Hryðjuverk

Handtekinn vegna hryðjuverka í Katalóníu

Spænska lögreglan hefur marokkóskan mann í haldi vegna gruns um að hann tengist hryðjuverkunum í Barselóna og annars staðar í Katalóníu í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið í Madríd greindi frá þessu í dag. Hinn handtekni er búsettur á Spáni. Hann...
22.09.2017 - 07:49

Sjötti maðurinn handtekinn fyrir sprengjuárás

Lundúnalögreglan handtók í nótt sautján ára pilt í tengslum við rannsóknina á sprengjuárás í neðanjarðarlest í Lundúnum síðasta föstudag. Þar með hafa sex manns verið handteknir vegna árásarinnar, sem rannsökuð er sem hryðjuverk. Pilturinn var...
21.09.2017 - 03:53

Viðbúnaður í Bretlandi á næstefsta stigi

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverk á Bretlandi hefur verið lækkað úr því hæsta á næstefsta. Innanríkisráðherrann Amber Rudd tilkynnti  þetta í ávarpi í dag.
17.09.2017 - 15:11

Hæsta viðbúnaðarstig á Bretlandi

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka er á hæsta stigi á Bretlandi. Lögreglan í Lundúnum leitar nú ákaft þeirra sem sprengdu sprengju í jarðlestarstöð í Parsons Green í vesturhluta borgarinnar í gærmorgun. 29 særðust í sprengingunni. Hundruð...
16.09.2017 - 09:44

Hermenn grunaðir um hryðjuverkastarfsemi

Breska lögreglan handtók í dag breska hermenn sem grunaðir eru um að skipulagningu hryðjuverka. Talið er að mennirnir séu í samtökunum National Action - samtökum nýnasista; sömu samtökum og maður var í sem myrti þingkonuna Jo Cox síðasta sumar....
05.09.2017 - 11:33

Grunaður hryðjuverkamaður lést í fangelsi

Maður sem var handtekinn í maí, grunaður um aðild að hryðjuverkasamtökum, fannst í morgun látinn í fangaklefa í Hamborg. Maðurinn hengdi sig, að því er blaðamenn Spiegel hafa eftir heimildamönnum sínum. Þetta er í annað sinn á einu ári sem grunaður...
30.08.2017 - 13:39

Árásarmaðurinn í Turku nafngreindur

Finnska lögreglan staðfesti í dag að maðurinn sem myrti tvo vopnaður hnífi á markaðstorgi í borginni Turku átjánda þessa mánaðar hafi verið Abderrahman Mechkah, hælisleitandi frá Marokkó, fæddur árið 1994. Mechkah kom til Finnlands snemma árs í...
27.08.2017 - 13:59

Þremur sleppt úr haldi í Finnlandi

Finnska lögreglan hefur sleppt þremur af sjö mönnum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn á hnífaárás í borginni Turku á föstudaginn fyrir viku. Tveir létu lífið og átta særðust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk.
26.08.2017 - 14:33

Handtekinn vegna gruns um hryðjuverk

Hollenska lögreglan handtók í nótt rúmlega tvítugan mann í héraðinu Brabant í suður Hollandi vegna gruns um að hann tengdist meintri hryðjuverkaárás í Rotterdam.
24.08.2017 - 13:10

Tveir handteknir vegna hryðjuverks í Turku

Lögreglan í Turku í Finnlandi handtók í dag tvo menn vegna rannsóknar á hnífaárás í borginni á föstudaginn var. Fjórir til viðbótar eru í haldi vegna árásarinnar. Hún er rannsökuð sem hryðjuverk. Tveir létu lífið og átta særðust. Átján ára...
23.08.2017 - 14:25

Tillerson þjarmar að stjórnvöldum í Pakistan

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði pakistönsk stjórnvöld við því í gær, að Pakistan ætti á hættu að glata stuðningi Bandaríkjanna að miklu leyti, ef ekki yrði snögg og gagnger breyting á framgöngu þeirra gegn öfgamönnum og...
23.08.2017 - 05:54

Ætluðu að nota 120 gaskúta í hryðjuverkaárás

Hryðjuverkahópurinn, sem skipulagði tvær hryðjuverkaárásir á Spáni í vikunni, var með 120 gaskúta í húsi í smábænum Alcanar. Lögreglan telur að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að koma gaskútunum fyrir í ökutækjum sem síðan átti beita í nokkrum...
20.08.2017 - 14:18

Telja að árásin í Turku hafi beinst að konum

Finnska lögreglan telur að árásin í Turku, þar sem tveir létust og átta særðust, hafi beinst að konum. Hún er nú rannsökuð sem hryðjuverk. Maðurinn sem er í haldi, grunaður um ódæðisverkið, er 18 ára og frá Marokkó líkt og flestir tilræðismennirnir...
19.08.2017 - 12:40

Segjast hafa leyst upp hryðjuverkasellu

Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, segir að spænsku lögreglunni hafi tekist að eysa upp hryðjuverka-selluna sem skipulagði árásirnar í Katalóníu á fimmtudag. Zoido segir að í hópnum hafi verið tólf ungir menn, þeir hafi flestir verið frá...
19.08.2017 - 11:32

Bílstjórinn hugsanlega enn á lífi og á flótta

Spænska lögreglan telur nú 22 ára gamall maður, Younes Abouyaaqoub, sé bílstjóri sendiferðabílsins sem ók á fólk á Römblunni í Barselóna á fimmtudag. Lögregla leitar hans nú, en óttast er að hann hafi komist til Frakklands á flóttanum.
19.08.2017 - 09:06