RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Hulli – ný þáttaröð hefst annað kvöld á RÚV

Dóra Jóhannsdóttir og Ólafur Ásgeirsson.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Þórhallur Þórhallsson og Jóhannes Ingi Torfason.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Fannar Freyr Gunnarsson og Ragnar C. Rúnarsson.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Hera, Sigurjón og Hugleikur.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Arnór Pálmi Arnarson og Magnús Sigurgeirsson.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Andrea Guðný Hauksdóttir, Júlía Bríet Baldursdóttir og Viktor Jónsson.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Sirrý Margrét Lárusdóttir, teiknar bakgrunna fyrir Hulla og  Smári Pálmarsson.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Dominique Gyða Sigrúnardóttir og Alba Solis.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Stefán Hjalti Garðarsson og Haukur Valdimar Pálsson.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Bylgja Babylon og Margrét Erla Maack.
 Mynd: Freyja Gylfadóttir  -  RÚV
Ný Hullasería hefur göngu sína á RÚV annað kvöld kl 21:30. Þar segir frá listamanninum Hulla og nánustu vinum hans í Reykjavík nútímans þar sem himinninn er alltaf grár og mannlífið alltaf litríkt.

 

 

Þar birtast fyrirferðarlitli bróðirinn Þorri, miðbæjarrottan Bergljót, gillzaði Garðbæingurinn Svanur og gjörspillti umboðsmaðurinn Kiddý. Síðasta þáttaröð endaði á því að Hulli seldi Kölska sál sína, vann Óskarinn og flutti til Hollywood. Sagan heldur áfram.

Fyrstu tveir þættir seríunnar verða forsýndir Bíó Paradís í dag, miðvikudaginn 22. febrúar. Húsið opnar kl 17 en sýning hefst kl. 18.

Nánar um þættina
Hulli er teiknuð útgáfa af höfundi þáttanna, Hugleiki Dagssyni. Hann býr í Reykjavík og er listamaður á niðurleið. Dónalegar myndasögur hans, sem hafa notið töluverðrar velgengni, eru hættar að seljast. Vinir Hulla eru vafasamur hópur. Umboðsmaður hans, Kiddý, er siðlaus eiturlyfjaneitandi með geðhvarfaröskun. Þorri er bróðir Hulla. Hann er lágmæltur rómantíker sem lætur Hulla vaða yfir sig. Bergljót, vinkona Hulla, er eilífðarstúdent. Hún tekur sig alvarlega sem femínista en sækist þó stanslaust eftir viðurkenningu karlmanna. Svanur, bernskuvinur Hulla, er hnakki eins og þeir gerast hnakkalegastir. Hann var einu sinni nörd, en sveik lit þegar hann byrjaði að stunda líkamsrækt. Hulli fyrirgefur honum það seint. Þessi skrautlegi vinahópur hjálpar Hulla í hamingjuleitinni en ekkert virðist ganga upp hjá honum. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.
 

Aðstandendur
Karakterhönnun: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Teikningar: Hugleikur Dagsson
Stjórnandi teiknimyndagerðar: Kristján Freyr Einarsson
Teiknimyndasmiðir: Kristján Freyr Einarsson, Friðrik Snær Friðriksson, Sigrún Hrefna Lýðsdóttir.
Leikraddir: Hugleikur Dagsson, Þormóður Dagsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Anna Svava Knútsdóttir, Sigurjón Kjartansson
Handritshöfundar: Hugleikur Dagsson, Þormóður Dagsson, Anna Svava Knútsdóttir
Hugmyndasmiðir: Hugleikur Dagsson, Þormóður Dagsson, Anna Svava Knútsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Árni Vilhjálmsson
Tónlist: Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar
Hljóðvinnsla: Friðrik Sturluson
Framkvæmdastjóri: Björg Pjetursdóttir
Framleiðendur: RVK Stúdíós - Sigurjón Kjartansson og Magnús Viðar Sigurðsson
Yfirframleiðandi: Baltasar Kormákur
Leikstjóri: Hugleikur Dagsson