Innlent

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18

Sprenging nærri Grafarvogi mældist 1,0

Sprengingar vegna dýpkunarframkvæmda undan Kleppsholti, hafa fundist í nærliggjandi hverfum að undanförnu. Sumar sprengingarnar hafa verið svo öflugar að þær hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. Þannig mældist sprenging sem varð um klukkan...
24.04.2017 - 14:56

Bendir á hagsmunaárekstra og samskiptavanda

Aðgengi að þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur árum saman verið ófullnægjandi og leitt til þess að almenningur leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítalans með erindi sem Heilsugæslan gæti leyst. Hætta er á hagsmunaárekstrum þegar læknar...
24.04.2017 - 14:25

Fundu nær tvo lítra af fljótandi kókaíni

1.950 millilítrar af fljótandi kókaíni fundust í farangri tæplega þrítugs karlmanns í flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Maðurinn kom til Íslands frá Amsterdam. Þegar tollverðir leituðu í farangri mannsins fundu þeir vökvann í fjórum brúsum sem...
24.04.2017 - 13:59

Sekt Samherja felld úr gildi með dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Seðlabankanum er einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 4 milljónir.
24.04.2017 - 12:36

57 nemar mættu ekki í skólann á Ólafsfirði

Tæplega 60 nemendur í grunnskólanum á Ólafsfirði mættu ekki í skólann í morgun, en foreldrar ákváðu að senda börn sín ekki í skólann í mótmælaskyni. Fyrirhugað er að sameina bekki á Ólafsfirði og Siglufirði, til að bæta námsárangur.
24.04.2017 - 12:04

Kona handtekin á Höfn fyrir kattarsmygl

Svissnesk kona var handtekin á Höfn í Hornafirði á laugardagskvöld fyrir að smygla lifandi ketti með sér til landsins í bíl sínum með ferjunni Norrænu. Kötturinn var aflífaður og bíllinn verður sótthreinsaður á kostnað eigandans.
24.04.2017 - 11:57

Með tíst í eyrum

Það er fyrir löngu orðin árleg hefð að nemendur 5. bekkjar í Grunnskólanum Hellu fái hænuegg til að klekja út. Krakkarnir taka svo á móti ungunum og hugsa um þá með öllu sem því fylgir.
24.04.2017 - 11:30

Fjallabyggð skilar 200 milljónum í plús

Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs Fjallabyggðar var jákvæð um 199 milljónir króna fyrir árið 2016. Þetta er þó 21 milljón minna en árið á undan þar sem reksturinn var um 220 milljónir í plús. Rekstrargjöld ársins 2016 námu 2.108 milljónum en voru 2.034...
24.04.2017 - 11:24

Vinnur við það að klifra í trjám

Orri Freyr Finnbogason, starfsmaður Hreinna garða, er líklega eini íslendingurinn sem hefur atvinnu af trjáklifri. Hann ber það sérstaka starfsheiti arboristi.
24.04.2017 - 10:50

Viðurkennir mistök en stendur við niðurstöðuna

Ríkisendurskoðun viðurkennir á vefsíðu sinni að hafa gert mistök í skýrslu um bótasvik sem gefin var út fyrir fjórum árum. Ekki hafi verið tilgreint hvernig staðið var að dönsku skýrslunni sem vísað var til og fjallaði um bótasvik og ofgreiðslur...
24.04.2017 - 10:35

Fagnar sumrinu með tónleikum heima í stofu

Það var fjölmennt í stofunni hjá Agnesi Löve á sumardaginn fyrsta eins og síðustu tíu ár. Þar spilar hún vorsónötu Beethovens í félagi við æskuvinkonu sína Ásdísi Stross Þorsteinsdóttur fiðluleikara.
24.04.2017 - 10:00

Baka kransakökuna sjálf fyrir ferminguna

„Öll fjölskyldan mín hefur alltaf haft kransaköku í fermingarveislunni og mér finnst þær líka bara svoltið flottar svo ég ákvað að hafa svoleiðis,“ segir Þórey Blöndal Daníelsdóttir, fermingarstúlka á Blönduósi, sem bakaði sjálf kransakökuna fyrir...
24.04.2017 - 09:57

Sérkennilegt að selja í páskafríi þingsins

Það er sérkennilegt að nota páskafríið til að ganga frá sölu ríkisins á landi Vífilstaða til Garðabæjar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að þetta væri gert meðan þingið væri í fríi...
24.04.2017 - 08:14

Þingmenn ræða kennaraskort og húsnæðismál

Gera má ráð fyrir því að skortur verði áberandi í umræðu á Alþingi sem kemur saman í dag klukkan þrjú í fyrsta skipti frá því fyrir páska. Tvær sérstakar umræður eru á dagskrá. Fyrir og eftir þær umræður verða fyrirspurnartímar, annar undirbúinn en...
24.04.2017 - 07:22