Innlent

Mistök við gagnavarðveislu vegna nauðgunar

Mistök við geymslu gagna er ein ástæða þess að nauðgunarkæra leiddi ekki til ákæru. Því hefur þolandinn stefnt gerendunum fyrir dóm. Nauðgunin átti sér stað á Ísafirði haustið 2014.
25.05.2017 - 12:46

Gerræðislegt að leggja niður ferðir Baldurs

Þetta er gerræðislegt, segir Jóhann Svavarsson, hótelstjóri á Patreksfirði, um þá ákvörðun stjórnvalda að leggja niður ferðir Baldurs yfir Breiðafjörð í maí. Þetta sé mikið inngrip í ferðaþjónustu á jaðarsvæðum.
25.05.2017 - 12:40

Helmingi fleiri feður en mæður fá hámarksbætur

Feður sem nýta sér rétt til greiðslna í fæðingarorlofi eru að staðaldri mun tekjuhærri en mæður sem það gera. Á síðasta ári hafði um þriðjungur feðra á bilinu 500 til 750 þúsund krónur á mánuði í laun. Aðeins um sjöunda hver móðir hafði það háar...
25.05.2017 - 12:14

Draga úr rétti sjúklinga til að höfða mál

Minnihluti velferðarnefndar Alþingis leggst gegn því að lögum um sjúklingatryggingu verði breytt þannig að réttur sjúklinga til að höfða mál verði skertur. Stjórnarliðar segja að Sjúkratryggingar verði að fá rúm til að taka sínar ákvarðanir. 
25.05.2017 - 10:33

Grímur fer til Europol

Grímur Grímsson lætur af starfi yfirmanns miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. Þá tekur hann við starfi tengslafulltrúa Íslands hjá Europol af Karli Steinari Valssyni sem gegnt hefur því starfi síðustu ár.
25.05.2017 - 09:18

Fimm fluttir á sjúkrahús

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla skammt ofan við Litlu Kaffistofuna um klukkan hálf þrjú í nótt. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. Þrír sjúkrabílar voru sendir frá Reykjavík og tveir frá Selfossi auk þess sem tækjabíll...
25.05.2017 - 08:32

Sigmundur: Lilja yrði ekki öfundsverð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að afmarkaður hópur í flokknum hafi fellt sig af formannsstóli í andstöðu við vilja meirihluta flokksmanna. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund sem birtist í...
25.05.2017 - 08:25

Þungbúið og vætusamt

Það verður þungbúið víða á landinu í dag og fremur vætusamt. Dregur heldur úr vindi og úrkomu síðdegis. Heldur vaxandi austanátt eftir hádegi á morgun með rigningu, fyrst sunnanlands. Milt í veðri, að því er fram kemur í pistli veðurfræðings...
25.05.2017 - 07:24

Innbrotum fer fækkandi

Innbrotum hefur farið fækkandi á milli ára og er þróunin góð að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sjónarvottar að handtöku innbrotsþjófs í nótt segja lögregluna eiga hrós skilið fyrir skjót viðbrögð.
25.05.2017 - 00:06

Íslandsmet í frjókornum á óvenjulegum tíma

Aldrei hafa mælst hærri frjótölur á Íslandi heldur en á Akureyri um helgina. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar segir afar óvenjulegt að birki og annar gróður blómstri svona mikið á þessum árstíma.
24.05.2017 - 22:41

Spara 3-400 milljónir með nýjum Herjólfi

Samgönguráðherra segir að unnt verður að spara 3-400  milljónir króna á ári með hagstæðari Herjólfi sem nú er í smíðum. Í framhaldi verið hægt að lækka miðaverð. Samhliða smíði nýrrar ferju er unnið að betrumbótum á Landeyjahöfn. Þetta er meðal þess...
24.05.2017 - 21:41

Tugir fyrirtækja greiði enga skatta hér

Tugir erlendra ferðaþjónustufyrirtækja bjóða ferðir um landið en greiða enga skatta, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir þetta hreinræktaða brotastarfsemi. Lögregla kannaði leyfi ferðaþjónustufyrirtækja við Þingvelli í...
24.05.2017 - 20:14

„Aldrei fundið jafnmikla stækju“

„Við ætluðum að grilla í kvöld en það er ekki hægt að vera úti,“ segir Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum við Reykjanesbæ. Hún segir að lyktarmengun frá kísilmálmverksmiðju United Silicon sé nú meiri en nokkru sinni. Um 20 ábendingar hafa...
24.05.2017 - 20:08

Alvarlegt tjón - mistök viðurkennd

Hluti seiða og hrogna hefur drepist í Andakílsá vegna aurflóðsins sem varð vegna mistaka Orku náttúrunnar. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir áhrifin geti líka haft áhrif á komandi árganga. Orka náttúrunnar skilar úrbótaáætlun á næstu dögum. 
24.05.2017 - 19:26

„Þetta mun alltaf vera með mér“

Tryggingar ná ekki yfir sálfræðimeðferð í kjölfar áfalla, svo sem vegna alvarlegra slysa eða hryðjuverkaárása. Ung íslensk kona sem varð vitni að hryðjuverkunum í Stokkhólmi er enn að glíma við eftirköstin. 
24.05.2017 - 19:34