Björgunarsveitir kallaðar út á tveimur stöðum

Björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi leita nú fjögurra manna á tveimur stöðum. Á ellefta tímanum barst beiðni um aðstoð við mann í vanda á Síðujökli þar sem er mikill vindur, en hann hafði ráðgert að tjalda þar í nótt. Maðurinn náði að senda boð...
28.07.2017 - 00:11

Lögregla kölluð til vegna ósáttra farþega

Lögregla var kölluð til tvívegis síðasta sólarhringinn vegna ósáttra farþega sem komust ekki með Herjólfi frá Vestmannaeyjum til Landeyjarhafnar. Fólkið átti bókað far en komst ekki með skipinu vegna þess að fjórar ferðir féllu niður. Hvorki...
27.07.2017 - 18:33

Vikuskammtur skjálfta á einum sólarhring

Skjálftarnir sem mældust í jarðskjálftahrinunum á Reykjanesi og í Kötlu í gær og í nótt voru um það bil fimm hundruð talsins. Það eru jafnmargir skjálftar og mældust á landinu öllu og landgrunninu í kringum það á heilli viku þar á undan. Í þeirri...
27.07.2017 - 11:13

Peningarnir verði að finnast

Stefnt er að því að endurræsa verksmiðju United Silicon á næstu dögum. Starfsemi kísilversins hefur legið niðri síðan 17. júlí eftir óhapp sem varð þegar verið var að tappa fljótandi kísilmálmi af ofni verksmiðjunnar. Félagsdómur dæmdi fyrirtækið...
26.07.2017 - 19:21

Tveir stórir í dag - venjulega einn á ári

Tveir skjálftar um fjórir að stærð, norðaustur af Grindavík í dag, fundust alla leið upp í Borgarfjörð. Á þriðja hundrað skjálftar hafa orðið í dag og þrír á hverri mínútu nú síðdegis. 
26.07.2017 - 18:03

Skjálftinn í morgun var á þekktu skjálftasvæði

Stærsti jarðskjálftinn í skjálftahrinunni við Fagradalsfjall í morgun var 3,9. Þetta er þekkt skjálftasvæði, sagði Kristín Jónsdóttir, jarðvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Erfitt er að segja til um framhaldið. „Það geta komið stærri skjálftar á...
26.07.2017 - 12:41

Umferðartafir við Ölfusárbrú

Umferðartafir urðu í morgun við Ölfusárbrú við Selfoss vegna vegarframkvæmda. Fólki var vísað út af þjóðvegi eitt og bent á að fara hjáleið til að komast leiðar sinnar. Stefnt er að því að opna þjóðveg eitt um níu leytið.
26.07.2017 - 07:58

Aðstoðuðu konu sem slasaðist á göngu

Björgunarsveitarmenn komu konu til aðstoðar þegar hún hrasaði og slasaðist við göngu í Bláhnjúk við Landmannalaugar í dag. Konan gat ekki gengið af sjálfsdáðum eftir slysið og því fóru björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landmannalaugum á vettvang...
22.07.2017 - 15:19

Hrasaði á Bláhnjúk

Kona slasaðist á göngu í Bláhnjúk við Landmannalaugar í dag og eru björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landmannalaugum komnir konunni til aðstoðar. Konan hrasaði og getur ekki gengið af sjálfsdáðum. Konan hrasaði í þónokkrum bratta og...
22.07.2017 - 13:32

Notuðu dróna við leit í Hvítá

Fimm hópar björgunarsveitarfólks leituðu í dag mannsins sem féll í Gullfoss í fyrradag. Drónar gegndu lykilhlutverki við leitina í dag en bátar með björgunarsveitarmönnum voru til taks ef á þyrfti að halda. Leitin bar ekki árangur í dag en...
21.07.2017 - 18:18

Bagalegt að vegurinn sé í svo slæmu standi

Þungar rútur eiga ekki að keyra um vegkaflann þar sem rúta valt á hliðina í gær, sem þó er hluti af hinum svokallaða Gullhring og vinsæl ferðamannaleið. Þetta segir forstöðumaður framkvæmdasviðs hjá Vegagerðinni. Hann segir bagalegt að vegurinn sé...
20.07.2017 - 12:52

Ekki leitað af sama þunga og í gær

Leit er hafin að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. Björgunarsveitarmenn eru flestir komnir að fossinum og leita meðfram ánni í dag. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að það verði meðal annars leitað með drónum í...
20.07.2017 - 10:41

Engin vitni að brunanum á Stokkseyri

Aðfaranótt sunnudags gjöreyðilagðist íbúðarhús í eldi á Stokkseyri. Engin vitni hafa gefið sig fram með upplýsingar um eldsvoðann þrátt fyrir óskir lögreglunnar á Suðurlandi. Kona sem var inni í húsinu, þegar eldurinn kviknaði, liggur enn á spítala...
20.07.2017 - 10:06

Óska upplýsinga um mannaferðir á Stokkseyri

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir upplýsingum um mögulegar mannaferðir á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags, þegar íbúðarhús gjöreyðilagðist í eldi. Kona liggur á spítala með brunasár eftir eldsvoðann. Til stendur að fjarlægja rústir hússins í dag.
19.07.2017 - 12:21

Fært í Þórsmörk á breyttum jeppum

Ekki þurfti að kalla út björgunarsveitir vegna veðurs á Suðurlandi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fauk vinnupallur á Selfossi í rokinu og var það eina tjónið sem tilkynnt var. Búið er að opna veginn um Fjallabaksleið nyrðri...
19.07.2017 - 11:21