Trump tjáir sig um Púertó Ríkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig í fyrsta sinn í gærkvöld um eyðilegginguna í Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María reið þar yfir. Nánast allt ríkið er rafmagnslaust, mannvirki ónýt og matur af skornum skammti. Trump skrifaði á...
26.09.2017 - 05:54

Kushner notaði einkatölvupóstþjón

Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og einn nánasti ráðgjafi hans, notaði persónulegan tölvupóstreikning til opinberra erindagjörða. Frá þessu greinir lögmaður hans. 
25.09.2017 - 04:42

Norður-Kóreu og Tsjad bætt á ferðabannlista

Norður-Kórea, Venesúela og Tsjad eru meðal átta ríkja á nýjum lista yfir ríki þaðan sem bannað er að ferðast til Bandaríkjanna. Súdan hefur verið fjarlægt af listanum.
25.09.2017 - 01:17

Skotárás við kirkju í Tennessee

Kona var skotin til bana og að minnsta kosti sex særðust þegar maður hóf að skjóta úr skammbyssu sinni í dag utan við kirkju í bænum Antioch, í grennd við borgina Nashville í Tennesee í Bandaríkjunum. Skotmaðurinn særðist þegar hann var handtekinn...
24.09.2017 - 18:58

Enn skelfur jörð í Mexíkó

Snarpur eftirskjálfti, 6,2 að stærð, reið yfir miðhluta Mexíkós í dag. Upptökin voru rúmlega nítján kílómetrum suðaustan við borgina Matias Romero í héraðinu Oaxaca. Björgunarsveitarmenn í Mexíkóborg hættu störfum í nokkra stund eftir að skjálftinn...
23.09.2017 - 14:59

McCain andvígur frumvarpi um afnám Obamacare

John McCain, þingmaður Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti í dag yfir andstöðu sinni við fyrirhugaða lagabreytingu um sjúkratryggingar. Hann sagðist ekki með góðri samvisku geta stutt frumvarp tveggja félaga sinna í Repúblikanaflokknum...
22.09.2017 - 21:11

Enn leitað í rústum í Mexíkó

Björgunarlið vinnur enn hörðum höndum í Mexíkóborg og annars staðar þar sem byggingar hrundu í skjálftanum mikla á þriðjudag þótt líkur á að finna einhvern á lífi í rústunum fari minnkandi með hverri mínútunni sem líður.
21.09.2017 - 07:21

Macron vill ekki rifta samningnum við Íran

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er andvígur því að rifta kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hann sagði við fréttamenn í New York í dag að hann teldi samninginn frá 2015 vera góðan og að það yrðu mistök að ógilda hann án þess að annað kæmi...
20.09.2017 - 16:05

Að minnsta kosti 250 fórust í skjálftanum

Minnst 250 fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir Mexíkó í gær. Þeirra á meðal er 21 barn og fjórir kennarar sem grófust í rústum grunnskóla í höfuðborginni. 30 skólabarna er enn saknað. 
20.09.2017 - 07:21

Trump harðorður í garð Norður-Kóreu

Hætta stafar af ríkjum sem hunsa reglur alþjóðasamfélagsins, ráða yfir kjarnorkuvopnum, styðja hryðjuverkastarfsemi og ógna bæði öðrum ríkjum og eigin þegnum.
19.09.2017 - 14:53

María fer yfir Guadeloupe - myndskeið

Hitabeltisstormurinn María er orðinn fimmta stigs fellibylur á ný, að sögn veðurfræðinga í fellibyljamiðstöðinni í Miami í Bandaríkjunum. Vindhraðinn er að þeirra sögn kominn yfir sjötíu metra á sekúndu og er stórhættulegur.
19.09.2017 - 10:45

Toys 'R' Us sækir um gjaldþrotavernd

Leikfangaverslanakeðjan Toys 'R' Us hefur óskað eftir gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarísku gjaldþrotalaganna. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér seint í gærkvöld segir að stefnt sé að því að endurskipuleggja reksturinn...
19.09.2017 - 08:19

Aukin framlög til varnarmála í Bandaríkjunum

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöld 700 milljarða dala útgjöld til Bandaríkjahers, jafnvirði um 74 þúsund milljarða króna. Það er umtalsverð hækkun frá síðustu fjárlögum og nærri fimm prósentum meira en forsetinn krafðist.
19.09.2017 - 06:26

Fyrrum kosningastjóri Trumps hleraður

Samskipti fyrrum kosningastjóra Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, voru hleruð af yfirvöldum í Bandaríkjunum bæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember í fyrra. CNN fréttastofan greinir frá þessu.
19.09.2017 - 01:30

Trump vill hersýningu á þjóðhátíðardaginn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag áhuga á að breyta hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Það myndi hann gera með því að efna til mikillar hersýningar, sambærilega þeim sem Frakkar halda á þjóðhátíðardegi sínum. Þetta sagði...
18.09.2017 - 21:02