Trump kemur Kushner til varnar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur komið Jared Kushner tengdasyni sínum til hjálpar vegna nýrra ásakana um samskipti við Rússa. Trump hefur gefið út yfirlýsingu í stórblaðinu The New York Times þar sem hann ber lof á það mikilvæga starf sem...
29.05.2017 - 09:22

Segir hryðjuverkamenn vilja granda flugvélum

Bandaríkjastjórn íhugar nú alvarlega að banna fartölvur í farþegarýmum flugvéla á öllum flugleiðum til og frá Bandaríkjunum. Frá þessu greindi John Kelly, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, í dag.
29.05.2017 - 03:46

Fjöldamorð í Mississippi

Karlmaður skaut átta manns til bana í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld. Hann lét til skarar skríða í þremur húsum í Lincoln-sýslu, skaut lögreglumann og þrjár konur til bana í einu húsi, tveir drengir urðu fórnarlamb í því næsta og...
29.05.2017 - 00:17

Breytinga að vænta í starfsliði Trumps

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst gera talsverðar breytingar á starfsliðinu í kringum sig. Þar á meðal er sagt að hann ætli að fá lögmenn til að fara yfir færslur hans á Twitter áður en hann birtir þær, og fá nýja menn í stöður sinna...
28.05.2017 - 04:10

Clinton skaut fast á Trump

Hillary Clinton skaut föstum skotum í átt til Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, þegar hún hélt ræðu fyrir útskriftarnemendur Wellesley kvennaháskólans í Massachusetts. Hún líkti stjórnartíð forsetans við þann sem var við völd þegar hún...
27.05.2017 - 07:14

Kushner bað um leynilínu til Rússlands

Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, óskaði eftir því við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum að komið yrði á leynilegri samskiptalínu við rússnesk stjórnvöld. Dagblaðið Washington Post greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum bandarískum...
27.05.2017 - 01:41

Réðst á blaðamann í fyrradag – þingmaður í dag

Glen Gianforte, frambjóðandi Repúblikana, hlýtur laust þingsæti Montana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann hefur hlotið ríflega helming atkvæða þegar eftir á að telja fjórðung þeirra. Gianforte var kærður fyrir líkamsárás í fyrradag, eftir að...
26.05.2017 - 06:25

FBI vill ná tali af tengdasyni Trumps

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, beinir nú sjónum sínum að tengdasyni Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á tengslum starfsliðs forsetans við rússnesk stjórnvöld. NBC fréttastofan í Bandaríkjunum og Washington Post greindu frá þessu í kvöld.
25.05.2017 - 23:29

Spá níu fellibyljum á Atlantshafi í ár

Veðurfræðingar í Bandaríkjunum spá því að ellefu til sautján hitabeltisstormar myndist á Atlantshafi í sumar. Horfur eru á að af þeim verði allt að níu að fellibyljum. Fellibyljatíminn hefst um næstu mánaðamót.
25.05.2017 - 17:55

Frambjóðandi Repúblikana ræðst á fréttamann

Óvenjuleg uppákoma varð í grillveislu frambjóðanda Repúblikana í Montana til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gærkvöld. Þar er frambjóðandinn sakaður um að hafa ráðist að blaðamanni, gripið hann um hálsinn og hent honum í gólfið.
25.05.2017 - 04:43

Trump við Duterte „Þú vinnur frábært starf“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í hástert fyrir framgöngu hans í baráttunni gegn fíkniefnum í samtali þeirra í síðasta mánuði. Þúsundir hafa látist í aðgerðum lögreglu og eru stjórnvöld sökuð um...
24.05.2017 - 10:19

Kennedy ólst upp í skugga eldri bróður

Þegar bandaríski auðjöfurinn Joseph Kennedy eignaðist sinn fyrsta son, Joe, árið 1915 spáðu ættingjar hans því að drengurinn yrði á endanum forseti Bandaríkjanna. Svo fór ekki, drengurinn fórst í seinni heimsstyrjöld. En yngri bróðir hans, John...
21.05.2017 - 18:00

Bauð samstarf í baráttunni við hryðjuverkamenn

Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð leiðtogum íslamskra ríkja vináttu, vonir og væntumþykju, þegar hann ávarpaði þá í dag í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Ræðu hans hafði verið beðið með eftirvæntingu.
21.05.2017 - 16:51

Embættismaður Hvíta hússins til rannsóknar

Háttsettur starfsmaður í Hvíta húsinu er meðal þeirra sem rannsókn á tengslum fylgismanna Donalds Trumps við Rússa beinist að. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Þetta er sagt til marks um að rannsóknin sé farin að snerta...
19.05.2017 - 22:56

Sjö létust í óveðri á Haítí

Sjö hafa fundist látnir og nítján fiskimanna er saknað eftir tveggja daga rok og rigningu á Haítí. Tvö börn eru meðal þeirra sem létust, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis landsins. Hann sagði að fólkið hefði ekki farið eftir ábendingum um...
19.05.2017 - 16:57