Golf

Birgir Leifur lék þriðja hring á 71 höggi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram leik á Opna Kasakstan-mótinu en það er hluti af áskorendamótaröð Evrópu.
23.09.2017 - 11:52

Valdís Þóra úr leik á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Costa del Sol Open-mótinu sem fram fór í Andalúsíu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
22.09.2017 - 18:59

Axel Bóasson bar sigur úr býtum

Kylfingurinn Axel Bóasson, úr Keili, gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á Twelve Championship-mótinu í Danmörku í dag. Mótið er hluti af Nordic Tour-mótaröðinni en þetta er í annað sinn sem Axel vinnur mót á mótaröðinni en það er eingöngu...
22.09.2017 - 17:23

Birgir Leifur í gegnum niðurskurð í Kasakstan

Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á sterku golfmóti í Kasakstan í áskorendamótaröð Evrópu í morgun. Birgir Leifur var á þremur höggum undir pari og það nægði honum til að komast í gegnum niðurskurð. 
22.09.2017 - 13:27

Ljóskúlur í myrkrinu

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar stóð fyrir skemmtilegu móti í kvöld. Leikið var golf í myrkri með sjálflýsandi bolta. Kylfingarnir voru á öllum aldri og það mátti greina nokkra eftirvæntingum meðal þeirra sem mættu á félagssvæði GKG skömmu áður...
21.09.2017 - 21:54

Valdís Þóra meðal neðstu kylfinga

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er meðal neðstu kylfinga eftir fyrsta hring á Andalúsíumótinu í golfi sem er liður í Evrópumótaröðinni. Hún lék fyrsta hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og er 6 höggum frá niðurskurðarlínu. Hún er í 122. sæti af...
21.09.2017 - 16:51

Allir Íslendingarnir komust áfram

Þrír íslenskir atvinnukylfingar eru að keppa í úrslitakeppni á Nordic Tour mótaröðinni í golfi sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu og komust þeir allir í gegnum niðurskurðinn í dag. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er aðeins...
21.09.2017 - 16:41

Birgir Leifur í 62. sæti af 132 kylfingum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í 62. sæti af 132 kylfingum að loknum fyrsta hring á opna Kasakstanmótinu í golfi sem er liður í Áskorendamótaröð Evrópu. Hann lék fyrsta hringinn í dag á pari.
21.09.2017 - 16:16

Ólafía hefur þénað um 20 milljónir á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hækkar upp um 15 sæti á heimslistanum í golfi og er núna í 182. sæti. Hún hefur farið upp um 522 sæti á einu ári. Hún er í 69. sæti á peningalista LPGA mótaraðarinnar og er á góðri leið með að tryggja sér fullan...
20.09.2017 - 10:27

Í gegnum niðurskurð á risamóti í fyrsta sinn

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Evian risamótinu í Frakklandi. Þetta er þriðja risamót hennar á árinu en í fyrsta sinn sem hún kemst í gegnum niðurskurð á stórmóti á LPGA-mótaröðinni.
16.09.2017 - 17:44

Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir 2. hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk nú fyrir stundu leik á öðrum hring Evian meistaramótsins í golfi sem er síðasta risamót ársins. Ólafía er á mörkum þess að komast í gegnum niðurskurðinn.
16.09.2017 - 12:14

Ólafía í efri hlutanum eftir fyrsta hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fugl á lokaholunni á fyrsta hring Evian meistaramótsins í golfi í dag og lék hringinn á pari. Mótið sem fram fer í Évian-les-Bains í Frakklandi er fimmta og síðasta risamót ársins og það þriðja sem Ólafía tekur þátt...
15.09.2017 - 16:25

Ólafía hefur leik klukkan 11.09

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik klukkan 11.09 að íslenskum tíma á Evian meistaramótinu í golfi í Frakklandi. Mótið, sem er síðasta risamót ársins, hófst í gær en fresta varð keppni vegna veðurs og hefur verið ákveðið að fella fyrsta hringinn...
15.09.2017 - 10:23

Keppni á Evian mótinu frestað til morguns

Ekki verður spilað meira á Evian golfmótinu í Frakklandi í dag vegna veðurs. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er meðal keppenda og átti rástíma kl. 11:09 að íslenskum tíma í dag. Aðeins nokkrir kylfingar hófu keppni snemma í morgun í Frakklandi, en...
14.09.2017 - 13:57

Veður setur strik í reikninginn hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun ekki hefja keppni á Evian mótinu í golfi í Frakklandi klukkan 11:09 eins og til stóð. Mikill vindur og rigning er á keppnissvæðinu í Évian-les-Bains í Frakklandi þar sem mótið fer fram og þurfti að stöðva leik um...
14.09.2017 - 10:22