Mið- og Suður-Ameríka

Skjálfti upp á 5,9 skók Chile

Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 skók Chile um hálf þrjúleytið í nótt, að íslenskum tíma, rúmlega hálf tólf í gærkvöldi að staðartíma. Upptök skjálftans voru á tæplega 10 kílómetra dýpi, um 42 kílómetra undan Chileströnd, vestur af borginni Valparaiso...
23.04.2017 - 05:25

Mótmæli gegn skipaskurði stöðvuð af lögreglu

Lögregla í Níkaragva stöðvaði á laugardag fyrirhuguð mótmæli þúsunda bænda og fleiri íbúa hinna dreifðari byggða gegn áætlunum stjórnvalda um gerð skipaskurðar gegnum landið þvert. Fjölmennt lið lögreglumanna setti upp vegatálma og stóð í vegi fyrir...
23.04.2017 - 03:43

Fjölmenn en þögul mótmæli gegn ofbeldi

Tugir þúsunda tóku þátt í þöglum mótmælum í Venesúela í dag til að minnast þeirra sem dáið hafa í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum þar í landi síðustu þrjár vikurnar. Hvítklæddir mótmælendur söfnuðust saman í fjölda borga og bæja og fylktu þegjandi...
23.04.2017 - 00:19

Íslensk kona opnaði tangóstað í Buenos Aires

Helen Halldórsdóttir réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hún opnaði eigin tangóstað í sjálfri Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, sem stundum er kölluð „Mekka tangósins“.
21.04.2017 - 10:46

Mossack: Bandarísk skattaskjól blómstra nú

Jürgen Mossack, annar stofnenda og nafngjafa panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, segir að í eftirleik Panamaskjala-hneykslisins blómstri skattaskjól í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr, á sama tíma og mjög hefur dregið úr slíkri starfsemi í...
21.04.2017 - 05:33

Venesúela eins og púðurtunna

Að minnsta kosti þrír féllu í fjölmennum mótmælum í Venesúela í gær. Stjórnarandstaðan segir að þjóðin þoli ekki meira og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir stjórnvöld sek um að brjóta gegn stjórnarskrá landsins. Forsetinn mætir gagnrýninni af...
20.04.2017 - 12:25

Tvennt skotið til bana í mótmælum í Venesúela

Sautján ára piltur, sem tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela, lést í dag af sárum sínum. Skotið var á hann þar sem hann tók þátt í fjöldamótmælum gegn Maduro forseta og stjórn hans. Að sögn yfirmanns Clinicas Caracas sjúkrahússins skaut...

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

113 dáin í flóðum og skriðum í Perú

113 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Perú það sem af er ári. Fimm fórust um síðustu helgi. Hátt í 180.000 manns hafa misst heimili sín í vatnselgnum og aurskriðunum sem plagað hafa Perúmenn undanfarna mánuði og eru rakin til veðurfyrirbæris sem...
19.04.2017 - 04:46

Handtekinn eftir hálft ár á flótta

Javier Duarte, fyrrum fylkisstjóri Veracruz-fylkis í Mexikó var handtekinn í Gvatemala í gær eftir hálft ár á flótta undan réttvísinni. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Honum er gefið að sök að hafa dregið að sér hundruð milljóna bandaríkjadala á...

Greiddu stjórnmálamönnum milljarða í mútur

Brasilíska verktakafyrirtækið Odebrecht greiddi andvirði tæpra 370 milljarða króna í mútur yfir níu ára tímabil fram til ársins 2014. Þetta hafa brasilískir fjölmiðlar eftir framburði vitna í umsvifamiklu spillingarmáli þar í landi.  Sérstök deild...

Hluti atkvæða talinn að nýju í Ekvador

Landskjörstjórn í Ekvador ætlar að láta telja að nýju tæplega eina komma þrjár milljónir atkvæða, sem greidd voru í forsetakosningum í landinu í byrjun þessa mánaðar. Þetta eru tólf prósent af heildarfjölda atkvæðanna.
14.04.2017 - 09:57

Þriðjungur ráðherra grunaður um spillingu

Þriðjungur sitjandi ráðherra, auk fjölda annarra þingmanna og annarra stjórnmálamanna, verða rannsakaðir vegna umfangsmikils spillingarmáls í Brasilíu. Þetta var úrskurðað í hæstarétti þar í landi í gær. 
12.04.2017 - 06:33

Einn dó í jarðskjálfta í El Salvador

Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð minnst einum manni að fjörtjóni í El Salvador á mánudag. Tveir slösuðust í skjálftanum, svo vitað sé. Upptök skjálftans, sem reið yfir laust fyrir miðnætti í gær að íslenskum tíma, voru á um fjögurra kílómetra dýpi...
11.04.2017 - 04:08

Fjölmenn mótmæli í Venesúela halda áfram

Tugir þúsunda söfnuðust saman á götum og torgum Caracas og annarra borga og bæja í Venesúela, til að mótmæla Nicolas Maduro forseta og stjórn hans almennt, og útilokun eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar frá þátttöku í stjórnmálum sérstaklega...
09.04.2017 - 01:39