Birt þann 21. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 19. nóvember 2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 21. Ágúst 2017

7:30 Eftir að hafa tapað miklu fylgi í síðustu tveimur kosningum hefur verið talað um að Samfylkingin sé í krísu. Skoðanakannanir sýna fylgið þokast hægt upp á við, en enn er hann langt frá kosningaúrslitunum 2009 þegar hann leiddi ríkisstjórn. Samfylkingingarfólk ræðir nú hvort skipta eigi um nafn á flokknum. Auður Alfa Ólafsdóttir er ein þeirra sem hafa lagt þetta til og við ræðum við hana um stöðuna. 07:45 Reykjavíkurmaraþoni er lokið, hlauparar náðu flestir markmiði sínu og nú njóta góðgerðarfélög þessa lands ávaxta erfiðisins. Einn hlauparanna, Lára Guðrún Jóhönnudóttir, skrifaði býsna harðorðan pistil þar sem hún gagnrýndi að söfnunarféð rynni ekki óskert til góðgerðarmála, heldur tæki Íslandsbanki 5% til að greiða kostnað við framkvæmdina. Forsvarsmenn bankans brugðust við með tilkynningu um að héðan í frá muni áheitin renna ósker til góðgerðarfélaga. Við ræðum málið við Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. 08:05 Enn af Reykjavíkurmaraþoni: Hjá mörgum þátttakendum stóð undirbúningur yfir í marga mánuði með þetta markmið eitt í huga. Það getur því eðlilega verið nokkuð spennufall þegar hlaupi lýkur og hætt við að fólk missi dampinn í hlaupaæfingum. Við ræðum við Torfa Helga Leifsson, eiganda hlaup.is, um hvernig hægt er að lenda mjúklega eftir Reykjavíkurmaraþon og halda takti í hlaupunum. 08:15 Íþróttaumfjöllun vikunnar verður að þessu sinni á herðum Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar. 08:30 Málskotið verður að þessu sinni í umsjón Ragnheiðar Margrétar Guðmundsdóttur.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 18. ágúst 2017

07:30 Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni eftir að sendibíll ók á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona í gær. 13 manns létus og rúmlega eitt hundrað manns særðust...
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 17. ágúst 2017

07:15 Vel er sigið á seinni hluta sumars en bæjarhátíðir eru enn haldnar víða um land. Ein þeirra eru Blómstrandi dagar, þar sem Hvergerðingar hafa sett saman dagskrá sem samanstendur af...
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 16. ágúst 2017

Nýleg umfjöllun CBS sjónvarpsstöðvarinnar um fækkun fæðinga barna með Downs heilkenni á Íslandi vakti sterk viðbrögð um heim allan. Margir létu þung orð falla á samfélagsmiðlum í kjölfarið...
Frumflutt: 16.08.2017
Aðgengilegt til 14.11.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 15.08.2017
Aðgengilegt til 13.11.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 14. ágúst 2017

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafa síðustu daga átt í orðaskaki vegna fjármagns sem varið er til uppihald hælisleitenda fram að...
Frumflutt: 14.08.2017
Aðgengilegt til 12.11.2017