Farangursvagn skemmdi flugvél

Seinkun varð á flugi Air Iceland Connect frá Akureyri til Reykjavíkur, sem átti að leggja af stað klukkan rúmlega átta í kvöld, þar sem farangursvagn á Akureyrarflugvelli fór utan í vélina og rispaði hana.
29.05.2017 - 20:49

15 ára við björgunarstörf eftir flugslys

70 ár eru í dag, 29. maí, liðin frá því Douglas Dakota vél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði. Allir um borð í vélinni, 25, létust. Vélin var í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta er mannskæðasta flugslys sem orðið hefur á...
29.05.2017 - 16:08

Enn óánægja meðal sjúkraflutningamanna

Skiptar skoðanir eru um nýtt kjarasamkomulag milli Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og ríkisins. Sjúkraflutningamenn í hlutastarfi á Blönduósi hafa ekki dregið uppsagnir til baka og einn þeirra er hættur. 
29.05.2017 - 12:28

Bíll í sjóinn í Eyjafirði

Lítill fólksbíll fór í sjóinn við afleggjarann að Laugalandi í Eyjafirði laust fyrir hádegi í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist ekki. Bíllinn er mikið skemmdur.
29.05.2017 - 12:13

Mikið gras og sláttur að hefjast í Eyjafirði

Bændur í Eyjafirði eru farnir að munda sláttuvélarnar og undirbúa túnslátt. Tveir slógu lítilsháttar í gær og það er mun fyrr en venjulega. Talsvert gras er komið á tún og bændur bíða eftir betri veðurspá til að geta byrjað fyrir alvöru.
29.05.2017 - 09:50

Línuframkvæmdir hafnar á ný eftir veturinn

Framkvæmdir við lagningu Kröflulínu 4 eru hafnar á ný eftir veturinn. Framvinda verksins gæti ráðist í Hæstarétti og hvort hægt verður að afhenda raforku til kísilversins á Bakka á réttum tíma. Þar fæst úr því skorið hvort eignarnám vegna línunnar...
26.05.2017 - 18:53

Sjúkraflutningamenn semja

Samningar tókust í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og viðsemjenda þeirra nú á sjötta tímanum. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segist sáttur við niðurstöðuna og vonast til að...
26.05.2017 - 17:50

Ræða tillögur frá ríkinu

Samningafundur verður haldinn í fjármálaráðuneytinu klukkan eitt í dag í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og viðsemjenda þeirra. Sjúkraflutningamennirnir ætluðu að láta af störfum fyrir viku en frestuðu því og standa vonir til að...
26.05.2017 - 13:06

Aukið samstarf norðlenskra framhaldsskóla

Samstarf milli framhaldsskóla á Norðausturlandi verður aukið frá og með næsta hausti. Breytingar á skólaári Menntaskólans á Akureyri auðvelda samstarfið. Samkennsla gæti leitt til fjölbreyttara námsframboðs og mætt þeirri áskorun sem felst í fækkun...
26.05.2017 - 09:49

Skjálftahrina við Kolbeinsey

Jarðskjálftahrina hefur verið við Kolbeinsey síðan á miðnætti en verulega dró úr henni með morgninum. Tveir skjálftar af stærðinni þrír og hálfur og 3,6 hafa mælst.
25.05.2017 - 14:31

Íslandsmet í frjókornum á óvenjulegum tíma

Aldrei hafa mælst hærri frjótölur á Íslandi heldur en á Akureyri um helgina. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar segir afar óvenjulegt að birki og annar gróður blómstri svona mikið á þessum árstíma.
24.05.2017 - 22:41

Ekkert Síldarævintýri 2017

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að Síldarævintýrið á Siglufirði verði ekki haldið í ár. Enginn hafi sýnt því áhuga að halda hátíðina og bæjarfélagið muni ekki gera það.
24.05.2017 - 16:17

Vilja stöðva lagningu hitaveitu um land sitt

Eigendur jarðar í Húnaþingi vestra vilja stöðva lagningu hitaveitu í Miðfirði þar sem þeir telja sveitarfélagið ekki hafa leyfi til að grafa hitaveitulögn í gegnum land þeirra. Lögregla var kölluð til og málið tilkynnt til Skipulagsstofnunar....
24.05.2017 - 12:30

Skoða áhrif skertrar fæðingarþjónustu

Streita á meðgöngu getur haft slæmar afleiðingar fyrir barnið. Þetta segir hjúkrunarfræðinemi sem hyggst rannsaka streitu kvenna sem búa við skerta fæðingarþjónustu. Fæðingarstöðum hefur fækkað mikið á landinu undanfarin ár.  
24.05.2017 - 12:19

Viðræður þokast í rétta átt

Haldinn var árangursríkur fundur í kjaradeilu sjúkraflutningamanna í gær og þokast viðræður í rétta átt. Enn hefur engin uppsögn tekið gildi. 
24.05.2017 - 09:47