Jafnréttismál

Nýskreyttum strætisvagni fagnað

KÞBAVD-vagninn, sem sigraði í hönnunarkeppni Strætó í byrjun mánaðarins, var afhjúpaður í dag með pompi og prakt. Hönnunarkeppnin stóð yfir í rúman mánuð á vefsíðunni meistaraverk.is og var vefurinn heimsóttur meira en 300.000 sinnum. 1.700 tillögur...
21.07.2017 - 18:39

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
19.07.2017 - 11:02

Karlar hagnast ekki á að ræða vandann

The Reykjavík Grapevine hefur sætt gagnrýni fyrir forsíðufrétt frá 6. júlí sl., þar sem gerð er úttekt á nýliðum í íslensku rappi, en engir kvenkyns-nýliðar voru tilgreindir í umfjöllun blaðsins. Ritstjórn hefur svarað gagnrýninni og segir...
17.07.2017 - 12:55

Karllæg menning ríkir í íslenskum fyrirtækjum

Innan meðalstórra og stórra íslenskra fyrirtækja er til staðar flókinn vefur óáþreifanlegra hindrana sem birtist í karllægri menningu, viðhorfum og langlífum staðalímyndum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á upplifun kvenmillistjórnenda af...
14.07.2017 - 09:32

Fresta því að hleypa transfólki í herinn

Transfólki verður ekki hleypt inn í bandaríska herinn fyrr en eftir hálft ár. Til stóð að það hæfist í dag samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Baracks Obama frá því í fyrra, en varnarmálaráðherrann James Mattis frestaði gildistökunni í gær að beiðni...
01.07.2017 - 06:08

Íslenskt kvennafrí vekur athygli í Evrópu

Jafnréttismál og aktívismi kvenna voru tekin fyrir á þingmannafundi Evrópuráðsins 27. júní. Ísland átti sinn fulltrúa, Dagnýju Aradóttur Pind lögfræðing, en hún fræddi viðstadda um sögu kvennafrísins og stöðu jafnréttismála á Íslandi.
28.06.2017 - 10:54

Allar konur hafa lent í hrútskýringu

Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í gær, 19. júní og því fagnað að konur fengu kosningarétt fyrir 102 árum á þeim degi. Á Hallveigarstöðum var sérstök hátíð en Kvennaheimilið í húsinu fagnaði í gær hálfrar aldar afmæli. Þar...
20.06.2017 - 11:49

„Hey stelpa, þú ert ekkert svona góð“

Melína Kolka Guðmundsdóttir og Hlín Hrannarsdóttir hafa stofnað hóp á Facebook sem kallast GG Girl Gamers. Þær segja að tilgangurinn sé að gefa konum vettvang til að tala sín á milli um tölvuleiki og kynnast öðrum sem hafa sömu áhugamál.

Kynjahalli í Jafnréttisráði

Sjö konur skipa Jafnréttisráð og fjórir karlar. Jafnréttismálaráðherra segir þetta óheppilegt, en því verði ekki breytt núna.
09.06.2017 - 17:53

Konur eru ekki ókeypis vinnukraftur

Þegar borgarbarnið og einstæða móðirin Ágústa Þorkelsdóttir giftist bónda fannst henni einkennilegt að verða sjálfkrafa húsmóðir á heimilinu en ekki bóndi við hlið manns síns með sömu laun og réttindi.
02.06.2017 - 15:31

Jafnlaunavottun: Brynjar „kyngdi ælunni“

Frumvarp Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun var samþykkt á Alþingi nú skömmu fyrir klukkan 1. Málið var á meðal helstu kosningamála Viðreisnar, flokks Þorsteins, fyrir kosningarnar í haust. Málið var samþykkt með 49...
01.06.2017 - 01:27

„Nýtt landslag. Nýjar raddir“

Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðarkona og formaður WIFT á Íslandi, segir að það eigi eftir að breyta kvikmyndagerð hér heima að Kvikmyndasjóður líti til þess við mat á umsóknum hvort styrkurinn stuðli að jöfnun á stöðu kvenna og karla í kvikmyndagerð...
30.05.2017 - 14:49

Helmingi fleiri feður en mæður fá hámarksbætur

Feður sem nýta sér rétt til greiðslna í fæðingarorlofi eru að staðaldri mun tekjuhærri en mæður sem það gera. Á síðasta ári hafði um þriðjungur feðra á bilinu 500 til 750 þúsund krónur á mánuði í laun. Aðeins um sjöunda hver móðir hafði það háar...
25.05.2017 - 12:14

Samkynja hjónabönd lögleg í Taívan

Æðsti dómstóll Taívans úrskurðaði í gær að núgildandi lög um að hjónaband sé aðeins á milli karls og konu séu ógild. Jafnframt segir úrskurður dómaranna að bann við samkynja hjónaböndum stríði gegn frelsi fólks til hjónabanda og jafnrétti fólks.
25.05.2017 - 06:45

Kærum vegna launamunar spítalatoppa vísað frá

Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá tveimur kærum frá Félagi hjúkrunarfræðinga þar sem því var haldið fram að kvenkyns hjúkrunarfræðingar í stjórnunarstöðum fengju lægri laun kyns síns vegna en læknar í sambærilegum störfum.
19.05.2017 - 07:30