Birt þann 19. september 2017
Aðgengilegt á vef til 18. desember 2017

Mannlegi þátturinn - Baldvin Z, Galdrar á Ströndum og Seiðlæti

MANNLEGI ÞÁTTURINN - ÞRIÐJUDAGINN 19.SEPT. - KYNNING Á EFNI Umsjónarmenn, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z, eða Baldvin Zophoníasson, stendur í stórræðum þessa dagana. Hann er við tökur á nýrri kvikmynd í fullri lengd sem kallast Lof mér að falla og á næstunni frumsýnir hann heimildarmynd um Reyni sterka, en þar með er ekki allt upp talið. Baldvin verður fyrsti gestur þáttarins í dag. Galdramál tengdust mörg Ströndum og fyrir því eru sjálfsagt ýmsar ástæður en Kristín okkar Einarsdóttir hitti Magnús Rafnsson sagnfræðing sem þekkir galdramál Strandamanna betur en margir aðrir. Dúettinn Seiðlæti skipa þau Úní Arndísar seiðkona og tónlistarkona, og Reynir Katrínar Galdrameistari og listamaður. Reynir skrifaði Þagnarþulur - ljóð tileinkuð Íslenskum Gyðjum og Úní hefur samið tónlist við ljóðin. Þau hafa unnið að þessu verkefni í yfir 14 ár og gefa nú út plötuna Þagnarþulur. Á plötunni Þagnarþulur eru 17 lög. Hvert og eitt tileinkað Gyðju, hver og ein Gyðja ber sína orku og kraft. Heyrum meira af þessu verkefni hér á eftir.

Aðrir þættir

Mannlegi þátturinn - Baldvin Z, Galdrar á Ströndum og Seiðlæti

MANNLEGI ÞÁTTURINN - ÞRIÐJUDAGINN 19.SEPT. - KYNNING Á EFNI Umsjónarmenn, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z, eða Baldvin...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Mannlegi þátturinn - Súrkál,Lesandinn og Bongó

Mannlegi þátturinn 18.sept 2017 Umsjón Guðrún Gunnars og Lísa Pálsdóttir Það hefur komið í ljós að sýrt grænmeti eins og td súrkál er óskaplega hollt fyrir okkur...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Mannlegi þátturinn - Þorvaldur Bjarni, offita og þunlyndi og símtal til Sjanghæ

Félag fagfólks um offitu efnir til ráðstefnu sem ber heitið -Heilsan á vogarskálarnar-heiðarlegt samtal um offitu.- og verður haldin 18.sept í Salnum í Kópavogi. Ingibjörg Gunnarsdóttir...
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Mannlegi þátturinn - Sýningin Endurspeglun og þurfum við að fara aftur í bólusetningar?

Íslenskur maður sýktist nýlega af kíghósta af dóttur sinni sem hafði sýkst erlendis. Eftir að sýkingin hafði verið greind af lækni spurði læknirinn hann hvenær hann hefði verið síðast...
Frumflutt: 14.09.2017
Aðgengilegt til 13.12.2017

Mannlegi þátturinn - Hælisleitendur og hjól,Kvíði-Lára Rúnarsd og Póstkort frá París

Mannlegi þátturinn 13.sept 2017 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Hælisleitendur og flóttamenn hér á landi verða gjarnan einangraðir, bæði vegna...
Frumflutt: 13.09.2017
Aðgengilegt til 12.12.2017