Mið- og Suður-Ameríka

Fiðluleikari mótmælanna í Venesúela særður

Wuilly Arteaga, sem vakti mikla athygli fyrir fiðluleik sinn í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela í sumar, var fluttur á sjúkrahús eftir mótmæli í höfuðborginni Caracas í gær. Hann var með skotsár í andliti og sagðist hafa orðið fyrir höglum úr...
23.07.2017 - 09:30

Hundraðasti maðurinn fallinn í mótmælahrinu

Fimmtán ára piltur lést í gær í átökum sem blossuðu upp þegar boðað var til eins dags verkfalls í Venesúela til að mótmæla áformum um sérstakt stjórnlagaþing til að semja nýja stjórnarskrá fyrir landið. Hann var sá þriðji sem féll í átökum í gær og...
21.07.2017 - 14:26

99 látnir í mótmælum í Venesúela

Tveir ungir karlmenn létust í mótmælum í Venesúela í gær. Stjórnarandstæðingar boðuðu verkfall um land allt til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda. 24 ára maður lést í Los Teques hverfinu í útjaðri Caracas, auk þess sem þrír særðust í átökum. 23 ára...
21.07.2017 - 05:39

Þúsund bætt í lögreglulið Ríó

Brasilísk stjórnvöld sendu eitt þúsund lögreglumenn til Ríó de Janeiro til þess að reyna að stemma stigu við vaxandi ofbeldi í borginni undanfarna mánuði. AFP fréttastofan hefur eftir ráðherra öryggismála í Brasilíu, Sergio Etchegoyen, að 620...
21.07.2017 - 04:27

Eignir Lula da Silva frystar

Dómari í Brasilíu fyrirskipaði í gær að eignir og bankainnistæður Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, skyldu frystar. Lula var fyrr í þessum mánuði dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi sakaður um spillingu.
20.07.2017 - 09:33

Trump hótar Maduro refsiaðgerðum

Donald Trump, forseti Bandaríkjamanna, hótaði í gærkvöld efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Venesúela léti Nicolas Maduro, forseti landsins, verða af áformum sínum um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnarandstaðan hvetur til allsherjarverkfalls á...
18.07.2017 - 09:55

Milljónir greiddu atkvæði í Venesúela

Um 7,2 milljónir manna greiddu í óformlegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem stjórnarandstæðingar í Venesúela efndu til í gær. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir atkvæðagreiðsluna marklausa.
17.07.2017 - 08:47

Drepin í röð eftir þjóðaratkvæðagreiðslu

Kona var skotin til bana Caracas í Venesúela í dag á meðan hún beið í röð eftir því að geta tekið þátt í óformlegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt var til þar í landi. Vígamennirnir keyrðu hjá á mótórhjóli og skutu hana til bana og særðu þrjá til...
16.07.2017 - 21:46

Snjókoma veldur rafmagnsleysi í Síle

Ekki er ýkja algengt að borgarbúar í Santíagó í Síle kagi snjóinn en sú hefur verið raunin um helgina. Snjókoma hefur valdið rafmagnsleysi í þúsundum heimila í borginni þar sem tré gefa sig undan þunga snjósins og falla á rafmagnsleiðslur....
16.07.2017 - 13:15

14 fórust í rútuslysi

Fjórtán dóu og þrjátíu slösuðust, þar af einn lífshættulega, þegar rúta fór út af vegi í Ekvador í gær, valt og varð loks eldi að bráð. Slysið varð á þjóðveginum milli höfuðborgarinnar Quito og borgarinnar La Maná í fjallahéruðum Ekvadors. Þau sem...
16.07.2017 - 03:49

Castro: Trump getur ekki spillt byltingunni

Raul Castro, forseti Kúbu, fordæmdi í gær það sem hann kallaði „gamaldags og fjandsamlega orðræðu" Donalds Trumps í garð Kúbu og kúbverskra stjórnvalda og harmaði að hann skuli hafa horfið aftur til þeirra átakastjórnmála, sem hefðu „mistekist...
15.07.2017 - 06:43

Fyrrverandi forsetahjón í 18 mánaða varðhald

Fyrrverandi forseti Perú, Ollanta Humala, var í gær dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Kona hans, Nadine Heredia, fékk sama dóm. Réttarhöld eru að hefjast yfir þeim hjónum, sem ákærð eru fyrir peningaþvætti, mútuþægni og aðra spillingu, sem...
14.07.2017 - 06:27

Hætta við múr á landamærum Perú og Ekvadors

Stjórnvöld í Ekvador hafa stöðvað framkvæmdir við fyrirhugaðan landamæramúr á mörkum Ekvadors og Perú. Maria Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvadors, tilkynnti þetta í opinberri heimsókn í Perú í dag. Fjögurra metra hár múrinn átti að rísa...
14.07.2017 - 03:08

Lula da Silva dæmdur í ríflega 9 ára fangelsi

Fyrrverandi forseti Brasilíu, Luiz Inácio 'Lula' da Silva var í gær dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu, mútuþægni og peningaþvætti. Forsetinn fyrrverandi, oftast einfaldlega nefndur Lula, hefur jafnan neitað öllum ásökunum...

Fujimori ekki sleppt úr haldi

Beiðni um að Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, yrði sleppt úr fangelsi af heilsufarsástæðum hefur verið hafnað. 
12.07.2017 - 08:03