Handbolti

Nóg um að vera í Evrópuhandboltanum

Margir Íslendingar voru eldlínunni í Evrópuhandboltanum í dag. Aron Kristjánsson varð í dag danskur meistari þegar lærisveinar hans í Aalborg unnu Skjern. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru í liði Rhein-Neckar Löwen sem lagði...
28.05.2017 - 17:48

Magnús Óli til Vals

Handknattleiksmaðurinn Magnús Óli Magnússon er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Vals. Hann gerði tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið.
26.05.2017 - 15:46

Ágúst Þór tekur við Val

Ágúst Þór Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta. Þetta staðfesti Valur á Facebook-síðu sinni. Ágúst var síðast þjálfari karlaliðs KR sem vann sér sæti í úrvalsdeild í vor en var í kjölfarið lagt niður.
26.05.2017 - 15:27

Axel valdi 22 í æfingahóp

Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur valið 22 leikmenn til æfinga 6.-18. júní næstkomandi. Íslenska liðið heldur til Danmerkur í júlí og býr sig undir forkeppni HM sem hefst í haust.
26.05.2017 - 12:38

Steinunn og Theodór kosin leikmenn ársins

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Fram, og Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, voru í gær valin best í Olís deildum kvenna og karla á lokahófi Handknattleikssambands Íslands. Mikið var um dýrðir og fjöldi verðlauna veittur.
25.05.2017 - 13:44

Aron Pálmarsson meistari með Veszprém

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er ungverskur meistari í handbolta með liði sínu Veszprém. Þetta er tíunda árið í röð sem Veszprém fagnar titlinum.
24.05.2017 - 19:50

„Þegar mikið var í húfi stigum við upp“

Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í handbolta karla, segir síðastliðna leiktíð hafa verið ákaflega reynsluríka fyrir sig og liðið. Valur vann tvöfalt í ár eftir 58 leikja tímabil.
22.05.2017 - 18:46

Juric spilar ekki á Hlíðarenda á næstu leiktíð

Einn besti leikmaður Íslandsmeistara Vals á tímabilinu, króatíska skyttan Josip Juric, leikur ekki með Hlíðarendaliðinu á næstu leiktíð. 
22.05.2017 - 12:51

Ásbjörn: „Dauðafærin sem skilja að“

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í liði FH þegar það tapaði fyrir Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Ásbjörn skoraði sex mörk en liðinu gekk samt sem áður bölvanlega að skora í síðari hálfleik leiksins í dag.
21.05.2017 - 18:29

Halldór: „Við skorum ekki í seinni hálfleik“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði fyrir Val á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla nú rétt í þessu.
21.05.2017 - 18:18

Sigurður Ingiberg: „Saug í mig stemmninguna"

„Ég náði að sjúga stemmninguna í mig og þar af leiðandi að spila vel. Vörnin var líka geggjuð,“ sagði Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður og hetja Valsmanna sem urðu Íslandsmeistarar í handbolta í Kaplakrika í dag.
21.05.2017 - 18:08

„Ég bjóst aldrei við þessu, þetta er frábært“

Óskar Bjarni Óskarsson, annar af þjálfurum Vals var eðlilega mjög sáttur með sigur liðsins á FH í dag en Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla með sjö marka sigri í Kaplakrika nú rétt í þessu.
21.05.2017 - 18:04

Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta

Valur varð nú rétt í þessu Íslandsmeistari karla í handbolta þegar þeir sigruðu FH í Kaplakrika. Var þetta hreinn og beinn úrslitaleikur um titilinn en fyrir leikinn í dag höfðu liðin unnið tvo leiki hvort. Eftir að hafa verið undir í næstum 40...
21.05.2017 - 17:39

Orri Freyr: „Mikið undir en þetta er veisla“

Núna klukkan 16:00 hefst úrslitaleikur FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handkneittleik. Leikurinn fer fram á heimavelli FH í Kaplakrika.
21.05.2017 - 15:48

Stefnir í troðfullt hús í Kaplakrika

FH og Valur mætast í fimmta og síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik klukkan 16:00 í dag. Staðan í einvíginu milli liðanna er 2-2 og því er um hreinan úrslitaleik að ræða. Það stefnir í troðfullt hús í Kaplakrika og...
21.05.2017 - 11:42