Innlent

Hugarafl lagt niður að óbreyttu

Enginn möguleiki er að halda úti starfsemi Hugarafls með þeim fjármunum sem nú er áætlað að veita til samtakanna. Formaðurinn segir að starfsfólki verði sagt upp í september og starfsemin hægt og rólega lögð niður ef ekki fæst meira fé.
25.07.2017 - 10:25

Vill umræðu út frá hagræði frekar en banni

Vandinn við umræðu á dögunum um að taka stærstu peningaseðlana úr umferð var að málið var rætt á forsendum þess að banna fremur en hagræðis, að mati Björgvins Inga Ólafssonar, hagfræðings hjá Íslandsbanka. 
25.07.2017 - 09:18

Öll sveitarfélögin styrktu Grænlendinga

Öll sveitarfélög hér á landi og þúsundir einstaklinga, félaga og fyrirtækja hafa tekið þátt í landssöfnuninni Vinátta í verki og þannig stutt við þá Grænlendinga sem misstu heimili sín þegar flóðbylgja reið yfir 18. júní síðastliðinn.
25.07.2017 - 08:30

Ekki borist kvörtun vegna vímuefnaprófa

Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti skyldað starfsfólk í vímuefnapróf. Þetta segir Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd. Vímuefnaprófanir gætu komið til meðferðar Persónuverndar, en stofnuninni hefur enn ekki borist...
25.07.2017 - 08:18

Gert að ákæra í niðurfelldu nauðgunarmáli

Ríkissaksóknari hefur gert héraðssaksóknara að gefa út ákæru í nauðgunarmáli sem héraðssaksóknari hafði áður ákveðið að fella niður án ákæru.
25.07.2017 - 07:17

Strætó skerpir á viðbrögðum við áreitni

Strætó hefur skerpt á reglum um viðbrögð vagnstjóra við áreitni og ósæmilegri hegðun gagnvart farþegum. Farið verður yfir myndavélakerfi í vögnunum og eftirfylgni slíkra mála. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
25.07.2017 - 06:46

Hvasst undir Eyjafjöllum í kvöld

Austlæg átt, 5 til 10 metrar á sekúndu, verður á landinu samkvæmt spá Veðurstofu Íslands til miðnættis annað kvöld. Við Suðurströndina hvessir upp úr hádegi. Í kvöld verða 10 til 18 metrar á sekúndu, hvassast undir Eyjafjöllum.
25.07.2017 - 06:14

Tvær stúlkur slösuðust á vespu

Bifreið og vespa rákust saman við Valahjalla í Kópavogi um klukkan hálf átta í kvöld. Tvær stúlkur sátu vespuna þegar óhappið varð og voru fluttar með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans.

Herða þurfi eftirlit með fitufrystingum

Eitt versta kalsárstilfelli vegna fitufrystingar, sem sést hefur í heiminum, kom upp hér á landi á síðasta ári. Formaður félags lýtalækna vill að Landlæknisembættið setji skýrar reglur um hverjir geti boðið upp á slíka meðferð.
24.07.2017 - 21:52

Húsnæði íslenskra barna með því versta

Húsnæðisaðstæður íslenskra barna eru með þeim verri í Evrópu og hafa verið síðan eftir hrun. Fjórðungur barna á Íslandi býr í húsnæði sem skemmt er vegna raka og myglu. Nílsína Larsen Einarsdóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá Unicef segir brýnt að...
24.07.2017 - 19:57

Hafna öðru tilboði í Gylfa

Fótboltaliðið Swansae City hafnaði í dag öðru tilboði í Gylfa Þór Sigurðsson fótboltakappa. Þetta segja heimildir Sky Sports. Tilboðið, sem kom frá Everton, hljóðaði upp á 45 milljónir punda, eða meira en sex milljarða króna. Swansae hafði þegar...
24.07.2017 - 20:13

Íbúar þreyttir á tveggja ára uppgreftri

Íbúar í Kveldúlfsgötu í Borgarnesi eru langþreyttir á ástandi götunnar sem hefur verið uppgrafin frá árinu 2015. Bæjarstjóri harmar töfina. Hann segir margt spila inn í en hefur aldrei upplifað jafnmiklar tafir á neinni framkvæmd. Þeim eigi að ljúka...
24.07.2017 - 19:56

Verið að gera við ljósleiðarann

Tæknimenn hófu viðgerðir um sjöleytið á ljósleiðarastrengnum sem slitnaði milli Kross­holts og Þver­ár í dag. Veitu­fyr­ir­tæki sleit óvart ljós­leiðara­streng­inn með þeim afleiðingum að trufl­an­ir hafa verið á út­varps­send­ing­um, sjón­varps­...
24.07.2017 - 19:42

Viðhaldi ekki verið sinnt nægilega vel

Rúmum milljarði króna verður varið til viðhalds leik- og grunnskóla í Reykjavík í ár en myglu og skordýragangs hefur orðið vart í leikskóla. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segir að viðhaldi hafi ekki verið sinnt...
24.07.2017 - 18:47

Erlend fjárfesting hefði verið velkomin

Hlutur eins ríkasta manns Alaska í væntanlegum kaupum á KEA-hótelunum er minni en fyrstu fréttir hermdu. Þetta segir í frétt vefsins túristi.is en Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsins, var gestur Síðdegisútvarpsins í dag. Kristján segir þetta...
24.07.2017 - 17:58