Heilbrigðismál

Tvöfalt fleiri útlendingar á geðdeild

Tvöfalt fleiri útlendingar hafa legið á geðdeildum í ár en í fyrra. Landpítalinn hefur ráðið pólskan geðlækni í tilraunaverkefni sem miðast við að sinna pólsku- og enskumælandi sjúklingum. Aukningin starfar fyrst og fremst af fjölgun ferðamanna og...
27.05.2017 - 10:19

Háar sektir fyrir að bólusetja ekki börnin

Foreldrar í Þýskalandi sem ekki fara með börnin sín í bólusetningu gætu átt von á háum sektum, jafnvirði nærri 300 þúsund íslenskra króna. Heilbrigðisráðherra Þýskalands segir nauðsynlegt að bregðast við mislingafaraldri í landinu og víða í Evrópu.
26.05.2017 - 20:14

Vantar hjúkrunarfræðinga um allan heim

Um 130 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalanum. Ekki hefur tekist að fullmanna sumarafleysingar á spítalanum, sem þýðir að starfandi hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna mörg hundruð yfirvinnutíma í sumar. Dæmi eru um að sjúklingar liggi á...
26.05.2017 - 18:49

400 vaktir ómannaðar á bráðadeild í sumar

Hjúkrunarfræðingar á bráðadeild Landspítalans þurfa að taka um 400 aukavaktir til að mæta skorti á starfsfólki í sumar. „Hjúkrunarfræðingar okkar þurfa að vinna gríðarlega yfirvinnu svo við náum að manna deildina í sumar,“ segir Ragna Gústafsdóttir...
26.05.2017 - 10:55

„Þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sagði það vera ógeðfellda aðför að sjálfstæði Landspítalans að ætla að setja stjórn yfir spítalann. Hann gagnrýndi tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis þess efnis. Með því væri verið að...
26.05.2017 - 10:51

Lengra fæðingarorlof til að tryggja rétt barna

Nýtt frumvarp sem nú er hjá velferðarnefnd alþingis gerir ráð fyrir að fæðingarorlof þeirra sem þurfa að sækja fæðingarþjónustu fjarri heimili sínu verði lengt. Þeir foreldrar sem búa við skerta fæðingarþjónustu geta þurft að vera fjarri heimilum...
25.05.2017 - 12:47

Draga úr rétti sjúklinga til að höfða mál

Minnihluti velferðarnefndar Alþingis leggst gegn því að lögum um sjúklingatryggingu verði breytt þannig að réttur sjúklinga til að höfða mál verði skertur. Stjórnarliðar segja að Sjúkratryggingar verði að fá rúm til að taka sínar ákvarðanir. 
25.05.2017 - 10:33

„Þetta mun alltaf vera með mér“

Tryggingar ná ekki yfir sálfræðimeðferð í kjölfar áfalla, svo sem vegna alvarlegra slysa eða hryðjuverkaárása. Ung íslensk kona sem varð vitni að hryðjuverkunum í Stokkhólmi er enn að glíma við eftirköstin. 
24.05.2017 - 19:34

Skoða áhrif skertrar fæðingarþjónustu

Streita á meðgöngu getur haft slæmar afleiðingar fyrir barnið. Þetta segir hjúkrunarfræðinemi sem hyggst rannsaka streitu kvenna sem búa við skerta fæðingarþjónustu. Fæðingarstöðum hefur fækkað mikið á landinu undanfarin ár.  
24.05.2017 - 12:19

Viðræður þokast í rétta átt

Haldinn var árangursríkur fundur í kjaradeilu sjúkraflutningamanna í gær og þokast viðræður í rétta átt. Enn hefur engin uppsögn tekið gildi. 
24.05.2017 - 09:47

Lítill stuðningur við einkarekstur

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands. Þetta á við hvort sem spurt er um rekstrarform sjúkrahúsa,...
24.05.2017 - 07:29

Jáeindaskanninn tekinn í notkun í haust

Jáeindaskanninn verður tekinn í notkun á Landspítalanum í september gangi áætlanir eftir. Þetta kemur fram í ársskýrslu sjúkrahússins. Jáeindaskanninn og húsið undir hann var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu til þjóðarinnar og er verðmæti...
23.05.2017 - 15:40

Ekkert í staðinn fyrir skerta fæðingarþjónustu

Meira álag og fjárhagsáhyggjur fylgja því að eignast barn, fyrir þá sem eru búsettir þar sem er ekki fæðingarþjónusta. Þetta segir móðir á Patreksfirði. Ekkert hafi komið í staðinn fyrir fæðingarþjónustuna þar og ábyrgðinni verið varpað á foreldra.
22.05.2017 - 15:33

Gera sígarettupakkana eins ljóta og hægt

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi stefna að því að gera tóbaksreykingar eins óspennandi og hægt er. Héðan í frá má einungis selja sígarettur í mosagrænum pökkum. Viðvörun um hætturnar af reykingum eiga að ná yfir allt að tveimur þriðjuhlutum umbúða.
20.05.2017 - 20:00

Áfengisfrumvarpið - ruddaskapur í meirihluta

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins er æf yfir framgangi meirihluta Allsherjar- og menntamálanefndar sem hafi rifið áfengisfrumvarpið út úr nefndinni í gær. Það sé gífurlega ruddaleg framkoma því miklar breytingar hafi verið gerðar á...
20.05.2017 - 12:23