RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Ófærð besta sjónvarpsþáttaröð í Evrópu árið 2016

Verðlaunaafhending Prix Europa - Ófærð vinnur bestu leiknu þáttaröð Evrópu 2016
 Mynd: RÚV
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð vann evrópsku sjónvarpsverðlaunin fyrir bestu sjónvarpsþáttaröð í Evrópu árið 2016.

Verðlaunin voru afhent á Prix Europa hátíðinni í Berlín 21. október. Forsvarsmenn RÚV eru viðstaddir hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku.

Fyrir skömmu var tilkynnt að Rvk Studios og RÚV vinna að þróun annarrar seríunnar sem verði frumsýnd á RÚV 2018.