Menntamál

Langflest fengu skólann sem þau völdu

Flestir þeirra fjögur þúsund nemenda sem luku grunnskólanámi í vor fengu inni í þeim skóla sem þeir völdu í fyrsta vali, eða 88 prósent nemenda. Það eru tveimur prósentustigum færri en í fyrra.
20.06.2017 - 20:54

Leitað að kennurum til starfa

Ekki hefur ennþá tekist að ráða í allar lausar stöður grunnskólakennara fyrir næsta vetur og stefnir í að leiðbeinendur verði ráðnir í sumar þeirra. Skólayfirvöld ræða nú leiðir til að lokka kennara aftur til starfa.  
15.06.2017 - 22:05

Aðsókn í kennaranám er langtímabarátta

Umsóknum um kennaranám við Háskóla Íslands fjölgaði um 30 prósent milli ára. Þetta er léttir, segir Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar við HÍ, enda sé kennaraskortur yfirvofandi á landinu. „Þrjátíu prósenta aukning er...
14.06.2017 - 16:50

Kársnesskóli rifinn - íbúafundur í næstu viku

Bæjarstjórn Kópavogs ákvað í gær, að tillögu bæjarstjóra, að boða til íbúafundar í næstu viku til þess að kynna áform um að rífa Kársnesskóla. Starfshópur bæjarins leggur það til. 500 nemendur í 1. til 4. bekk eru í skólanum og verða þeir í 20...
14.06.2017 - 11:47

Ekkert liggur fyrir um sameiningu

Engin ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu er þar nú unnið að því að meta öll gögn þessu máli viðvíkjandi auk þess sem leitað hefur verið álits...
13.06.2017 - 10:58

Lífshamingja unglinga minni nú en eftir hrun

Lífshamingja unglinga á Íslandi hefur minnkað um 5% frá árinu 2010. Sviðsstjóri hjá embætti landlæknis segir færri samverustundir með foreldrum eina af meginástæðum þessa.
13.06.2017 - 09:56

Leggja til að Kársnesskóli verði rifinn

Starfshópur um húsnæðismál í Kársnesskóla leggur til að bygging skólans við Skólagerði verði rifin. Ástæðan er raki og mygla í húsnæðinu.
10.06.2017 - 16:40

Gæti þurft að takmarka aðgang

Alls sóttu 1.615 manns um skólavist við Háskólann á Akureyri fyrir næsta skólaár. Það er 38% aukning frá því í fyrra þegar 1.172 sóttu um. Þriðja árið í röð stefnir í verulega fjölgun í skólanum og segir rektor brýnt að skoða aðgangstakmarkanir,...
09.06.2017 - 22:36

Löggjöf um fullorðinsfræðslu orðin tímabær

Það er orðið tímabært að hefja undirbúning að löggjöf um fullorðinsfræðslu, segir menntamálaráðherra. Það snýr ekki síst að menntun fullorðinna einstaklinga með fötlun.
04.06.2017 - 14:35

Fækkun nemenda veldur erfiðleikum

Bregðast þarf við fækkun nemenda í framhaldsskólum og styttingu náms til stúdentsprófs, segir í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í dag við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni VG, um áform um sameiningar...

Líður stundum eins og vinnumiðlun

Háskólinn í Reykjavík nær ekki að anna eftirspurn eftir byggingartæknifræðingum. Þeir sem ljúka námi næsta haust eru allir komnir með vinnu. Hera Grímsdóttir, forstöðumaður byggingasviðs tækni- og verkfræðideildar segir að sér líði stundum eins og...
30.05.2017 - 15:39

Missti minnið vegna álags í kennslu

Það getur ekkert búið mann undir álagið sem fylgir kennarastarfinu, segir fyrrverandi grunnskólakennari, sem hætti kennslu vegna streitu. Næstum helmingur háskólamenntaðra starfsmanna sem þurfa endurhæfingu vegna kulnunar og álags í starfi eru...
28.05.2017 - 19:29

Hagkvæmt fyrir nemendur að fara fyrr í háskóla

Annar varaformaður menntamálanefndar Alþingis segir mikinn ávinning fyrir samfélagið og fyrir nemendur að stytta framhaldsskólanám, svo nemendur geti fyrr hafið sérhæft háskólanám og komist fyrr út á vinnumarkað. Réttast sé að stytta grunnskólanám...
28.05.2017 - 12:40

Telur að skerðing námsins komi niður á gæðunum

Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir að álagið á nemendur í þriggja ára námi við skólann sé mikið og telur að skerðing námsins komi niður á gæðum þess. Aðjúnkt við Háskóla Íslands óttast að þriggja ára framhaldsskólanám reynist ekki nægur...
27.05.2017 - 20:12

Þrjú þúsund dómsmál LÍN á 17 árum

Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, hefur átt aðild að rúmlega þrjú þúsund dómsmálum frá árinu 2000. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi í dag. 
26.05.2017 - 15:34