Kjaramál

„Þetta er týpísk gerviverktaka“

Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, vísar því á bug að flugfreyjur hjá Primera Air séu verktakar. Þetta sé dæmigerð gerviverktaka.  
17.05.2017 - 08:34

„Fátækt blettur á ríku samfélagi“

Fátækt er blettur á jafn ríku samfélagi og Íslandi og henni ber að útrýma, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra málaráðherra vill að dregið verði enn frekar úr...
16.05.2017 - 21:29

Krónan sterkari en hún var árið 2007

Raungengi íslensku krónunnar er í sögulegum hæðum. Það er hærra en árið 2007 og þarf lítillar styrkingar við til að ná hæstu hæðum ársins 2005. Kaupmáttur landsmanna í erlendri mynt hefur ekki verið meiri en hann er nú í rúman áratug. Þetta sést...
16.05.2017 - 20:47

Miklu minni kaupmáttaraukning hjá yngra fólki

Kaupmáttur launa hefur aukist um 42% frá aldamótum. Eignir fólks eru að meðaltali um tvöfalt meiri en fyrir tuttugu árum. Yngri aldurshópurinn virðist hins vegar hafa setið eftir - laun hafa lítið hækkað og eignir minnkað að meðaltali.
16.05.2017 - 10:21

Vilja bættar reglur um sjálfboðaliða

„Það vantar reglur í kringum þetta og við viljum fá það í gegn að regluverkið verði bætt, fyrir bæði sjálfboðaliða og starfsnema,“ segir Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Hún vinnur meðal annars við átakið Einn réttur, ekkert svindl, sem...
14.05.2017 - 14:34

„Mikil sorg í hjarta hjá starfsfólkinu“

„Þetta eru mjög sorgleg tíðindi fyrir okkur Skagmenn og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um ákvörðun HB Granda um að flytja botnfiskvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. Hann segir að...
11.05.2017 - 18:08

HB Grandi segir 86 upp á Akranesi

Öllum starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp frá og með 1. september og starfsemin flutt til Reykjavíkur. Stefnt er að því að bjóða fólki önnur störf hjá fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu á vef HB Granda segir að þrátt...
11.05.2017 - 15:38

26 ára munur á lífeyrisréttindum kynjanna

Búast má við því að konur verði 26 árum lengur en karlar að safna nægjanlegum lífeyri til þess að þær þurfi ekki að reiða sig á greiðslur frá almannatryggingum við starfslok. Þetta má lesa út úr reiknilíkani sem Talnakönnun gerði fyrir Landssamtök...
10.05.2017 - 17:12

Framhaldsskólakennarar og ríkið funda um kjör

Fyrsti samningafundur Félags framhaldsskólakennara við ríkið fór fram í dag, en kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa verið lausir frá í október.
10.05.2017 - 16:42

Minnkandi tiltrú veldur áhyggjum

„Það eiga allir í þessu kerfi. Og að sjálfsögðu þegar umtalið er þannig, og tiltrúin ekki nægilega sterk, þá að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því,“ sagði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, á Morgunvaktinni á Rás 1 um þá gagnrýni sem...
10.05.2017 - 13:53

Flugfreyjur Primera Air á leið í verkfall

Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag vinnustöðvun flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum.  Verkfallið hefst 15. september náist ekki samningar.
09.05.2017 - 15:58

Kynbundinn launamunur haggast ekki

Konur í VR hafa 15% lægri laun en karlar og breytist kynbundinn launamunur ekki marktækt milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar launakönnunar VR.
09.05.2017 - 13:58

Kjarasamningar um 20.000 manna losna á árinu

Um 40 kjarasamningar eru lausir eða losna á þessu ári, þar sem kjör um 20 þúsund starfsmanna eru undir. Meðal þeirra eru samningar BHM og grunnskólakennara, auk flugvirkja og flugmanna.
08.05.2017 - 12:14

Starfsfólk stórfyrirtækja skráð sem ferðamenn

Dæmi eru um að íslensk stórfyrirtæki, sem velta árlega milljörðum króna, hafi starfsfólk á sínum vegum sem er skráð sem ferðamenn hérlendis. Þetta segir formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Hann segir skorta eftirlit og viðurlög við slíkum...
07.05.2017 - 12:36

Furðar sig á starfsemi erlendra rútufyrirtækja

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, furðar sig á því að erlend rútufyrirtæki geti stundað hér akstur án nokkurs eftirlits. Rútufyrirtæki hjá Austur-Evrópu geri tilboð um akstur á um helmingi þess verðs sem eðlilegt geti talist.
06.05.2017 - 15:26