Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Get ég horft á RÚV í gegnum gervihnött?

Gervihnattarútsendingu verður haldið áfram en hún er ekki hluti dreifikerfis RÚV heldur þjónusta sem Fjarskiptasjóður kom á laggir með aðstoð Ríkisútvarpsins. 

Frá árinu 2007 voru útsendingar aðgengilegar á grundvelli samnings stjórnvalda við Telenor sem gerður var í kjölfar útboðs á vegum Fjarskiptasjóðs. Útsendingin var einkum ætluð sjófarendum og íbúum á svæðum þar sem móttökuskilyrði hafa verið erfið. Samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára en var framlengdur þrisvar um eitt ár í senn. Síðan voru veitt fjármagn á fjáraukalögum til að endurnýja samninginn við Telenor og auk þess lögðu nokkur ráðuneyti til framlög til málsins. Útsendingarnar voru á vegum stjórnvalda en Ríkisútvarpið aðstoðaði við framkvæmd og hvatti til þess að áfram yrði boðið upp á þessa þjónustu. 

Þegar fjármagn til þessara útsendinga var á þrotum var leitað leiða til að tryggja þær til framtíðar. Árlegur kostnaður vegna gervihnattarútsendinganna var um 40 m.kr. Þess má geta að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við RÚV í júní 2014 að tryggja yrði fjármagn fyrir varanlega lausn enda litu stjórnvöld á það sem ákveðinn þátt í grunnþjónustu Ríkisútvarpsins að koma efni til sjófarenda og á svæði þar sem móttökuskilyrði væru erfið. Í framvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2014 lagði fjármálaráðherra til að hækka fjárframlag ríkisjóðs til málsins um 10 m.kr. aukalega, eða alls 40 m.kr. til að halda útsendingum út árið. Auk þess sem á árinu 2015 skuli fundinn varanleg lausn á málinu þar sem útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir að einungis væri hægt að framlengja samninginn við Telenor út árið 2014. Alþingi að hafnaði hins vegar tillögu fjármálaráðherra í fjáraukalögum fyrir árið 2014. Fjármagn til gervihnattarútsendinga var því á þrotum og samningur við Telenor um útsendingar rann út í byrjun árs 2015.

RÚV rekur víðfemt dreifikerfi og skömmu eftir áramót 2015 lauk uppbyggingu nýs, stafræns dreifikerfis sem leysir eldra kerfi af hólmi. Nýja kerfið nær til 99,9% landsmanna.

Birt : 01.12.2014 - 16:55

Tengdar spurningar

Get ég horft á RÚV í gegnum gervihnött?

Gervihnattarútsendingu verður haldið áfram en hún er ekki hluti dreifikerfis RÚV heldur þjónusta sem...

Ég sé ekki sjónvarpsútsendinguna. Hvað er að?

Margt kemur til greina og fer eftir því hvernig þú tekur á móti sjónvarpsmerkinu.Helstu þættir sem g...

Ég finn ekki uppáhaldsþáttinn minn í leigunni (VOD). Af hverju ekki?

RÚV rekur ekki leigurnar. Það gera símafyrirtækin Vodafone og Síminn og hafa heimild til að birta ák...

Hvernig næ ég RÚV2

RÚV2 má finna á útsendingarkerfum Vodafone og Símans.Vodafone:Útsendingarnar nást á öllu adsl/ljósle...

Hvað er Sarpurinn?

Sarpurinn er vefupptökusafn RÚV. Þar er safnað saman upptökum af Rás 1, Rás 2 og RÚV til spilunar á...