Norður Ameríka

Réðst á blaðamann í fyrradag – þingmaður í dag

Glen Gianforte, frambjóðandi Repúblikana, hlýtur laust þingsæti Montana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann hefur hlotið ríflega helming atkvæða þegar eftir á að telja fjórðung þeirra. Gianforte var kærður fyrir líkamsárás í fyrradag, eftir að...
26.05.2017 - 06:25

FBI vill ná tali af tengdasyni Trumps

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, beinir nú sjónum sínum að tengdasyni Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á tengslum starfsliðs forsetans við rússnesk stjórnvöld. NBC fréttastofan í Bandaríkjunum og Washington Post greina frá þessu í kvöld.
25.05.2017 - 23:29

Spá níu fellibyljum á Atlantshafi í ár

Veðurfræðingar í Bandaríkjunum spá því að ellefu til sautján hitabeltisstormar myndist á Atlantshafi í sumar. Horfur eru á að af þeim verði allt að níu að fellibyljum. Fellibyljatíminn hefst um næstu mánaðamót.
25.05.2017 - 17:55

Frambjóðandi Repúblikana ræðst á fréttamann

Óvenjuleg uppákoma varð í grillveislu frambjóðanda Repúblikana í Montana til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gærkvöld. Þar er frambjóðandinn sakaður um að hafa ráðist að blaðamanni, gripið hann um hálsinn og hent honum í gólfið.
25.05.2017 - 04:43

Trump við Duterte „Þú vinnur frábært starf“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í hástert fyrir framgöngu hans í baráttunni gegn fíkniefnum í samtali þeirra í síðasta mánuði. Þúsundir hafa látist í aðgerðum lögreglu og eru stjórnvöld sökuð um...
24.05.2017 - 10:19

Kennedy ólst upp í skugga eldri bróður

Þegar bandaríski auðjöfurinn Joseph Kennedy eignaðist sinn fyrsta son, Joe, árið 1915 spáðu ættingjar hans því að drengurinn yrði á endanum forseti Bandaríkjanna. Svo fór ekki, drengurinn fórst í seinni heimsstyrjöld. En yngri bróðir hans, John...
21.05.2017 - 18:00

Bauð samstarf í baráttunni við hryðjuverkamenn

Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð leiðtogum íslamskra ríkja vináttu, vonir og væntumþykju, þegar hann ávarpaði þá í dag í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Ræðu hans hafði verið beðið með eftirvæntingu.
21.05.2017 - 16:51

Embættismaður Hvíta hússins til rannsóknar

Háttsettur starfsmaður í Hvíta húsinu er meðal þeirra sem rannsókn á tengslum fylgismanna Donalds Trumps við Rússa beinist að. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Þetta er sagt til marks um að rannsóknin sé farin að snerta...
19.05.2017 - 22:56

Sjö létust í óveðri á Haítí

Sjö hafa fundist látnir og nítján fiskimanna er saknað eftir tveggja daga rok og rigningu á Haítí. Tvö börn eru meðal þeirra sem létust, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis landsins. Hann sagði að fólkið hefði ekki farið eftir ábendingum um...
19.05.2017 - 16:57

Trump fundar með leiðtogum múslimaríkja

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur í dag í sína fyrstu utanlandsferð eftir að hann varð forseti. Trump fer til Sádi-Arabíu þar sem hann hittir konuginn Salman bin Abdul-aziz al Saud og ræðir sölu á bandarískum vopnum til Sádi-Arabíu fyrir 100...
19.05.2017 - 09:12

Ökumaður ákærður fyrir manndráp

Maðurinn, sem ók í gær á hóp fólks á gangstétt við Times torg á Manhattan, hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann varð átján ára stúlku að bana og slasaði 22 til viðbótar. Hann er jafnframt ákærður fyrir tuttugu tilraunir til manndráps.
19.05.2017 - 08:11

Fyrrum FBI-forstjóri rannsakar Rússatengslin

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur skipað Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, til að stjórna ítarlegri rannsókn á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samkrulli þeirra og starfsmanna Trump-framboðsins....
18.05.2017 - 01:41

Verðfall við opnun markaða í Bandaríkjunum

Hlutabréf féllu í verði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Dagblaðið New York Times segir að ástæðan sé óróleiki í stjórnmálum vestra þar sem Donald Trump forseti eigi í erfiðleikum. Kaupahéðnar á Wall Street óttist að veikist staða forsetans...
17.05.2017 - 15:10

Mikilvægt skref fyrir Vestnorræna ráðið

Vestnorræna ráðið hefur fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, sem er mikilvægt skref að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, fyrrverandi formanns Vestnorræna ráðsins. Hlýnun loftslags veldur örum breytingum og hvergi meira en á norðurslóðum. Unnur...

Chelsea Manning sleppt úr fangelsi í dag

Chelsea Manning verður sleppt úr haldi í dag, eftir sjö ára fangavist í Fort Leavenworth-herfangelsinu í Kansas. Manning, sem þá var 22 ára gömul, lak gríðarmiklu magni gagna um stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak til Wikileaks árið...
17.05.2017 - 06:25