Neytendamál

Sameinast skósöluveldi með sölu á Ellingsen

Sjávarsýn, félag sem er alfarið í eigu Bjarna Ármannssonar, hefur selt allt hlutafé í útvistar- og lífstílsfyrirtækinu Ellingsen til skórisans S4S ehf. Félagið er eitt það stærsta á sviði skósölu en það rekur verslanir Steinars Waage, Kaupfélagið,...
23.05.2017 - 17:18

Varaformaður Neytendasamtakanna hættur

Ása Steinunn Atladóttir hefur sagt af sér sem varaformaður samtakanna og stjórnarmaður. Hún sendi stjórninni bréf þess efnis í kvöld. Ása segir að þegar hún hafi tekið að sér þessa stöðu hafi hún fljótt orðið þess áskynja að samstarfsvilji væri ekki...
22.05.2017 - 21:16

Stjórn NS svarar Ólafi: „Trúnaðarbrestur“

12 stjórnarmenn í Neytendasamtökunum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmað er að traust ríki ekki milli Ólafs Arnarsonar, formanns samtakanna, og annarra í stjórn. Þar segir að þegar í ljós hafi komið að sitjandi formaður hafi leynt...
22.05.2017 - 18:33

Ólafur sleit stjórnarfundi Neytandasamtakanna

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sleit stjórnarfundi sem blásið var til í dag vegna deilna innan stjórnar samtakanna. Stjórnin lýsti nýlega yfir vantrausti á Ólaf á þeim forsendum Ólafur hafi sjálfur tekið ákvörðun um að hækka laun sín og...
22.05.2017 - 17:59

„Það á endilega að nýta sér samkeppnina“

Nóg var að gera á bensíndælum Costco í morgun en verðið á lítranum er um 30 krónum lægra þar en gengur og gerist þessa dagana. Bjarni Pétur Jónsson fréttamaður tók nokkra tali sem sögðust ætla að kaupa áfram bensín þarna ef verðið helst svona lágt.
22.05.2017 - 16:47

Ætla ekki að bregðast við verði Costco

Hlutabréf í olíufélögunum snarlækkuðu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir að Costco selji eldsneyti á kostnaðarverði til að fá fólk inn í vöruhúsið, olíufélögin geti ekki keppt við það.
22.05.2017 - 12:43

Segir bensínverð Costco varpa ljósi á fákeppni

Innkoma bandaríska verslunarrisans Costco á íslenska eldsneytismarkaðinn á að öllum líkindum eftir að hreyfa mikið við markaðnum. Þetta segir Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri FÍB-blaðsins. Costco býður félögum í Costco-klúbbnum bensín á tæplega...
22.05.2017 - 09:18

Costco breytir verslunarmynstrinu

Koma bandaríska verslunarrisans Costco á íslenskan búðamarkað á eftir að hafa áhrif á samsetningu verslana hérlendis. Annars vegar verða verslanir með lágt vöruverð þar sem hægt er að kaupa mikið magn á lágu verði, hins vegar gæðabúðir með hærra...
21.05.2017 - 16:52

Varaformanni NS falið að undirrita samninginn

Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti, á stjórnarfundi 15. febrúar 2017 að fela varaformanni samtakanna að gera ráðningarsamning við Ólaf Arnarson, formann samtakanna. Þetta kemur í fram í fundargerð stjórnar. 
21.05.2017 - 16:10

Formanni Neytendasamtakanna sagt upp

Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp ráðningarsamningi Ólafs Arnarsonar, formanns samtakanna, sem framkvæmdastjóra samtakanna. Þetta var gert fyrir nokkrum vikum. Stjórnin samþykkti vantraust á Ólaf 6. maí síðastliðinn en hann ætlar að sitja...
19.05.2017 - 18:36

„Sársaukamörkin liggja við 25%“

Íslendingar sætta sig ekki við að vörur sem hér eru seldar séu á meira en 25% hærra verði en í nágrannalöndunum. Þar liggja sársaukamörkin. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea. Ikea-vörur eru nær undantekningalaust dýrari hér en í...
18.05.2017 - 17:58

Hæstiréttur húðskammar Matvælastofnun

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Matvælastofnun væri skaðabótaskylt vegna fréttar sem birtist á vef stofnunarinnar um að ekkert nautakjöt væri í nautabökum frá matvinnslufyrirtækinu Gæðakokkum. Hæstiréttur húðskammar...
18.05.2017 - 16:12

Notuðust við duldar auglýsingar á kökudeigi

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Krónan og fyrirtækið 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar með færslum á Instagram þar sem kökudeig 17 sorta var auglýst. Neytendastofa telur að færslunar hafi verið þannig úr garði gerðar að...
17.05.2017 - 22:02

Krónan sterkari en hún var árið 2007

Raungengi íslensku krónunnar er í sögulegum hæðum. Það er hærra en árið 2007 og þarf lítillar styrkingar við til að ná hæstu hæðum ársins 2005. Kaupmáttur landsmanna í erlendri mynt hefur ekki verið meiri en hann er nú í rúman áratug. Þetta sést...
16.05.2017 - 20:47

Matarkostnaður fjórðungur miðað við Ísland

Árni Einarsson, verslunarmaður, hefur verið með annan fótinn í Berlín á síðustu árum. Hann ræddi við Spegilinn um samkeppni á þýskum matarmarkaði og neytendur þar í landi sem eru grimmir og kjósa með buddunni.
15.05.2017 - 16:57