Norðurland

Fær hálfar bætur fyrir slys á hjólabretti

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vátryggingafélag Íslands til að dæma manni hálfar bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar hann slasaðist á hjólabretti. Tryggingafélagið hafði neitað bótaskyldu, þar sem það taldi manninn hafa sýnt af sér...
22.09.2017 - 15:25

Flytja frá Akureyri til þess að fá dagvistun

Dæmi eru um að fólk flytjist frá Akureyri vegna skorts á dagvistunarúrræðum fyrir börn sín. Formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar segir erfitt að fjölga dagforeldrum í góðærinu.  
21.09.2017 - 19:34

Rafmagni hleypt á Kröflulínu 4

Rafmagni var í fyrsta sinn hleypt á Kröflulínu fjögur í dag. Þessi umdeilda háspennulína er því tilbúin til notkunar. Það þýðir að nú er hægt að hefja prófanir á Þeistareykjavirkjun og raforkuframleiðslu þar.
21.09.2017 - 19:19

Vilja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri

Aðstaða heilsugæslunnar á Akureyri er úrelt og stenst ekki nútímakröfur, samkvæmt nýrri skýrslu um úttekt á húsnæðinu. Lagt er til að tvær nýjar heilsugæslustöðvar verði teknar í notkun á næstu fimm árum.  
21.09.2017 - 17:22

Akureyrarbær opnar bókhaldið

Akureyringum gefst nú kostur á því að fylgjast með því hvernig fjármunum sveitarfélagsins er varið. Nýr bókhaldsvefur var tekinn í notkun í dag.
21.09.2017 - 16:57

Sameiningarviðræður gætu hafist fljótlega

Þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Beðið er eftir Skagabyggð, sem þarf að ákveða hvort á að sameinast Austursýslunni eða Skagafirði.

Ætla að búa í Akureyrarhöfn í vetur

Átta manna fjölskylda, sem hefur ferðast um heimsins höf á 50 feta skútu í tæpa tvo áratugi, ætlar að hafa vetursetu í skútunni á Akureyri. Fjölskyldufaðirinn, Dario Schwörer, heimsótti bæjarstjórann á Akureyri á skrifstofu hans á dögunum.
21.09.2017 - 10:25

Vilja bæta úr mengun í Siglufjarðarhöfn

Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð vilja að verksmiðjan Primex ráðist í umfangsmiklar úrbætur til að draga úr mengun í Siglufjarðarhöfn. Bæjarstjóri segir að ekki hafi verið ákveðið hvort, og þá hvernig, sveitarfélagið komi að framkvæmdunum.
20.09.2017 - 13:49

Aðalmeðferð í máli Snorra gegn Akureyrarbæ

Aðalmeðferð í máli Snorra Óskarssonar gegn Akureyrarbæ hófst í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Snorri krefst tæplega 14 milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar.
20.09.2017 - 11:58

Erfitt fyrir stéttarfélög að sannreyna gögn

Stéttarfélög hafa ekki næga heimild til þess að uppfylla lögbundna skyldu sína þegar kemur að eftirliti með vinnumansali. Þetta segir formaður Einingar Iðju. Erfitt sé að sannreyna hvort launagögn sem lögð eru inn sýni raunveruleg kjör starfsmanna...
19.09.2017 - 18:56

Fá upplýsingar úr síma vegna frelsissviptingar

Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um síma manns sem er grunaður um líkamsárás, frelsissviptingu, rán og hótanir á grundvelli úrskurðs Héraðsdóms Norðurlands eystra þrátt fyrir að maðurinn hefði lýst yfir kæru til Hæstaréttar við réttarhaldið.

Uppskera talsvert lakari en í fyrra

Útlit er fyrir að kartöfluuppskera í ár verði yfir meðallagi, þrátt fyrir að hún sé talsvert lakari en í fyrra. Formaður Landssambands kartöflubænda segir að hlýtt haust skipti miklu fyrir framhaldið, enda geymast kartöflurnar þá betur en ella. 
19.09.2017 - 12:48

Annasamt hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum á landinu vegna slysa síðustu klukkustundir. Sveitir frá Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út að ganga tvö vegna manns sem féll í bratta ofan...
16.09.2017 - 15:38

Leiga hækkar um áramótin

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að hækka leigu félagslegra íbúða í eigu sveitarfélagsins. Hækkunin tekur gildi um áramótin. Formaður bæjarráðs segir að stefnt sé að því að stofnstyrkja fleiri íbúðir í bænum til að létta þrýstingnum af...
15.09.2017 - 11:37

Tekjur aukast um 48 prósent milli ára

Gestum í Sundlaug Akureyrar hefur fjölgað verulega frá því nýjar rennibrautir voru teknar í notkun í sumar. Tekjur sundlaugarinnar í júlí og ágúst á þessu ári jukust um 13 milljónir frá sama tímabili í fyrra. 
15.09.2017 - 10:06