Heilbrigðismál

Ekki náðist að gera allar aðgerðirnar

Ekki tókst að gera allar aðgerðir á sjúklingum, sem samið var um fyrir ári, í sérstöku átaki um styttingu biðlista. Átakið heldur áfram. Einkarekna læknastöðin Klínikin er ekki með í því átaki og ekki stendur til að semja við hana um aðgerðir sem...
23.03.2017 - 18:43

Heilsa og öryggi Skagamanna skipti öllu máli

Bæjarstjórinn á Akranesi, Sævar Freyr Þráinsson segir ánægjulegt að hafin sé sérstök rannsókn á vísbendingum um að mergæxli séu algengari á Akranesi en annars staðar. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hver orsökin sé.
23.03.2017 - 11:57

Óttarr: Enginn nýr samningur við Klíníkina

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vísaði á bug á Alþingi í morgun þeim orðrómi að búið væri að skrifa undir leyfi til Klíníkurinnar um sjúkrahúsrekstur, það sé heldur ekki í farvatninu og standi ekki til umfram þá samninga sem nú þegar séu í gildi....
23.03.2017 - 11:13

Góðærið fer illa með hjartað

Efnahagsleg uppsveifla, góðæri, getur í sumum tilfellum aukið á heilsuvandamál fólks. Þórhildur Ólafsdóttir nýdoktor við Háskóla Íslands og heilsuhagfræðingur hefur rannsakað samspil efnahagsumhverfis og heilsufars en hún segir að til að mynda megi...
22.03.2017 - 15:04

Rannsaka áhrif stóriðju á hærri tíðni mergæxla

Prófessor í blóðsjúkdómum við Háskóla Íslands segir vísbendingar um að mergæxli séu algengari á Akranesi, en annars staðar á landinu. Hann hyggst rannsaka, í samstarfi við alþjóðleg krabbameinssamtök, hvort rekja megi hærri tíðni krabbameins í bænum...
22.03.2017 - 12:45

Létust vegna sílíkonpúða í brjóstum

Talið er að níu konur hafi látist í Bandaríkjunum úr sjaldgæfu krabbameini sem tengt er ígæðslu sílíkonpúða í brjóst. Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að sjúkdómurinn sem er einkenndur er með skammstöfuninni ALCL, hafi fyrst verið greindur árið...
22.03.2017 - 09:08

Mörg ungmenni verða öryrkjar af kannabisneyslu

Þeim ungmennum fjölgar sem lenda í geðrænum vanda af kannabisreykingum. Dæmi eru um að öflugir námsmenn verði öryrkjar á tveimur til þremur árum af völdum reykinganna, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. 30 til 40 ungmenni á ári veikjast af tvíþættum...
21.03.2017 - 18:05

9 mánaða barn greindist með mislinga

Níu mánaða gamalt barn hefur greinst með mislinga hér á landi. Barnið kom á bráðamóttöku Barnaspítalans á sunnudag vegna veikinda. Sýni staðfestu að það væri með mislinga. Barnið þurfti ekki að leggjast inn á spítalann vegna veikindanna. Vegna ungs...
21.03.2017 - 16:26

Vilja að forstjóri bregðist við deilum á HVEST

Um tuttugu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði hafa skorað á forstjóra að bregðast við síendurteknum deilum innan stofnunarinnar. Þótt stofnunin hafi áður reynt að bregðast við hafi það verið án árangurs.
21.03.2017 - 13:07

Mislingabóluefni vantaði fyrir misskilning

Nóg er til af bólefni gegn mislingum á landinu þótt fólk hafi fengið önnur skilaboð á heilsugæslu miðbæjar. „Þetta er byggt á einhverjum misskilningi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Byrjað er að hafa samband við þá sem þurftu frá að...
21.03.2017 - 12:59

Höfnuðu rannsókn á hinsegin geninu

Samtökin sjötíu og átta hafa hafnað beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu í dag.
21.03.2017 - 07:06

Langflest börn skráð hjá tannlækni

Ríkisendurskoðun telur ekki lengur ástæðu til að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014 um að það láti rannsaka tannheilsu barna.
20.03.2017 - 15:48

Hefur gefið um 90 lítra af blóði - Myndskeið

„Kunningi minn vestur á fjörðum gerir alltaf grín og segir að það geti ekki verið að það komi svona mikið blóð úr svona litlum manni,“ grínaðist Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum, þegar hann var lagstur á bekkinn í Blóðbankunum...
20.03.2017 - 12:28

Fjalla um plastbarkamálið í næstu viku

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur plastbarkamálið til umfjöllunar í næstu viku. Áttundi sjúklingurinn, af níu, sem ítalski læknirinn Paolo Macchirarini græddi í plastbarka er nú látinn. Tveir íslenskir læknar aðstoðuðu við fyrstu...
20.03.2017 - 11:54

Enn einn plastbarkaþeginn látinn

Áttundi plastbarkaþeginn er látinn. Alls græddi ítalski læknirinn Paolo Macchiarini plastbarka í níu sjúklinga og eru átta þeirra látnir. Macchiarini sætir rannsóknum í nokkrum löndum. Hann græddi plastbarka í menn án þess að prófa aðferðina fyrst á...
20.03.2017 - 10:21