Innlent

Lögreglan varar við símasvindli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölda ábendinga frá fólki sem hefur fengið símtal frá erlendu númer. Allir hafa sömu sögu að segja, það er hringt og skellt nær samstundis á, en símanúmerið er sjáanlegt á símanum sem hringt er í.
23.07.2017 - 22:27

Sjá fyrir endann á töfum við opnun mathallar

Það styttist í að sælkerar og soltnir borgarbúar geti hópast á Hlemm - ekki til að taka strætó, heldur gæða sér á hvers kyns kræsingum. Kaupmenn í mathöllinni eru þó orðnir langeygir eftir því að opna, því það hefur tafist um tæpt ár.
23.07.2017 - 21:30

Segir ástandið kalla á bráðabirgðaúrræði

Löng bið eftir félagslegu húsnæði á Íslandi gæti talist mannréttindabrot, samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum. Félagsmálaráðherra segir að bregðast hefði þurft fyrr við húsnæðisvandanum.
23.07.2017 - 21:00

Brunaði hringveginn á mótorhjóli á sólarhring

Ökukennarinn Njáll Gunnlaugsson gerði sér lítið fyrir og brunaði á mótorhjóli hringinn í kringum Ísland á minna en einum sólarhring um helgina. Hann telur að þetta sé í fyrsta sinn sem einhver fer á mótorhjóli allan hringveginn á svo skömmum tíma.
23.07.2017 - 20:52

Skordýr og mygla á leikskólum borgarinnar

Ástand leikskólabygginga í Reykjavík er víða slæmt og þarfnast bæði hús og lóðir viðhalds og endurbóta. Reykjavíkurborg dró úr öllu viðhaldi í kjölfar hrunsins árið 2008 og síðan þá hefur viðhaldi lítið verið sinnt og ekki gripið til endurbóta fyrr...
23.07.2017 - 18:55

Ráðist í umfangsmikla vöktun á næstu vikum

Erfiðlega gengur að komast fyrir kólígerlamengun í Varmá í Mosfellsbæ. Heilbrigðisfulltrúi Kjósarsvæðis segir að ráðist verði í allsherjar vöktun á ánni á næstunni. 
23.07.2017 - 18:42

Strompurinn fær að standa áfram á Akranesi

Byrja á að rífa byggingar og búnað Sementsverksmiðjunnar á Akranesi á þessu ári. Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður nefndar um uppbyggingu á Sementsreitnum, segir að verksmiðjan hafi tilfinningalegt gildi fyrir marga en flestir séu...
23.07.2017 - 18:40

Fernt slasaðist lítilsháttar

Langar bílaraðir mynduðust á Ólafsfjarðarvegi síðdegis þegar loka þurfti veginum vegna umferðarslyss. Ökumaður jeppa virðist hafa misst stjórn á bíl sínum þannig að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt....
23.07.2017 - 17:53

Ólafsfjarðarvegi lokað vegna bílslyss

Lögreglan á Norðurlandi lokaði fyrir umferð um Ólafsfjarðarveg síðdegis eftir bílslys við Syðri-Haga. Tveir bílar lentu saman og var annar með hjólhýsi. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða. Aðstæður á vettvangi voru þó þannig að loka...
23.07.2017 - 16:10

Ný stjörnumerki verða til á LungA

LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, er nú haldin í átjánda sinn á Seyðisfirði. Dagskráin nær hámarki á útitónleikum í kvöld, en við litum við þegar undirbúningur þeirra stóð sem hæst.
23.07.2017 - 15:00

Allt listaverkasafn Iðnó auglýst til sölu

Allt málverka- og listmunasafn Iðnó var auglýst til sölu um helgina. Þar er meðal annars að finna verk eftir marga af meisturum íslenskrar myndlistarsögu. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem hefur rekið Iðnó síðastliðin sextán ár, segir þetta gert vegna...
23.07.2017 - 15:00

Brugghús fær að hafa opið lengur vegna bardaga

Brugghúsið Ægisgarður í Reykjavík fær tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis en gengur og gerist til þess að sýna UFC bardaga í Bandaríkjunum í beinni útsendingu í ágúst. Þetta var samþykkt í Borgarráði Reykjavíkur í síðustu viku, en í...
23.07.2017 - 14:30

Mikil vonbrigði með viðbrögð ráðherra

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra og ráðuneytis við tillögum samtakanna vegna erfiðarar stöðu í greininni valda miklum vonbrigðum. Hún segir hættu á að...
23.07.2017 - 13:26

Vill ítarlega greiningu á félagslega kerfinu

Formaður velferðarnefndar segir óásættanlegt að fólki sé haldið á spítölum lengur en þörf krefur. Hún leggur til að í haust verði ráðist í ítarlegar greiningar á ástandinu í félagslega húsnæðiskerfinu.
23.07.2017 - 12:47

Fleiri ungir á örorku vegna geðraskana

Ungum körlum á örorku vegna geðraskana hér á landi hefur fjölgað um 27 prósent síðan árið 2012. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á því hvað veldur. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir ljóst að hluti þeirra veikist andlega eftir neyslu kannabisefna.
23.07.2017 - 12:25