RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Kóðinn tilnefndur til norrænna sprotaverðlauna

Mynd með færslu
Kóðinn 1.0 er meðal þeirra sprotaverkefna sem tilnefnd eru til Nordic Startup Awards, sem eru verðlaun norrænna sprotafyrirtækja, í flokki verkefna sem haft hafa mest samfélagsleg áhrif.

Nordic Startup Awards hafa verið veitt síðustu fimm ár eða síðan 2012. Fyrirtæki og einstaklingar hljóta tilnefningar í tólf flokkum en hvert Norðurlandanna á fulltrúa í keppninni. Verðlaunin eru veitt fimm eða fleiri sem skarað hafa fram úr á sínu svæði.

Kóðinn 1.0 er meðal þeirra íslensku verkefna sem tilnefnd eru en hér má sjá allar íslenskar tilnefningar.

Kosning hófst 1. júlí á netinu og lokað verður fyrir atkvæðagreiðslu þann 22. ágúst. Úrslit verða svo kynnt 1. september. Kóðann má kjósa hér.