Oddvitaslagur í Norðvestur hjá Framsókn

Það stefnir í oddvitabaráttu hjá framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi því Ásmundur Einar Daðason tilkynnti á kjördæmisþingi í dag að hann byði sig fram á móti oddvitanum og alþingismanninum Gunnari Braga Sveinssyni.

Falla frá samningum um sólarkísilverksmiðju

Forsvarsmenn Silicor Materials hafa fallið formlega frá þremur samningum sem þeir gerðu við Faxaflóahafnir um uppbyggingu á Grundartanga. Framkvæmdir við verksmiðju þeirra áttu að hefjast fyrir þremur árum en ekki hefur tekist að fjármagna þær.
19.09.2017 - 06:45

Annasamt hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum á landinu vegna slysa síðustu klukkustundir. Sveitir frá Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út að ganga tvö vegna manns sem féll í bratta ofan...
16.09.2017 - 15:38

Íbúum fjölgar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins

Íbúum fjölgar mikið í nágrenni höfuðborgarinnar en víðast hvar vantar húsnæði. Tvær fjölskyldur sem fluttu nýlega á Akranes segja að gæðastundum fjölskyldunnar fjölgi fjarri höfuðborginni.
21.08.2017 - 10:56

Kosið um nýtt sveitarfélag á Snæfellsnesi

Stefnt er að því að íbúar í Stykkishólmi, Grundarfirði og Helgafellssveit kjósi um það í nóvember eða desember hvort sameina eigi sveitarfélögin. Verði sameining samþykkt verður kosið í nýju sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.
16.08.2017 - 17:00

Skipverjum í neyð komið til hjálpar

Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi kom tveimur skipverjum til aðstoðar á sjötta tímanum eftir að þeir sendu út neyðarboð á Breiðafirði. Skipverjarnir voru á báti sem var við það að reka upp í Fremri Langey á innanverðum Breiðafirði....
12.08.2017 - 18:02

Vilja halda áfram ferjusiglingum yfir flóann

Bæjaryfirvöld á Akranesi vilja bjóða upp á ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur á næsta ári eins og gert hefur verið í sumar. Bæjarráð fól í vikunni Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra að hefja könnunarviðræður við Sæferðir og Reykjavík um...
12.08.2017 - 15:23

Slasaðist á fæti við Eldborg

Ferðamaður slasaðist á fæti við Eldborg á Snæfellsnesi um klukkan eitt í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út, því maðurinn getur ekki gengið og því þarf aðstoð við að koma honum í sjúkrabíl. Um þriggja kílómetra gangur er frá slysstað og að næsta...
05.08.2017 - 13:44

Búið að opna báða vegina

Búið er að opna bæði Suðurlandsveg og Vesturlandsveg, en þeim var báðum lokað vegna umferðarslysa á áttunda tímanum í morgun.
04.08.2017 - 10:09

Vill fjölga siglingum yfir Breiðafjörð

Samgönguráðherra skoðar nú að fjölga ferðum yfir Breiðafjörð milli Brjánslækjar og Stykkishólms en ferjan Baldur siglir þar á milli daglega. Jón segir vegakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum vera óboðlegt og að tryggja verði ferjusiglingarnar, sem séu...
31.07.2017 - 15:03

Skemmtiferðaskip taka víða land utan hafna

Tollvörður telur að langstærstur hluti skipa, sem taka land utan hafna, hafi fengið tollafgreiðslu. Formaður landeigendafélags við Látrabjarg hefur áhyggjur af ferðum skipanna og vill að reglur um komur þeirra og ferðir verði skýrðar.
31.07.2017 - 13:17

Segist axla fulla ábyrgð á atvikinu

Umboðsmaður skemmtiferðaskipsins Le Boreal segir misskilning hafa valdið því að hátt í tvö hundruð farþegar fóru í land á Hornströndum gær án tollskoðunar. Málið verður rannsakað af tollyfirvöldum á næstu dögum. 
30.07.2017 - 21:43

Skemmtiferðaskip kom í land án leyfis

Landhelgisgæslan hafði afskipti af franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem kom til hafnar á Akranesi í morgun. Skipstjórinn sagðist hafa sérstaka undanþágu til að fara beint í land án þess að vera afgreiddur af tolli, samkvæmt upplýsingum frá...
30.07.2017 - 16:09

Ánægður með fyrsta mánuð ferjusiglinga

Siglingar ferjunnar Akraness milli Reykjavíkur og Akraness hafa gengið prýðilega fyrsta rúma mánuðinn sem þær eru reyndar. Þetta segir Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjudeildar Eimskips sem rekur ferjuna.
28.07.2017 - 21:06

Göngukonan fundin heil á húfi

Um hálftólf í kvöld fundu björgunarsveitir á Austurlandi konu sem villtist í þoku í brattlendi við sunnanverðan Seyðisfjörð. Guðjón Már Jónsson hjá aðgerðastjórn Landsbjargar segir konuna hafa verið ómeidda og treysti hún sér til að ganga sjálf...
27.07.2017 - 01:12