Innlent

Búist við stormi suðaustantil

Austanstormur skellur á suðaustanverðu landinu á morgun með talsverðri rigningu. Vindhraðinn verður mestur undir Eyjafjöllum og austur í Öræfasveit og geta vindhviður náð í 35 metra á sekúndu. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands má búast við...
29.03.2017 - 22:41

300 íbúðir rísa á Kirkjusandi

Reykjavíkurborg og Íslandsbanki skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu við Kirkjusand á atvinnuhúsnæði og 300 íbúðum. Til stendur að byggja, alls hátt í 80 þúsund fermetra.
29.03.2017 - 22:06

Leggja fram tillögu um þjóðaratkvæði

Þingflokkur Pírata lagði í dag fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um samningaviðræður við Evrópusambandið. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla vorið 2018 um hvort hefja eigi að...
29.03.2017 - 21:44

„Þeir fari bara til andskotans“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir hroka og yfirgang forsvarsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vera óþolandi og heilu bæjarfélögunum sé haldið í heljargreipum með því að hóta að fara með fiskvinnslu úr landi. Ásmundur Friðriksson...
29.03.2017 - 20:52

Ólafur og dularfullu útlendingarnir

Hvers vegna ætti einhver að hafa áhyggjur af því þó Ólafur Ólafsson væri í samskiptum við útlendinga, spurði verjandi meðan á aðalmeðferð Al Thani-málsins stóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2013. Spurninguna bar hann upp eftir að saksóknari...
29.03.2017 - 20:45

Farþegar komnir aftur inn á brottfararsvæði

Allir farþegar voru komnir aftur inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar um klukkan átta, fjórum klukkustundum eftir að flugvöllurinn var rýmdur. Það var gert vegna þess að farþegar flugvélar sem kom frá Grænlandi fóru ekki í gegnum venjubundna...
29.03.2017 - 20:36

Ekki aðkallandi að rannsaka einkavæðinguna

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að búið sé að skoða einkavæðingu bankanna margoft og að ekki sé aðkallandi að rannsaka hana. Hann útiloki þó ekki að einstakir þættir verði rannsakaðir ef góð ástæða er til.
29.03.2017 - 20:12

„Leit út eins og gljáfægður hlandkoppur“

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður efast um að Ólafur Ólafsson hafi verið sá eini í S-hópnum sem hafi vitað af blekkingum um aðkomu þýska bankans að kaupunum á Búnaðarbankanum. Vilhjálmur sakar stjórnvöld á þessum tíma um sinnuleysi að hafa ekki áttað...
29.03.2017 - 19:55

Hyggjast hækka skatt á ferðaþjónustu

Fækka á undanþágum í virðisaukaskattkerfinu og færa meðal annars ferðaþjónustuna úr lægra skattþrepinu í það hærra. Samhliða því á að lækka hærra þrepið. Forsætisráðherra segir þetta gert til að gera kerfið sanngjarnara og skilvirkara.
29.03.2017 - 19:47

Í varðhaldi vegna gruns um svik á leigumarkaði

Halldór Viðar Sanne, sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku fyrir umfangsmikla svikamyllu fyrir nokkrum árum, var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann er grunaður um að hafa haft fé af...
29.03.2017 - 19:30

Vill að sala Landsbankans verði líka rannsökuð

Valgerður Sverrisdóttir, sem var viðskiptaráðherra þegar Búnaðarbankinn var seldur, segir að það hafi verið áfall að heyra hvers kyns var. Hún segir málið lykta af markaðsmisnotkun. Hún telur rétt að sala Landsbankans verði einnig rannsökuð.
29.03.2017 - 18:19

Enginn þekkir huldufélag sem fékk milljarða

Afar takmarkaðar upplýsingar eru til um félagið Dekhill Advisors sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni á móti Ólafi Ólafssyni. Félagið fékk 46,5 milljónir dollara í sinn hlut sem á þeim tíma nam 2,9 milljörðum króna. Það eru...
29.03.2017 - 18:11

Ólafur: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði

Ólafur Ólafsson, sem borinn er þungum sökum í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á hlut ríksins í Búnaðarbankanum, sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann gerir fáar efnislegar...
29.03.2017 - 17:35

Ólafur og Guðmundur gerðu athugasemd við Finn

Lögmenn Ólafs Ólafssonar og Guðmundar Hjaltasonar gerðu athugasemdir við hæfi Finns Vilhjálmssonar, starfsmanns rannsóknarnefndar Alþingis sem skilaði af sér skýrslu í dag. Þeir töldu að vegna tengsla sambýliskonu hans við lögmannsstofuna Advel...
29.03.2017 - 17:06

Búið að opna Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði

Búið er opna veginn milli norðanverðra og sunnanverðra Vestfjarða og því styttist leiðin frá Bíldudal á Ísafjörð um meira en 300 kílómetra. Í dag lauk Vegagerðin við að moka Dynjandisheiði en áður var búið að moka Hrafnseyrarheiði.
29.03.2017 - 16:57