Birna Brjánsdóttir

Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Hennar hafði verið saknað frá því aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um manndráp.

Sarpurinn

Mynd með færslu

Lögregluvaktin

Chicago PD III
27/04/2017 - 22:20
Mynd með færslu

Veðurfréttir

27/04/2017 - 22:15
Mynd með færslu

Tíufréttir

27/04/2017 - 22:00
HACAT_V46

Í ljósi sögunnar

Haymarket
28/04/2017 - 09:05
Mynd með færslu

Fréttir

28/04/2017 - 09:00
Mynd með færslu

Morgunfréttir

28/04/2017 - 08:00
Mynd með færslu

Morguntónar

28/04/2017 - 06:03
Mynd með færslu

Fréttir

28/04/2017 - 06:00
Mynd með færslu

Fréttir

28/04/2017 - 01:00
Mynd með færslu

Krakkafréttir

27. apríl 2017
27/04/2017 - 18:50
Mynd með færslu

Litli prinsinn

Little Prince III
27/04/2017 - 18:25
Mynd með færslu

Skólahreysti

Úrslit
26/04/2017 - 20:15

Fréttir

Vissu snemma að Birnu hefði verið ráðinn bani

Héraðsdómur Reykjaness hefur aflétt trúnaði sem var á gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Thomasi Möller Olsen, þrítugum Grænlendingi, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Úrskurðirnir sýna að umfangsmikil lögreglurannsókn á hvarfi hennar...

Þekjufrumur Birnu og Olsens á skóreim hennar

Þekjufrumur bæði frá Birnu Brjánsdóttur og Thomasi Møller Olsen fundust á skóreim á skóma sem Birna átti. Skórnir fundust á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar 14. janúar. Myndabandsupptökur sýna að Kia Rio bifreið sem Møller Olsen var með á leigu, var...

Verjandinn fékk tveggja vikna viðbótarfrest

Verjandi Thomasar Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, fékk í dag tveggja vikna viðbótarfrest til að fara frekar yfir gögn málsins. Næsta fyrirtaka í málinu verður því 9. maí.

Biðla til fanga fyrir hönd Thomasar

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hélt fund í fangelsinu á Hólmsheiði nýlega. Þar var biðlað til annarra fanga að sýna Thomasi Møller Olsen, sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, virðingu...

Handtakan um borð í Polar Nanoq var flóknust

Það flóknasta í rannsókn morðins á Birnu Brjánsdóttur var að handtaka grænlensku skipverjana tvo um borð í togaranum Polar Nanoq í efnahagslögsögu annars lands. Þetta kom fram í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjónsins sem stýrði rannsókninni, í...

Veit ekki af hverju Olsen neitar hasshlutanum

Saksóknari segist ekki vita af hverju Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, neitaði sök fyrir dómi í síðari lið ákærunnar um stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann hefur við rannsókn málsins játað að hafa haft fíkniefnin...

Thomas Olsen segist saklaus af morðinu á Birnu

Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna máls Birnu Brjánsdóttur síðan um miðjan janúar, neitaði því við þingfestingu málsins rétt í þessu að hafa myrt Birnu. Hann neitaði því jafnframt að hafa flutt til...

Danskur túlkur viðstaddur þingfestinguna

Aðalmeðferðin í máli Thomasar Møller Olsen, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, verður túlkuð á móðurmál hans eða grænlensku og sér saksóknaraembættið um að útvega þann túlk. Danskur túlkur verður hins vegar við þingfestinguna...

Veittist að Birnu í rauða Kia Rio-bílnum

Thomas Møller Olsen, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna máls Birnu Brjánsdóttur, er ákærður fyrir að hafa veist að henni í rauðum Kia Rio-bíl nálægt flotkvínni í Hafnarfjarðarhöfn laugardaginn 14. janúar. Hann er sagður hafa slegið hana ítrekað...

Mál Thomas Møller Olsen þingfest á mánudag

Mál Thomas Møller Olsen, sem er ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot, verður þingfest í hádeginu á mánudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þar mun hann að öllum líkindum taka formlega afstöðu til ákærunnar en Olsen hefur...

Hinn skipverjinn ekki lengur sakborningur

Hinn skipverjinn af Polar Nanoq, sem sat tvær vikur í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknar lögreglu á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, hefur ekki lengur réttarstöðu sakbornings í málinu. Lögmaður mannsins segist ekki búast við öðru en að hann...

Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur

Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Ákæran var kynnt þegar embættið fór fram á áframhaldandi 4...

Verður leiddur fyrir dómara í dag

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í 10 vikur og ákæruvaldið hefur því tvær vikur til viðbótar til að gefa út ákæru en ekki...

Sóttu gögn í máli Birnu - myndskeið

Embætti héraðssaksóknara tók í dag formlega við máli Birnu Brjánsdóttur.  Lögregla hefur lokið rannsókn málsins en gögnin fylla margar möppur.  Þar á meðal eru gögn sem varða rannsókn á munum, fatnaði og öðru slíku.

Héraðssaksóknari: „Þessi tími verður að duga“

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, vill ekki gefa upp hvort þær fjórar vikur sem embættið hefur til að gefa út ákæru í máli Birnu Brjánsdóttur sé of knappur tími. Hann segir að embættið hafi verið í samskiptum við lögregluna á...