Handbolti

Stjarnan jafnaði - Ragnheiður aftur hetja Fram

Undanúrslit kvenna í handknattleik héldu áfram í dag þegar tveir leikir fóru fram. Haukar tóku á móti Fram og á Seltjarnarnesi mættust Grótta og Stjarnan.
23.04.2017 - 18:10
Mynd með færslu

Haukar – Fram

Bein útsending frá öðrum leik Hauka og Fram í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta. Fram vann fyrsta leik liðanna 23-22, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum.
23.04.2017 - 16:00

Framarar með forystu í einvíginu

Fram og Haukar mætast öðru sinni í dag í undanúrslitaeinvíginu í Olísdeild kvenna. Framarar eru yfir í einvíginu eftir að hafa tryggt sér sigur með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn.
23.04.2017 - 10:00

Valsmenn fara með átta marka sigur til Rúmeníu

Valur hafði betur gegn rúmenska liðinu Potaissa Turda í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu.
22.04.2017 - 19:30

KR komið í úrslitaeinvígið

KR vann annan leik sinn í undanúrslitaeinvíginu gegn Víkingum í umspili um sæti í Olís-deild karla í handbolta. Sigurinn þýðir að KR-ingar leika að öllum líkindum í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
22.04.2017 - 18:30

Þróttarar tryggðu sér oddaleik

Þróttur hafði betur gegn ÍR í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur leiksins voru 27-25 og tókst Þrótturum því að tryggja sér oddaleik í einvíginu.
22.04.2017 - 16:08

Gylfi lagði upp í sigri Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson var að venju í byrjunarliði Swansea í dag þegar Swansea mætti Stoke City. Íslenski landsliðsmaðurinn lagði að sjálfsögðu upp fyrra mark Swansea en markið skoraði Fernando Llorente á 10. mínútu. Seinna mark Swansea skoraði svo...
22.04.2017 - 15:57

FH-ingar unnu annan leikinn í röð

FH er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir þriggja marka sigur.
22.04.2017 - 14:57

„Biðlum til fólks að koma í höllina“

Karlalið Vals í handbolta mætir rúmenska liðinu Potaissa Turda í fyrri leik undanúrslita Áskorendabikars Evrópu í Valshöllinni klukkan 18:00 í kvöld.
22.04.2017 - 14:00

Gunnar hættur með Gróttu

Gunnar Andrésson handknattleiksþjálfari karlaliðs Gróttu frá árinu 2013 hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins. Þetta staðfesti hann í samtali við RÚV rétt í þessu.
21.04.2017 - 14:41

Grótta vann Stjörnuna í vítakastkeppni

Grótta náði óvænt 1-0 forystu í einvíginu gegn deildarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í dag. Tvær framlengingar og vítakastkeppni þurfti til að fá fram úrslit.
20.04.2017 - 19:46

Formaður Selfoss: Snýst ekki um nein nöfn

Margir handboltaþjálfarar hafa sett sig í samband við stjórn handknattleiksdeildar Selfoss og lýst yfir áhuga á að taka við þjálfun meistaraflokks karla. Stjórnin hefur mátt sæta nokkurri gagnrýni eftir að ákvörðun var tekin um að framlengja ekki...
20.04.2017 - 17:56

Sigurmark Fram úr aukakasti á lokasekúndunni

„Ég veit ekki hvað ég gerði þarna í lokin. Ég man ekki neitt.“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir hetja Fram en mark hennar úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn tryggi Fram 23-22 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu gegn...
20.04.2017 - 16:23

Selfoss gagnrýnt fyrir að láta Stefán fara

Handknattleiksdeild Selfoss hefur ákveðið að framlengja ekki samning við Stefán Árnason þjálfara meistaraflokks karla sem lætur því af störfum. Stefán segir að ákvörðunin hafi komið sér á óvart en tveggja ára samningi hans var að ljúka.
20.04.2017 - 12:54

FH yfir í einvíginu

Mikil spenna var í leik Aftureldingar og FH sem mættust í Kaplakrika í kvöld í seinni undanúrslitaviðureign kvöldsins. Áður hafði Valur unnið Fram í Safamýri.
19.04.2017 - 21:44