RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Mér við hlið, Nótt og Til mín komin áfram í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú
Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú
Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú
Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú
Þrjú lög komust í kvöld áfram í úrslitakeppni forkeppni Eurovision.

 

Það eru lögin Mér við hlið eftir Rúnar Eff Rúnarsson sem hann flytur sjálfur, Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson í flutningi Arons Hannesar Emilssonar og Til mín eftir Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur sem þau Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja.

Höfundar og flytjendur sex laga öttu kappi á fyrra undanúrslitakvöldi forkeppni Eurovision í Háskólabíó í kvöld og í beinni útsendingu á RÚV. Eftir flutning og atkvæðagreiðslu voru úrslitin tilkynnt á tíunda tímanum í kvöld. Fyrsta lagið sem var kynnt áfram var lagið Mér við hlið og í kjölfarið Nótt og Til mín. Þessi lög eru því komin áfram í úrslitakvöldið eftir tvær vikur. Hin þrjú lögin sem verða þá í keppninni verða valin á seinna undanúrslitakvöldinu, eftir viku.

Emmsjé Gauti tók lag Páls Óskars, Minn hinsti dans, á undankeppninni í kvöld. Lagið var framlag Íslands til Eurovisionkeppninnar árið 1997 og endaði þá í tuttugasta sæti og fékk einungis 18 stig. Í upphafi útsendingar fyrr um kvöldið sagði Gauti í viðtali við Atla Stein að þetta væri eina Eurovisionlagið sem hann hefði getað hugsað sér að flytja.

Atriðin má sjá í frétt af RÚV.is hér.