Frjálsar

Usain Bolt hljóp 100m á 9.95 í kvöld

Hinn áttfaldi Ólympíumeistari Usain Bolt hljóp í kvöld 100 metrana á 9.95 sek í lokahlaupi sínu á Demantamótaröðinni sem fram fer í Mónakó. Var þetta í fyrsta skipti á árinu sem Bolt hleypur á undir 10 sek í ár.
21.07.2017 - 20:16

Aníta: „Taldi raunhæft að reyna við gullið“

Í dag skrifuðu Valitor og Frjálsíþróttasamband Íslands undir fjögurra ára samstarfssamning. Þar náði RÚV tali af Anítu Hinriksdóttur en hún vann silfur í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumóti 23 ára og yngri á dögunum.
19.07.2017 - 20:02

Arna Stefanía: „Fór vel hægt af stað“

Í dag skrifuðu Valitor og Frjálsíþróttasamband Íslands undir fjögurra ára samstarfssamning. Þar náði RÚV tali af Örnu Stefaníu Guðmundsdóttir en hún vann brons í 400 metra grindahlaupi kvenna á Evrópumóti 23 ára og yngri á dögunum.
19.07.2017 - 19:24

Helgi vann silfur á HM í London

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson gerði sér lítið fyrir og nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti fatlaðara sem fram fer í London. Helgi keppir í fötlunarflokki 42-44 en það er flokkur aflimaðra.
18.07.2017 - 19:38

Arna Stefanía nældi sér í brons - Myndskeið

Arna Stefanía Guðmundsdóttir nældi sér í brons í 400 metra grindahlaupi á Evrópumóti 23 ára og yngri nú fyrr í dag. Arna Stefanía er annar Íslendingurinn til að næla sér í verðlaun á mótinu á síðustu tveimur dögum en Aníta Hinriksdóttir nældi sér í...
16.07.2017 - 15:15

Arna Stefanía vann bronsverðlaun á EM

Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann nú rétt í þessu bronsverðlaun í 400 m grindahlaupi á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi. Arna Stefanía kom í mark á 56,37 sek. sem er hennar besti tími ár.
16.07.2017 - 14:07

Guðni Valur endaði í 5. sæti á EM

Guðni Valur Guðnason endaði í 5. sæti kringlukastskeppninnar á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi í dag. Lengsta kast Guðna var 57,31 metrar.
16.07.2017 - 13:36
Mynd með færslu

EM U23 í frjálsum íþróttum

Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum lýkur í Póllandi í dag. Tveir Íslendingar keppa til úrslita í dag og má sjá keppni dagsins í beinu netstreymi í spilaranum hér fyrir ofan.
16.07.2017 - 11:32

Aníta Hinriks á verðlaunapalli - Myndband

Aníta Hinriksdóttir lenti í 2.sæti á 800 metra hlaupi Evrópumóts 23 ára og yngri í Póllandi fyrr í dag. Frábær árangur hjá Anítu sem er þó eflaust frekar svekkt en það virtist allt stefna í það að hún færi heim með gullið. Hún virtist hins vegar...
15.07.2017 - 18:20

Aníta Hinriks vann silfur á EM - Sjáðu hlaupið

Aníta Hinriksdóttir lenti nú rétt í þessu í 2. sæti í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 23 ára og yngri sem fram fer í Póllandi. Aníta var skráð með besta tímann inn á mótið og hljóp á besta tímanum í undanrásunum. Hún var lengi vel í forystu í dag en...
15.07.2017 - 17:39

Arna Stefanía í úrslit EM

Arna Stefanía Guðmundsdóttir tryggði sig nú rétt í þessu í úrslit 400 m grindahlaupsins á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi. Arna Stefanía hljóp í fyrri riðli af tveimur í undanúrslitunum og kom önnur í mark í sínum riðli á...
15.07.2017 - 14:02
Mynd með færslu

EM U23 í frjálsum íþróttum

Mikið er um að vera hjá Íslendingum á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi í dag. Aníta Hinriksdóttir hleypur til úrslita í 800 m hlaupi, Sindri Hrafn Guðmundsson keppir í úrslitum í spjótkasti og Arna Stefanía Guðmundsdóttir...
15.07.2017 - 13:30

Sjáðu hlaup Kolbeins á EM U23

Kolbeinn Höður Gunnarsson keppti í dag í 200 metra hlaupi á Evrópumóti 23 ára og yngri í Póllandi.
14.07.2017 - 19:22

Arna Stefanía flaug inn í undanúrslit

Arna Stefanía Guðmundsdóttir tryggði sér nú áðan þátttökurétt í undanúrslitum í 400 m grindahlaupi á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi.l Arna Stefanía sem hljóp í fyrsta riðli undanrásanna af fjórum kom önnur í mark í sínum...
14.07.2017 - 10:58

Aníta hvíldi en Vigdís úr leik

Aníta Hinriksdóttir tók ekki þátt í undanrásum 1500 m hlaupsins á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi í dag, þrátt fyrir að hafa þátttökurétt í greininni. Aníta sem komst af öryggi í úrslit í 800 m hlaupinu í gær, ákvað að...
14.07.2017 - 10:02