Heilbrigðismál

Munu skoða að herða eftirlit með fitufrystingu

Settur landlæknir segir embættið taka ábendingar formanns lýtalæknafélagsins, um aukið eftirlit með fitufrystingaraðgerðum, alvarlega. Eitt versta kalsárstilfelli eftir fitufrystingu, sem sést hefur í heiminum, kom upp hér á landi á síðasta ári.
25.07.2017 - 12:37

Hugarafl lagt niður að óbreyttu

Enginn möguleiki er að halda úti starfsemi Hugarafls með þeim fjármunum sem nú er áætlað að veita til samtakanna. Formaðurinn segir að starfsfólki verði sagt upp í september og starfsemin hægt og rólega lögð niður ef ekki fæst meira fé.
25.07.2017 - 10:25

Laus við HIV eftir stutta lyfjameðferð

Barn sem greindist með HIV veiruna við fæðingu fyrir tíu árum síðan er nú einkennalaust eftir stutta lyfjameðferð skömmu eftir fæðingu. Barnið hefur ekki þurft frekari lyfjagjöf síðan. Guardian greinir frá þessu og hefur eftir vísindamönnum sem eru...
25.07.2017 - 06:23

Geðheilbrigðismiðstöð fyrir ungt fólk vantar

Mun fleiri ungmenni eiga við geðræn vandamál að stríða nú en fyrir fimm árum og hefur ungum körlum með geðraskanir fjölgað sérstaklega. Yfirlæknir á bráðageðdeild segir brýnt að koma á fót sérstakri geðheilbrigðismiðstöð fyrir ungt fólk.
24.07.2017 - 10:25

Læknar vilja áfengisgjald á Englandi

Breskir læknar krefjast þess að áfengisgjald verði tekið upp í landinu til að berjast gegn lifrarsjúkdómum. Guardian greinir frá þessu. Talið er að áfengisneysla eigi eftir að leiða til nærri 63 þúsund dauðsfalla á Englandi næstu fimm ár verði...
24.07.2017 - 03:39

Segir ástandið kalla á bráðabirgðaúrræði

Löng bið eftir félagslegu húsnæði á Íslandi gæti talist mannréttindabrot, samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum. Félagsmálaráðherra segir að bregðast hefði þurft fyrr við húsnæðisvandanum.
23.07.2017 - 21:00

Vill ítarlega greiningu á félagslega kerfinu

Formaður velferðarnefndar segir óásættanlegt að fólki sé haldið á spítölum lengur en þörf krefur. Hún leggur til að í haust verði ráðist í ítarlegar greiningar á ástandinu í félagslega húsnæðiskerfinu.
23.07.2017 - 12:47

Fleiri ungir á örorku vegna geðraskana

Ungum körlum á örorku vegna geðraskana hér á landi hefur fjölgað um 27 prósent síðan árið 2012. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á því hvað veldur. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir ljóst að hluti þeirra veikist andlega eftir neyslu kannabisefna.
23.07.2017 - 12:25

600 árlega í meðferð við kannabisfíkn

Á milli 30 og 40 ungir einstaklingar veikjast árlega hér á landi af geðrofssjúkdómum í kjölfar kannabisneyslu. Þá hefur körlum, 30 ára og yngri, sem fara á örorku vegna geðraskana fjölgað um 27 prósent síðan árið 2012.
23.07.2017 - 12:06

„Fólk bíður hér í algjörri óvissu“

Það getur tafið bata sjúklinga að útskrifast ekki af spítala þegar heilsa þeirra leyfir. Þetta segir félagsráðgjafi á Grensásdeild. Sjúklingar liggja mánuðum saman á deildinni vegna skorts á húsnæði. 
22.07.2017 - 19:10

Enn er tekist á um örlög Charlie Gard

Foreldrar Charlie Gard, 11 mánaða bresks drengs sem er í dái og getur ekki andað, borðað eða hreyft sig sjálfur, berjast enn fyrir því að fá að fara með son sinn til Bandaríkjanna í tilraunameðferð. Bandarískur taugasérfræðingur segir engar...
22.07.2017 - 13:41

Kallar eftir betri úrræðum við legslímuflakki

Prófessor við læknadeild Harvard-háskólans kallar eftir sérhæfðari þjónustu fyrir konur sem greinast með endómetríósu hérlendis. Ráðstefnu um endómetríósu og meðferð við henni lauk í dag.
21.07.2017 - 20:00

Brann illa á höndum af bjarnarkló í Reykjavík

Barnabarn Ingibjargar Dalberg, íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur, brann illa á báðum höndum af bjarnarkló, eða risahvönn, þegar hann var að reita illgresi í garði ömmu sinnar. Ingibjörg segir í færslu á Facebook að planta við bensínstöð við Ægissíðu hafi...
20.07.2017 - 15:49

„Heilinn er mikilvægt og viðkvæmt líffæri“

Höfuðhögg eru í eðli sínu hættuleg og geta valdið varanlegum skaða, segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Oft sleppur fólk vel en engin ástæða er til að treysta á að svo mikilvægt líffæri sleppi vel.
20.07.2017 - 09:33

„Við vitum allt of lítið um rafsígarettuna“

Of mikil óvissa er um skaðsemi rafsígarettna til að rétt sé að gera aðgengi að þeim auðveldara en að hefðbundnum sígarettum. Þetta segir Valgerður Sigurðardóttir, læknir og formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands. Hún segir að börn séu auðveld...
20.07.2017 - 08:28