Heilsa og öryggi Skagamanna skipti öllu máli

Bæjarstjórinn á Akranesi, Sævar Freyr Þráinsson segir ánægjulegt að hafin sé sérstök rannsókn á vísbendingum um að mergæxli séu algengari á Akranesi en annars staðar. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hver orsökin sé.
23.03.2017 - 11:57

Borgarnes fagnar 150 ára verslunarafmæli

Borgarnes fagnar í dag 150 ára verslunarafmæli. Af því tilefni var tekin skóflustunga að viðbyggingu og endurbótum við Grunnskólann í Borgarnesi að loknum sveitarstjórnarfundi síðdegis.
22.03.2017 - 20:01

Höfuðstöðvar þjóðgarðs fluttar frá Reykjavík

Vatnajökulsþjóðgarður er landsbyggðarstofnun og við hæfi starfsemi hans sé á landsbyggðinni, segir formaður austursvæðis þjóðgarðsins. Höfuðstöðvar hans hafa verið fluttar frá Reykjavík austur á Hérað. Sársaukalaust og sparar fé, segir...
22.03.2017 - 12:31

Opna fyrir tilboð í ferjusiglingar

Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður ætla í næstu viku að opna fyrir tilboð í tilraunaverkefni í ferjusiglingum milli sveitarfélaganna.  
20.03.2017 - 18:08

Lenti undir bifhjólinu og kafnaði

Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að útbúið verði fræðsluefni fyrir erlenda ferðamenn á bifhjólum um aðstæður á íslenskum vegum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys á Hvítársíðuvegi í Borgarfirði í maí 2015. Ökumaður missti stjórn á...
18.03.2017 - 16:49

Stutt og öflug loðnuvertíð senn á enda

Loðnuvertíðinni er nú svo gott sem lokið og örfá skip enn við veiðar. Sölumaður á frystum loðnuafurðum segir gott útlit varðandi sölu og þetta verði afar góð vertíð. Þar skipti stór og góð loðna, öflug skip og góðar aðstæður til veiða, höfuðmáli.
17.03.2017 - 12:41

Vilja útbúa ferðamannasegul á Akranesi

Akraneskaupstaður og Snæfellsbær fengu stærstu styrkina á Vesturlandi úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Akraneskaupstaður fékk 30 milljónir til að byggja heita laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi. Í rökstuðningi segir að hugmyndin sé...
15.03.2017 - 16:11

Frumvarp um nýtingu á þörungum lagt fram á ný

Stoðunum verður kippt undan lífríkinu ef of mikið er tekið af þörungum úr sjó. Þetta segir forstöðumaður rannsóknaseturs á Snæfellsnesi, einn þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarp um nýtingu á sjávargróðri. Frumvarp um breytingu á lögum um umgengni um...
14.03.2017 - 13:47

„Komið að ákveðnum kaflaskilum“ - Viðtal

Sævar Freyr Þráinsson lét í morgun af störfum sem forstjóri 365 miðla. Hann segir það eðlilegt framhald í málinu. „Það er komið að ákveðnum kaflaskilum. Við erum að skrifa undir samning við Vodafone og þá er ég búinn að ljúka þeim verkum sem ég var...
14.03.2017 - 11:59

Sævar Freyr nýr bæjarstjóri Akraness

Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Akranesi og tekur við starfinu af Regínu Ásvaldsdóttur sem var nýlega ráðin sviðsstjóri velfrerðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sævar Freyr hefur starfað sem forstjóri 365 miðla frá árinu 2014 en í...
14.03.2017 - 10:21

Meira fé verður varið til vegabóta

Auka á fjárveitingar til vegamála. Samgönguráðherra segir að brýnustu umbæturnar séu meðal annars vegurinn um Berufjarðarbotn og Skógarströnd, Dettisfossvegur og Grindarvíkurvegur. Samgönguráðherra og fjármálaráðherra ætla að funda um málið og leita...
10.03.2017 - 19:16

Vegaframkvæmdir á Vesturlandi af áætlun

Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga segir bagalegt að ekki verði af vegaframkvæmdum sem ráðast átti í á Vesturlandi á árinu, fallið sé frá öllum fyrirhugðum nýframkvæmdum á Vesturlandi á árinu.
06.03.2017 - 17:20

Vonbrigði að vegaframkvæmdum sé frestað

Formaður samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir að taka ekki mark á samgönguáætlun við gerð fjárlaga. Það séu mikil vonbrigði að enn einu sinn verði malbikun á þjóðvegi eitt um Berufjarðarbotn slegið á frest.
03.03.2017 - 08:44

Spara 200 milljónir með skertri þjónustu

Íslandspóstur telur að sparnaður af því að fækka dreifingardögum í dreifbýli nemi 200 milljónum króna árlega. Pósturinn segir beinan sparnað af aðgerðinni nema 170 milljónum króna á ári en að svigrúm til flokkunar hafi jafnframt aukist og skilað sér...
02.03.2017 - 14:43

Skíðasvæði Snæfellsness loksins opnað

Skíðasvæði Snæfellsness í Grundarfirði hefur loksins verið opnað. Þetta er í fyrsta sinn að skíðasvæðið er opið almenningi eftir að hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið. Í fyrra voru þó nokkrar tilrauna-opnanir. Undanfarið ár hefur hópur...
01.03.2017 - 10:58