Innlent

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Rafmagnsbilun er á Breiðdalsvík og nágrenni og hefur verið frá klukkan hálf þrjú í dag. Bilun í jarðstreng er talin orsökin og eru vísbendingar um að bilunin sé við aðveitustöðina á Ormsstöðum í Breiðdal.
21.08.2017 - 20:51

Umfjöllun kvöldfrétta um Birnu-málið

Thomas Møller Olsen breytti framburði sínum í grundvallaratriðum við aðalmeðferð Birnumálsins svokallaða í dag. Hann segir nú að aðeins ein stúlka hafi komið upp í bílinn sem hann var með á leigu. Olsen segir að samstarfsfélagi hans af Polar Nanoq...

Skoða kosti þess að niðurgreiða innanlandsflug

Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna mögulegar leiðir til að niðurgreiða innanlandsflug fyrir þá sem búa fjarri höfuðborginni. Formaður hópsins segir innanlandsflugið í raun helstu almenningssamgöngur þeirra sem búa úti á landi.
21.08.2017 - 20:46

Varasöm gönguleið

Lokun á gönguleið um Kalkofnsveg og Geirsgötu virðist bera takmarkaðan árangur. Reykjavíkurborg ætlar að grípa til aðgerða.
21.08.2017 - 19:46

Íbúar í Reykjavík þurfi frekar aðstoð

Allt stefnir í að fleiri fjölskyldur fái skólaaðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár en í fyrra. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu segir að íbúar í Reykjavík þurfi frekar aðstoð en íbúar í flestum öðrum sveitarfélögum.
21.08.2017 - 18:21

Segir dapurt að fyrirtæki taki upp ensk heiti

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, segir dapurt að íslensk fyrirtæki taki upp ensk heiti og noti ensku í auknum mæli til markaðssetningar. Hann segist til að mynda ekki skilja hvers vegna hinu rótgróna nafni, Flugfélag Íslands, var skipt út...
21.08.2017 - 17:49

Gjörbreytt frásögn Thomasar

Gjörbreyttur framburður Thomasar Møller Olsens við aðalmeðferð ákæru gegn honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur vakti mikla athygli í réttarsal í dag. Hann brá þá í veigamiklum atriðum frá því sem hann sagði lögreglu við níu yfirheyrslur fyrr á...

Sérsveitin kölluð út vegna smíðatimburs

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út að Stýrimannaskólanum við Háteigsveg í Reykjavík í dag vegna grunsamlegra mannaferða við skólann uppúr klukkan tvö í dag. Lögregla fékk tilkynningu um að menn væru þar að bera einhvers konar vopn inn í...
21.08.2017 - 16:17

Missir félagslegt húsnæði vegna framkvæmda

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, vegna þess að það á að rífa húsið. Lögmaður mannsins segir að Félagsbústöðum beri að útvega honum aðra íbúð. 
21.08.2017 - 15:38

Sauðfé verði fækkað um 20%

Stefnt er að því að fækka sauðfé um allt að 20% hér á landi til lengri tíma í því skyni að draga úr framleiðslu á lambakjöti. Þetta kemur fram í hugmyndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að leysa vanda...
21.08.2017 - 15:37

Ljóst að átök áttu sér stað inni í bílnum

Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður segir að það hafi strax sést þegar lögregla hafði uppi á rauða Kia Rio-bílnum í Kópavogi að hann væri blóðugur. „Það var ljóst að það höfðu átök átt sér stað inni í bílnum.“ Leifur sagði að lögreglan hefði...

Farþeganum hafi verið boðin aðstoð

Manni, sem var handtekinn fyrir að framvísa fölsuðu kennivottorði á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn, var boðin öll sú aðstoð sem fyrir hendi var meðan hann var í umsjá lögreglu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum....
21.08.2017 - 15:11

Skólasetningu frestað vegna magakveisu

Fyrirhugaðri skólasetningu í Hvassaleiti, sem er önnur starfsstöð Háaleitisskóla, sem fara átti fram á morgun hefur verið frestað vegna magakveisu meðal starfsfólks. Nú er unnið að því að kanna ástæður veikindanna í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit...
21.08.2017 - 15:06

Fyrrverandi kærasta: Drukkinn en rólegur

Fyrrverandi kærasta Nikolaj Olsens sagði hann hafa verið auðheyrilega drukkinn en mjög rólegan þegar hún ræddi við hann nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Þetta kom fram í aðalmeðferð yfir Thomasi Møller Olsens sem ákærður fyrir morðið á Birnu en...

Mikið annríki hjá hálendisvakt Landsbjargar

Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefur þurt að sinna allt að tuttugu verkefnum á dag það sem af er sumri. Forgangsútköllum hefur fjölgað mikið, þar sem ferðamenn ýmist slasast eða veikjast alvarlega.
21.08.2017 - 12:57