Körfubolti

U20 tapaði fyrir Serbíu og spilar um 7. sæti

Landslið Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði fyrir Serbíu á Evrópumótinu í Grikklandi í leik um það hvort liðið myndi spila um 5. sætið á EM.
22.07.2017 - 20:01

Íslensku strákarnir spila um 5.- 8. sæti á EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri komst ekki áfram úr 8-liða úrslitum í A-deild EM í Grikklandi eftir 20 stiga tap, 74-54 fyrir Ísrael í 8-liða úrslitum í dag. Árangur Íslands á mótinu er samt sá besti sem...
20.07.2017 - 13:21

Íslendingar komnir í 8-liða úrslit EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta, skipa leikmönnum 20 ára og yngri komst í dag í 8-liða úrslit A-deildar EM. Ísland vann Svíþjóð í 16-liða úrslitum mótsins 73-39.
19.07.2017 - 13:14

Sigur gegn Svartfjallalandi

Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lagði Svartfjallaland í dag í a-deild Evrópumótsins í Grikklandi. Þetta er fyrsti sigur liðsins í a-deild í þriðja leik.
17.07.2017 - 13:44

U20 körfubolti: Misjafnt gengi kynjanna

U20 ára landslið Íslands í körfuknattleik karla tapaði í dag 82-66 fyrir Tyrklandi í A-deild Evrópukeppninnar. Tryggvi Snær Hlinason og Snjólfur Stefánsson voru stigahæstir í íslenska liðinu. Kvennaliðið vann hins vegar 64-54 sigur á Írlandi en...
16.07.2017 - 16:49

Naumt tap gegn Frökkum

Íslenska U20 ára landsliðið í körfuknattleik tapaði í dag 58-50 fyrir Frakklandi í fyrsta leik leik A-deildar Evrópumóts 20 ára og yngri. Mótið fer fram í Grikklandi. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísland leikur í A-deild.
15.07.2017 - 15:40

Ragnar Nathanaelsson í Njarðvík

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hinn stóri miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, hefur gengið til liðs við Njarðvík fyrir komandi vetur í Dominos deild karla.
06.07.2017 - 20:44

Tveir nýir íslenskir FIBA dómarar

Ísland hefur aldrei átt eins marga alþjóðadómara í körfubolta og nú eða fjóra FIBA dómara, tvo FIBA eftirlitsmenn og FIBA leiðbeinanda. Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson eru á lista yfir alþjóðadómara sem FIBA,...
06.07.2017 - 11:09

RÚV tryggir sýningarrétt á íþróttaútsendingum

Landsleikir Íslands í fótbolta, handbolta og körfubolta verða í beinni útsendingu á RÚV næstu árin sem og bikarkeppnin í handbolta og körfubolta. Gengið hefur verið frá samningum þess efnis til ársins 2020 og hefur RÚV tryggt sýningarrétt að...
05.07.2017 - 14:51

Craig valdi 24 leikmenn í æfingahóp fyrir EM

Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið 24 leikmenn til æfinga fyrir Evrópumótið sem hefst 31. ágúst í Finnlandi. Æfingar hefjast 20. júlí og...
05.07.2017 - 12:13

Hörður Axel til Kasakstans

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Keflavíkur, hefur samið við BC Astana í Kasakstan og gengur í raðir liðsins fyrir næstu leiktíð. Astana varð meistari í Kasakstan á síðasta tímabili í fimmta sinn á 6 árum eða frá...
05.07.2017 - 09:36

Ísland dróst í austur

Íslenska kvennalandsliði í körfubolta á fyrir höndum ferðlög til austurhluta Evrópu í undankeppni Evrópumótsins 2019. Dregið var í riðla undankeppninnar í dag og verður Ísland í A-riðli með Slóvakíu, Svartfjallalandi og Bosníu.
04.07.2017 - 11:43

Ísland aldrei eins ofarlega á lista FIBA

Á morgun verður dregið í riðla í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta sem fram fer í Lettlandi og Serbíu árið 2019. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki númer 22 á listanum og hefur aldrei áður verið jafn ofarlega á styrkleikalista FIBA.
03.07.2017 - 17:57

Tindastóll ræður spilandi aðstoðarþjálfara

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Spánverjann Fernando Bethencourt Munoz og mun hann leika með liðinu út næsta tímabil en mögulegt verður að framlengja að þeim tíma liðnum.
01.07.2017 - 15:35

Jackson rekinn frá Knicks - CP3 til Houston

Phil Jackson hefur verið rekinn frá NBA körfuknattleiksfélaginu New York Knicks en hann gegndi stöðu forseta félagsins. Þá hefur Houston Rockets tilkynnt komu Chris Paul frá LA Clippers.
29.06.2017 - 18:02