Golf

Mynd með færslu

Íslandsmótið í golfi - Lokahringurinn

Íslandsmótinu í golfi lýkur á Hvaleyrarvelli í dag. RÚV sýnir beint frá lokahringnum og hefst útsending klukkan 14.30.
23.07.2017 - 14:28

Gífurleg spenna fyrir lokahringinn

Það er mikil spenna í kvennaflokki þegar þrír af fjórum hringjum á Íslandsmótinu í golfi eru búnir. Fyrir lokahringinn eru þrír kylfingar jafnir í efsta sæti en þær Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnhildur...
22.07.2017 - 17:12

Ólafía Þórunn einu höggi undir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði í gegnum niðurskurðinn á LPGA mótinu Marathon Classic sem fram fór í dag. Hún var á einu höggi undir pari og það ætti að duga til að tryggja henni þáttökurétt á degi tvö.
21.07.2017 - 20:54

Ömurlegt veður hafði ekki áhrif á Spieth

Í dag lauk öðrum degi af fjórum á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Konunglega Birkdale vellinum í Southport. Þema dagsins var leiðinlegt veður en fresta þurfti leik um tíma vegna rigningar. Jordan Spieth lét það ekki á sig fá og er í...
21.07.2017 - 19:54

Vikar og Ragnhildur efst eftir fyrsta dag

Íslandsmótið í golfi árið 2017 á Eimskipsmótaröðinni hófst á morgun, leikið er á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Alls eru 141 keppendur skráðir til leiks, 112 karlar og 29 konur.
20.07.2017 - 20:15

Valdís Þóra endaði níu höggum yfir pari

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Trump vellinum í New Jersey í Bandaríkjunum. Opna bandaríska er eitt af fimm risamótum hvers árs á LPGA mótaröðinni. Valdís komst inn á mótið eftir góðan árangur á...
14.07.2017 - 18:59

Valdís á sex yfir pari eftir fyrsta hring

Valdís Þóra Jónsdóttir lauk nú í hádeginu við fyrsta hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Trump vellinum í New Jersey í Bandaríkjunum. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari, og ljóst að hún þarf að hafa sig alla við á...
14.07.2017 - 12:24

Í beinni: Valdís Þóra á Opna bandaríska

Valdís Þóra Jónsdóttir hóf nú klukkan 18:20 leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Trump National-vellinum í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum.
13.07.2017 - 19:06

Valdís Þóra hefur leik á Opna bandaríska í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur í dag leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Trump National-vellinum í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum.
13.07.2017 - 15:09

Trump skyggir á US Open

Valdís Þóra Jónsdóttir verður á morgun annar íslenski kylfingurinn til að keppa á risamóti í golfi þegar hún hefur leik á opna bandaríska. Aldrei þessu vant hefur sviðsljósið ekki verið á kylfingunum heldur Donald Trump Bandaríkjaforseta.
12.07.2017 - 21:45

Anna Sólveig fór holu í höggi á EM

Kvennalandslið Íslands í golfi hóf í dag keppni á Evrópumótinu í liðakeppni sem fram fer á Montado Resort í Portúgal. Íslenska liðið er í næst neðsta sæti af alls 19 þjóðum sem taka þátt. Ísland er á +23 samtals en Portúgal er á +24 í neðsta sætinu.
11.07.2017 - 21:49

Beint af risamóti í golfi á Íslandsmót

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku á Hvaleyrarvelli. Valdís verður meðal keppenda á opna bandaríska, einu af fimm risamótum ársins í kvennaflokki og hefst í New...
10.07.2017 - 16:51

Ólafía: Pirrandi að missa þrjú eins metra pútt

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segist mjög stolt af því að hafa náð tveggja stafa tölu undir pari á LPGA mótaröðinni í golfi en hún varð í 36. sæti á Thornberry Creek Classic mótinu sem lauk í gærkvöld. Ólafía lék lokahringinn á pari en alls lék hún...
10.07.2017 - 09:30

Ólafía lék lokahringinn á pari

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lauk leik á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag. Ólafía lék hringinn í dag á pari og lauk leik á tíu höggum undir pari.
09.07.2017 - 19:45

Ólafía Þórunn á lokahringnum í Wisconsin

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur nú fjórða og síðasta hringinn á Thornberry Creek Classic-mótsins í Wisconsin. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.
09.07.2017 - 15:36