epa06155464 Everton's Gylfi Sigurdsson during the English Premier League soccer match between Manchester City and Everton FC in Manchester, Britain, 21 August 2017.  EPA/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data,

Gylfi kom af bekknum gegn Manchester City

Manchester City fékk Everton í heimsókn í síðasta leik annarar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Var þetta fyrsti leikur Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Everton en hann byrjaði á varamannabekknum. Gylfa var skipt inn á völlinn á 61. mínútu. Staðan var 1-0 fyrir Everton þegar Gylfi kom inn en Wayne Rooney kom liðinu yfir í fyrri hálfleik. Raheem Sterling jafnaði fyrir Manchester City á 81. mínútu og þar við sat.
21.08.2017 - 21:32
Mynd með færslu

Gunnlaugur Jónsson hættur með ÍA

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari meistaraflokks ÍA í knattspyrnu, er hættur sem þjálfari liðsins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild félagsins nú rétt í þessu. Samkvæmt yfirlýsingunni þó óskaði Gunnlaugur sjálfur eftir því að stíga til hliðar en gengi liðsins hefur verið skelfilegt það sem af er sumri.
21.08.2017 - 18:40
Mynd með færslu

Gylfi á bekknum í sínum fyrsta leik

Gylfi Sigurðsson er á bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Everton en liðið mætir Manchester City á Etihad vellinum nú klukkan 19:00. Er þetta lokaleikur annarar umferðar í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.
21.08.2017 - 18:09