Landbúnaðarmál

Fjárlaus jörð greiði ekki fjallskilagjald

Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað eigendur jarðar í Borgarfirði af kröfu um að greiðslu fjallskilagjalds. Það er lagt á til að mæta kostnaði við að smala sauðfé af afrétti, greiða fyrir girðingar og viðhalda leitarmannakofum og réttum.
09.07.2017 - 10:37

Úranus og Bambi með hæstu einkunn

Nautin Úranus og Bambi tróna efstir á lista yfir naut sem fyrirhugað er að nota til sæðingar í ár, með 118 stig. Fast á hæla þeirra kemur Koli með 117 stig. Dropi og Lúður skipa svo fjórða og fimmta sætið með 114 stig. Nautaárgangurinn 2010 kemur í...
05.07.2017 - 09:43

Alvarlegar athugasemdir gerðar á 84 búum

Matvælastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við velferð dýra á 84 búum í fyrra. Þriðjungur þeirra alifuglabúa sem skoðuð voru fékk alvarlegar athugasemdir.
03.07.2017 - 12:33

Vilja auka framleiðslu á sauða- og geitaostum

Aukinn áhugi er á nýtingu sauða- og geitamjólkur í matvælaframleiðslu hér á landi. Sauðfjárbóndi segir mikla eftirspurn vera eftir sauðaostum, sérstaklega hjá ferðamönnum. Geitabóndi segir áhugann á vörunum alltaf að aukast, en regluverkið geri...
28.06.2017 - 15:44

Seldu minna grænmeti eftir komu Costco

Íslenskir garðyrkjubændur hafa fundið fyrir söluminnkun með tilkomu verslunarrisans Costco. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubænda segir þó samkeppni í verslun af hinu góða.
26.06.2017 - 21:45

Áhugi ungs fólks á landbúnaði að aukast

40 umsóknir bárust um svokallaðan nýliðunarstuðning í landbúnaði. Umsóknarfrestur rann út í gær. Framkvæmdastjóri hjá Matvælastofnun segir að ungt fólk sæki í auknum mæli í landbúnað og það stefni í talsverða endurnýjun í greininni.
21.06.2017 - 17:10

Fáum of lítið greitt fyrir þorskinn

„Það er skrýtið, þegar við erum með villtan þorsk, gæðaframleiðslu, einstaklega vel unninn og verkaðan hér heima, að við skulum fá tvisvar til þrisvar sinnum minna hingað heim heldur en Norðmenn eru að fá fyrir eldislaxinn! Mér finnst þetta vera...
16.06.2017 - 11:15

Kýr skvetta upp rassi og sletta úr klaufum

Bændur um allt land sinna nú vor- og snemmsumarverkum, sauðburði er víðast hvar lokið, sláttur sumsstaðar hafinn og kýrnar farnar að sletta úr klaufunum.
15.06.2017 - 12:12

Leita orsaka kregðu og lungnaorma

Yfirgripsmikil rannsókn er að hefjast á öndunarfærasjúkdómum í sauðfé. Margvíslegar bakteríur og veirur geta herjað á kindur. Þannig geta þær fengið kregðu, lungaorma, lungnapest og barkakýlisbólgu, svo eitthvað sé nefnt. Útbreiðsla sjúkdómanna...
12.06.2017 - 16:09

Mikið gras og sláttur að hefjast í Eyjafirði

Bændur í Eyjafirði eru farnir að munda sláttuvélarnar og undirbúa túnslátt. Tveir slógu lítilsháttar í gær og það er mun fyrr en venjulega. Talsvert gras er komið á tún og bændur bíða eftir betri veðurspá til að geta byrjað fyrir alvöru.
29.05.2017 - 09:50

Bændur nýta sér sterka krónu og byggja ný fjós

Mikil fjárfesting er í kúabúskap víða um land og í tveimur sveitarfélögum á Norðurlandi eru tæplega tuttugu ný fjós í bígerð. Þar nýta bændur sér sterka krónu og hagstætt verð á innfluttu byggingarefni. Þá kallar ný reglugerð á bættan aðbúnað.
23.05.2017 - 23:30

Sjaldnast ásetningsbrot í dýraverndarmálum

„Það er oftast þannig í dýraverndarmálum að þar eru ekki ásetningsbrot heldur annað sem liggur að baki eins og veikindi,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir, um vörslusviptingu sem gerð var hjá frístundabónda á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði....
22.05.2017 - 14:26

Fræðir fólk um lífið í sveitinni

„Mér fannst að það þyrfti kannski að koma almennri fræðslu til þeirra sem hafa ekki tengingu í sveit. Af því það er bara þannig að það er alltaf svolítið að aukast bilið á milli þéttbýlis og dreifbýlis,“ segir Sigríður Ólafsdóttir sauðfjárbóndi í...
22.05.2017 - 09:32

Grísir enn halaklipptir án deyfingar

Enn eru grísir halaklipptir á íslenskum svínabúum án deyfingar, þótt það hafi verið ólöglegt í meira en þrjú ár. Yfirdýralæknir segir að ekki sé til nógu góð deyfing sem hægt sé að beita á búunum. 
13.05.2017 - 19:45

„Vorið góða grænt og hlýtt“

Gróður um allt land kemur nú einstaklega vel undan vetri og tún orðin iðjagræn á landsvæðum sem jafnan eru undir snjó á þessum árstíma. Sauðburður er hafinn og lömbum er hleypt snemma út í hlýjuna.
05.05.2017 - 19:07