hátt.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 19.04.2017
Aðgengilegt til 18.07.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 18.04.2017
Aðgengilegt til 17.07.2017

Morgunútvarpið - Hælisleitendum boðið í göngu, "Hvað er S-Town?"

Gestir og gangandi er verkefni sem Róbert Marshall stýrir fyrir Rauða Krossinn og Ferðafélag Íslands. Það felst í því að fara með innfædda og aðkomna verðandi Íslendinga í gönguferðir um...
Frumflutt: 12.04.2017
Aðgengilegt til 11.07.2017

Morgunútvarpið - Húsnæðismál, gæludýr og páskaegg

Alþingismaðurinn fyrrverandi, Páll Valur Björnsson, er hættur í Bjartri framtíð. Hann er ósáttur við að flokkurinn hafi staðsett sig svona þétt við hlið Viðreisnar og telur einnig að...
Frumflutt: 11.04.2017
Aðgengilegt til 10.07.2017

Morgunútvarpið - Meðgöngurof, íslendingur á K2 og framúrkeyrsla ríkisframkvæmda.

Gengi íslenskra skólabarna í PISA könnuninni er ekki verið eins og best verður á kosið. 30% drengja og 13% stúlkna lesa ekki nógu vel og árangur í náttúru- og stærðfræði er verri en í...
Frumflutt: 10.04.2017
Aðgengilegt til 09.07.2017