Innlent

Guðni treystir á að FIFA tryggi mannréttindi

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að formenn norrænu knattspyrnusambandanna muni fylgjast með því hvort og hvernig Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, fylgi eftir tilmælum sínum til verktaka í Rússlandi um að tryggja að mannréttindi norður-kóreskra...
26.05.2017 - 09:26

Nógu margir ferðamenn fyrir lestarrekstur

Ferðamenn sem koma hingað til lands eru nú þegar orðnir það margir að þeir standa undir kostnaði við lest á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Þetta segir Runólfur Ágústsson sem unnið hefur að undirbúningi og könnun á rekstri...
26.05.2017 - 07:58

Telja að innritunargjald hækki við sameiningu

Framkvæmdastjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir að fyrirhuguð sameining Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla skapi óvissu hjá þeim nemendum sem nú sæki um skólavist fyrir næsta vetur og ekki síst þá sem þegar eru í námi. Þetta...
26.05.2017 - 07:21

Austlæg átt á landinu

Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður austlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu, í dag, skýjað og þurrt að mestu, en dálítil væta suðaustantil. Það bætir heldur í vind eftir hádegi, og fer í átta til fimmtán metra á sekúndu ...
26.05.2017 - 06:25

Aukin framlög til varnarmála

Aukið fé verður lagt í öryggis- og varnarmál á næsta ári, segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Hann sótti í dag leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel, þar sem samþykkt var að bandalagið tæki aukinn þátt í baráttunni gegn...
25.05.2017 - 20:52

Vilborg Arna segir erfiðar aðstæður á Everest

Vilborg Arna Gissurardóttir sem stóð á tindi Everest um síðustu helgi segir að þyrmt hafi yfir sig þegar hún kleif síðasta spölinn. Hún segir að aðstæður séu óvenjuerfiðar á fjallinu núna og dauðsföllin síðustu daga mjög sorgleg.  
25.05.2017 - 19:55

Fékk ósamþykkta fyrirframgreiðslu

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, fékk þriggja mánaða laun greidd fyrir fram án vitneskju stjórnar. Daginn fyrir þing Neytendasamtakanna, þar sem hann var kjörinn formaður, greiddi hann félagsgjöld fyrir 45 kjörmenn.
24.05.2017 - 16:22

Óeðlileg skriffinnska þegar fötluð börn eldast

Félagsmálaráðherra segir að það sé ekki eðlilegt að þegar fötluð börn nái 18 ára aldri þurfi að skila á nýjan leik inn upplýsingum um fötlunina til opinberra stofnana. Hann hyggst tryggja að upplýsingar flæði betur á milli staða svo að ekki þurfi að...
25.05.2017 - 18:57

Erfir ekki manninn sinn eftir 13 ára sambúð

Karólína Helga Símonardóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar segir bráðnauðsynlegt að breyta erfðalögum á þann hátt að fólk í óvígðri sambúð erfi maka sinn og geti setið í óskiptu búi.
25.05.2017 - 17:16

Ræstu ljósbogaofninn á nýjan leik

Starfsmenn kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík ræstu ljósbogaofn verksmiðjunnar á ný í gærkvöld eftir að hann hafði stöðvast í fyrrakvöld. Eitt rafskaut ofnsins brotnaði á þriðjudagskvöld og það varð til þess að ofninn stöðvaðist.
25.05.2017 - 16:37

Vilja skatt gegn sykruðum gosdrykkjum

Þrír þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um lýðheilsuskatt. Þingmennirnir vilja sníða skattinn þannig að hann sporni gegn neyslu sykraðra gosdrykkja og afli tekna til að styðja við markmiðið um bætta lýðheilsu....
25.05.2017 - 16:21

Skjálftahrina við Kolbeinsey

Jarðskjálftahrina hefur verið við Kolbeinsey síðan á miðnætti en verulega dró úr henni með morgninum. Tveir skjálftar af stærðinni þrír og hálfur og 3,6 hafa mælst.
25.05.2017 - 14:31

Örtröð í Costco

Fjöldi fólks hefur notað sér frí úr vinnunni á uppstigningardag og lagt leið sína í verslunina Costco í Kauptúni í Garðabæ. Margir viðskiptavinir voru komnir þangað þegar verslunin var opnuð klukkan tíu í morgun. Stöðugur straumur bíla hefur legið...
25.05.2017 - 13:34

Lengra fæðingarorlof til að tryggja rétt barna

Nýtt frumvarp sem nú er hjá velferðarnefnd alþingis gerir ráð fyrir að fæðingarorlof þeirra sem þurfa að sækja fæðingarþjónustu fjarri heimili sínu verði lengt. Þeir foreldrar sem búa við skerta fæðingarþjónustu geta þurft að vera fjarri heimilum...
25.05.2017 - 12:47

Sigmundur: Alþingi ekki staður frjórrar umræðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Alþingi sé ekki góður vettvangur til að koma málum í framkvæmd eða efna til frjórrar umræðu. Meðal annars þess vegna hafi hann ákveðið að stofna hugveituna Framfarafélagið. Félagið...
25.05.2017 - 12:48