Náttúra

„Vöðuselurinn er félagsdýr mikið“

Stór selavaða náðist á myndband úti fyrir Böggvisstaðasandi austan við Dalvík í gær. Að sögn Hauks Arnars Gunnarssonar vélstjóra, sem tók myndbandið með aðstoð dróna, hefur vaðan haldið sig við ströndina í á aðra viku. Erlingur Hauksson...
23.04.2017 - 11:43

Ísbjörn gerði sig heimakominn á flugbrautinni

Óvæntur gestur gerði sig heimakominn á flugvellinum í Kulusuk á Grænlandi á skírdag. Ísbjörn sem átti þar leið hjá, gerðist þaulsetinn á flugbrautinni.
19.04.2017 - 13:30

Koma til Íslands til að mynda tófuna

Á eyðibýlinu Kvíum í Jökulfjörðum hefur hópur breskra ljósmyndara dvalið í nokkra daga. „Aðaltilgangur ferðarinnar er að mynda tófuna. Þetta er einhver besti staðurinn til þess. Það er þess vegna sem að við komum. - Við tökum líka landslags- og...
18.04.2017 - 11:57

Komdu vel fram við plönturnar þínar

Inniplöntur og blóm eru í tísku. En vinsældum og aukinni neyslu fylgja oft neikvæðar hliðar. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur ræddi í Samfélaginu á Rás 1 um mikilvægi þess að vera vandaður plöntueigandi og neytandi. Mikilvægt sé að hafa í...
11.04.2017 - 10:41

Simba og Lulu flogið illa leiknum frá Mósúl

Síðustu eftirlifandi íbúum dýragarðsins í Mósúl var flogið slæptum og illa leiknum frá Írak í dag. Ljónið Simbi og birnan Lula voru þar ein eftir og munu nú fá aðhlynningu hjá dýraverndarsamtökunum Fjórum þófum (e. Four Paws) í Jórdaníu.
10.04.2017 - 19:18

Miklar skemmdir á Kóralrifinu mikla

Tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla (Great Barrier Reef), stærsta kóralrifs heims, eru illa farnir vegna bleikingar, sem rakin er til mikillar hlýnunar sjávar. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna við ACR - rannsóknarmiðstöð um kóralrif.
10.04.2017 - 09:13

Hreindýrin alltaf verið öræfabörn á Íslandi

Þegar hreindýr voru flutt til Íslands í lok 18. aldar höfðu menn gefist upp á óblíðum náttúruöflum landsins og vildu prófa að flytja til landsins dýr sem væru nógu harðger fyrir íslenskt veðurfar. Þetta segir Unnur Birna Karlsdóttir...
04.04.2017 - 13:40

Vísindamenn hefja leit að tasmaníutígrum

Skipulögð leit er hafin að tasmaníutígrum í fylkinu Queensland í Ástralíu eftir að „trúverðugar“ ábendingar bárust um að sést hefði til þeirra þar. Tasmaníutígurinn hefur verið talinn útdauður í 80 ár þótt fólk haldi því reglulega fram að hann hafi...
28.03.2017 - 10:27

Lóan er komin

Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Óvenjumargar lóur ákváðu að vera um kyrrt á Íslandi nú í vetur, í stað þess að fljúga til Bretlandseyja eins og...
27.03.2017 - 11:09

Náttúrufræðistofnun opnar merkilega kortasjá

Kortasjá sem flokkar landið í svæði eða vistgerðir með svipuðum gróðri, dýrum, jarðvegi og loftslagi var opnuð í dag. Vísindamenn Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa unnið að gagnasöfnun í 18 ár.
17.03.2017 - 18:04

„Eins og að horfa í stjörnukíki út í geiminn“

Hún er heilluð af Mývatni og hefur skrifað fallega bók af mikilli væntumþykju um undur vatnsins, sveitina sem við það er kennt, fuglana, fiskana, fólkið og fjallahringinn. Unnur Jökulsdóttir hefur áður skrifað um náttúru, fólk og ferðalög, en sendir...
17.03.2017 - 11:03

Rauðhöfðaönd og toppönd verptu á Tjörninni

Sjö andategundir verptu á Tjörninni í Reykjavík í fyrrasumar, þar á meðal rauðhöfðaönd og toppönd, sem sjaldan verpa þar. Þá hafa ekki verið fleiri duggendur á tjörninni í 36 ár og viðkoma skúfandar var sé besta í 15 ár. Undanfarna áratugi hafa fimm...
16.03.2017 - 15:15

Samleið landbúnaðar og náttúruverndar

Bændur ráða yfir stærstu hluta láglendis Íslands og eru því mikilvægur hlekkur í náttúruvernd. Notkun þeirra á landi sínu hefur mikil og fjölbreytt áhrif á fuglastofna. Þetta er eitt af því sem kemur fram í doktorsrannsókn Lilju Jóhannesdóttir í...
01.03.2017 - 16:28

„Börn, dýr og náttúra eru órofa heild“

„Maður finnur það hvað börn dýr og náttúra eru órofa heild,“ segir Matthildur L. Hermannsdóttir leikskólastjóri á Laufásborg en á leikskólanum í miðborg Reykjavíkur búa fjórar hænur. Matthildur segir börnin læra mikið af því að umgangast dýrin á...
18.02.2017 - 15:55

Fundu yfir 20 dauða æðarfugla á Tjörnesi

Danskir ferðamenn, sem voru á ferð um Norðurland, fundu yfir 20 dauða æðarfugla í Tungulendingu á Tjörnesi. Náttúrufræðingur segir óljóst af hverju fuglarnir hafi drepist, en þeir séu mjög horaðir.
20.02.2017 - 10:45