Landbúnaðarmál

Óttast kaup Kínverja á ræktarlandi í Noregi

Umræða um kaup útlendinga á jarðnæði er ekki bundin við Ísland. Í Noregi hafa Kínverjar verið stórtækir í fjárfestingum og hvergi á Norðurlöndunum eru umsvif þeirra meiri. Kínverskar fjárfestingar í Noregi nema rúmlega 45 milljörðum norskra króna...
12.04.2017 - 14:30

Hvað ætlar Ratcliffe að gera við landið?

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti landeigandi hérlendis. Þær jarðir sem hann hefur keypt, svo vitað sé, eru Grímsstaðir á Fjöllum (72% hlutur), Síreksstaðir, Guðmundarstaðir og Háteigur í Vopnafirði.
19.04.2017 - 13:56

Falleinkunn í fæðuöryggismálum

Landgræðslustjóri segir að stjórnkerfið fái falleinkunn í fæðuöryggismálum. Hann furðar sig á því að fjárveitingar til rannsókna í landbúnaði hafi verið minnkaðar. Rannsóknir á jarðrækt og kynbótum í landbúnaðir hafa veikst á undanförnum áratug,...
14.04.2017 - 12:36

Stór lambalæri og frampartar seljast illa

Besta skammtímaaðgerðin til að minnka birgðir lambakjöts í landinu er að hlúa að innanlandsmarkaði. Þetta er mat framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda. Helstu birgðir lambakjöts felast í illa seljanlegum pörtum af lambaskrokkum.
11.04.2017 - 19:12

Arna í ostaframleiðslu

Allt fer í hring, eða býsna margt allavega. Innan tíðar mun hefjast að nýju mjólkurvinnsla í gamla mjólkursamlaginu á Ísafirði en MS hætti vinnslu þar vorið 2011. Nú er mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík komin með samlagið á leigu.
10.04.2017 - 09:41

Sauðfjárrækt kolefnisjöfnuð og sjálfbær 2027

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í marslok var samþykkt stefna, sem miðar að því að draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum sauðfjárræktar hérlendis næstu tíu árin og gera hana sjálfbæra. Íþessu skyni er meðal annars kveðið á um...
06.04.2017 - 04:56

Mikilvægt að fá viðurkennda vottun á kjötið

Helmingur tekna af afurðum sauðfjárbænda á að koma frá útlendingum eftir tíu ár. Nýr formaður Landssambands sauðfjárbænda segir vannýtt tækifæri í erlendum mörkuðum, þó að Íslandsmarkaður verði áfram í fyrsta sæti. Hún segir mikilvægt að fá...
05.04.2017 - 11:44

Helmingur tekna verði frá útlendingum 2027

Sauðfjárbændur áætla að eftir tíu ár verði helmingur tekna greinarinnar frá erlendum ferðamönnum eða erlendis frá. Í áætlun til ársins 2027 ætla bændur að koma á fimm vottunum á lambakjöt, meðal annars fyrir kolefnishlutleysi, dýravelferð og...
03.04.2017 - 14:47

Mölvuðu spænskar vínflöskur

Franskir vínframleiðendur hafa undanfarið mótmælt harðlega samkeppni kollega sinna á Spáni.
02.04.2017 - 19:43

Oddný kjörin fyrst kvenna

Oddný Steina Valsdóttir, bóndi á Butru í Fljótshlíð, hefur verið kjörin formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hún hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 44 af 46 greiddum atkvæðum.
31.03.2017 - 14:32

Fjórfættir og fleygir vorboðar komu í morgun

Tveir litlir vorboðar létu sjá sig á landinu í dag, annar fleygur en hinn fjórfættur. Bóndinn á Fagraneskoti er að taka á móti lömbum í fyrsta sinn svo snemma að vori. Lóan er komin og fyrstu lömbin eru fædd.
27.03.2017 - 20:00

Komust í kjötmjöl og verður mögulega fargað

Matvælastofnun leggur til að nautgripum sem komust í kjötmjöl á bænum Eystri-Grund við Stokkseyri verði fargað og eytt. Stofnunin hefur lagt bann við því að gripunum verði slátrað til manneldis eða þeir fluttir af búinu. Óheimilt er að hafa kjötmjöl...
27.03.2017 - 08:22

Ný aðferð gæti umbylt kynbótarækt nautgripa

Nýjar aðferðir við greiningu á erfðamengi nauta gætu umbylt nautgriparæktun hér á landi, segir verkefnisstjóri Erfðamengis og fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Hægt er greina hvaða naut eru heppileg á mun skemmri tíma en áður....
24.03.2017 - 15:12

Metsala á mjólkurafurðum en kúabúum fækkar

2016 var metár í sölu á mjólkurafurðum hérlendis, á sama tíma og kúabúum fækkaði um 40. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins, sem út kom í dag. Í frétt blaðsins segir að heildarsala hvers kyns mjólkurvöru, umreiknuð í mjólkurlítra,...
23.03.2017 - 00:55

Vonast til að mjólkurfrumvarp lækki verð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vonast til að frumvarpsdrög um breytingar í mjólkuriðnaði stuðli að fjölbreyttara vöruúrvali og lægra verði. Samkeppni sé af hinu góða þar eins og annars staðar. Útilokað sé að staðhæfa að verð muni hækka ef...
19.03.2017 - 18:46