Ungviði þarf ekki að bjarga

Við eigum það til að manngera ungviði og halda að það sé í hættu þótt sú sé ekki raunin. Þetta segir líffræðingur. Hún segir mikilvægt að leyfa ungviði eins og kópum að vera, þótt það virðist munaðarlaust.
29.05.2017 - 10:01

Er nafn Vestfjarðaganga úrelt?

Göngin sem tengja saman Skutulsfjörð, Önundarfjörð og Súgandafjörð á Vestfjörðum eru jafnan kölluð Vestfjarðagöng þó að nú séu að hefjast framkvæmdir við fjórðu göngin á Vestfjörðum. Opinbert heiti fyrrnefndu ganganna er Göng undir Breiðadals- og...
28.05.2017 - 13:50

Mistök við gagnavarðveislu vegna nauðgunar

Mistök við geymslu gagna er ein ástæða þess að nauðgunarkæra leiddi ekki til ákæru. Því hefur þolandinn stefnt gerendunum fyrir dóm. Nauðgunin átti sér stað á Ísafirði haustið 2014.
25.05.2017 - 12:46

Gerræðislegt að leggja niður ferðir Baldurs

Þetta er gerræðislegt, segir Jóhann Svavarsson, hótelstjóri á Patreksfirði, um þá ákvörðun stjórnvalda að leggja niður ferðir Baldurs yfir Breiðafjörð í maí. Þetta sé mikið inngrip í ferðaþjónustu á jaðarsvæðum.
25.05.2017 - 12:40

Fjarvera Baldurs hefur áhrif á ferðamennsku

Samgöngur standa í vegi fyrir því að Vestfirðir eru markaðssettir sem heilsársáfangastaður. Reynt er að lengja tímabilið með áherslu á vor og haust en fjarvera Baldurs hefur sett strik í reikninginn.
24.05.2017 - 19:07

Hefur áhyggjur af lúsaeitri við æðarvarp

Æðarbóndi í Arnarfirði hefur miklar áhyggjur af notkun lúsaeiturs í laxeldi nærri æðarvarpi. Dýralæknir MAST telur áhrif eitrunar verða lítil sem engin en bónda finnst að náttúran eigi að njóta vafans. 
24.05.2017 - 18:20

Höfðar einkamál vegna nauðgunar á Ísafirði

Tveimur erlendum karlmönnum verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og þeir krafðir um fullar bætur vegna kynferðisbrots sem þeir eru sagðir hafa framið gegn konu á þrítugsaldri á Ísafirði í september fyrir þremur árum. Málið var kært til...
24.05.2017 - 15:22

Skoða áhrif skertrar fæðingarþjónustu

Streita á meðgöngu getur haft slæmar afleiðingar fyrir barnið. Þetta segir hjúkrunarfræðinemi sem hyggst rannsaka streitu kvenna sem búa við skerta fæðingarþjónustu. Fæðingarstöðum hefur fækkað mikið á landinu undanfarin ár.  
24.05.2017 - 12:19

Notkun lyfja gegn laxalús stenst ekki vottun

Eftir lyfjameðhöndlun á laxi Arnarlax stenst sá lax ekki lengur strangar kröfur Whole Foods Market en skilyrði fyrir þeirra vottun er að engin lyf eða eiturefni séu notuð í eldinu. Forstjóri segir meðhöndlunina ekki hafa áhrif á aðrar vottanir en þá...
23.05.2017 - 17:34

Bað stúlkur um að sýna á sér brjóstin

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og umferðarlagabrot.
23.05.2017 - 12:53

Ekkert í staðinn fyrir skerta fæðingarþjónustu

Meira álag og fjárhagsáhyggjur fylgja því að eignast barn, fyrir þá sem eru búsettir þar sem er ekki fæðingarþjónusta. Þetta segir móðir á Patreksfirði. Ekkert hafi komið í staðinn fyrir fæðingarþjónustuna þar og ábyrgðinni verið varpað á foreldra.
22.05.2017 - 15:33

Stofna lýðháskóla þótt lögin vanti

Stefnt er að því að lýðháskóli hefji starfsemi sína á Flateyri haustið 2018 þrátt fyrir að frumvarp um stofnun lýðháskóla hafi ekki farið á þingmálaskrá vorþings 2017. Engin lög eru til um lýðháskóla á Íslandi. Unnið verður að verkefninu innan laga...
20.05.2017 - 14:00

Nota lyf gegn laxalús í Arnarfirði

Matvælastofnun hefur samþykkt að lúsugur lax í eldisstöð í Arnarfirði fái lyf. Talning í vor sýndi að laxalúsum fer fjölgandi og báðu forsvarsmenn eldisins því um að fá að meðhöndla fiskinn. Þetta er í fyrsta sinn frá því á níunda áratugnum sem lyf...
19.05.2017 - 18:52

Heimkomu Herjólfs seinkar

Seinkun verður á að Herjólfur komi úr slipp. Til stóð að ferjan yrði komin aftur í áætlunarsiglingar milli Eyja og Landeyjahafnar þann 21. maí en nú er ljóst að hún verður ekki komin aftur fyrr en 27. maí. Ástæðan er að viðgerð tekur lengri tíma en...
17.05.2017 - 12:10

Vilja þjóðgarð í stað Hvalárvirkjunar

Landvernd vill að í stað Hvalárvirkjunar á Ströndum verði stofnaður þjóðgarður utan um ósnortna náttúru áhrifasvæðis virkjunarinnar. Þá hafnar félagið því að fjármunum almennings sé varið í nýtt tengivirki í Ísafjarðardjúpi sem er forsenda þess að...
16.05.2017 - 12:12