Glæpagengi réðist á 9 lögreglustöðvar

Eitt illræmdasta glæpagengi Miðameríkuríkisins Gvatemala, Barrio 18, lagði í gær til atlögu við lögreglu vítt og breitt um landið. Þrír lögreglumenn létu lífið og minnst sjö særðust í níu árásum. Talið er að árásirnar séu viðbrögð gengisins við...

Neyðarástand í 811 bæjum og borgum

Ekkert lát er á flóðunum í Perú, neyðarástandi hefur verið lýst yfir í rúmlega 800 borgum og bæjum í landinu.
19.03.2017 - 17:53

Neyðarástand í Perú vegna flóða

Tugir manna hafa látist í höfuðborg Perú vegna flóða og aurskriða. Valdimar Thor Hrafnkelsson, sem býr í höfuðborginni Lima segir að vatnsflaumurinn í borginni sé eins og beljandi jökulfljót og að elstu menn muni ekki eftir öðru eins neyðarástandi.
18.03.2017 - 21:54

Mannskæð flóð í Perú - myndskeið

Að minnsta kosti 65 hafa látið lífið í Perú það sem af er ári vegna óveðurs. Gríðarleg rigning hefur barið á landsmönnum, einkum í norðurhluta landsins. Skyndiflóð hafa sett allt úr skorðum í höfuðborginni Lima.
18.03.2017 - 12:59

Vopnaðar sveitir ógna friði í Kólumbíu

Tugir mannréttindaleiðtoga og stjórnmálamanna af vinstri vængnum voru myrtir í Kólumbíu í fyrra. Frá þessu er greint í skýrslu á vegum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Svæði þar sem ólögleg fíkniefni eru ræktuð eru hættulegust, segir í...
17.03.2017 - 02:08

250 höfuðkúpur í fjöldagröf í Mexíkó

Yfir 250 höfuðkúpur fundust í fjöldagröf í útjaðri mexíkósku borgarinnar Veracruz. Jorge Winckler, héraðssaksóknari, segir höfuðkúpurnar tilheyra fórnarlömbum eiturlyfjagengja. 

Vill fá að rannsaka 83 spillingarmál

Rodrigo Janot, ríkissaksóknari í Brasilíu óskaði í dag eftir því að fá að hefja rannsókn á 83 spillingarmálum sem tengjast brasilískum stjórnmálamönnum. Hann þarf að fá leyfi hæstaréttar landsins til að hefja rannsókn á málunum, þar sem rétturinn...

Þúsundir mótmæltu vanrækslu barna í Gvatemala

Þúsundir söfnuðust saman á götum og torgum Gvatemalaborgar um helgina til að mótmæla vanrækslu og vanhæfni stjórnvalda í barnaverndarmálum. Tilefnið var skelfilegur eldsvoði á upptökuheimili ungmenna skammt utan höfuðborgarinnar, þar sem 40...

34 látnir eftir ákeyrslu á Haítí

Minnst 34 dóu þegar rútu var ekið á mikilli ferð inn í hóp götutónlistarfólks í borginni Gonaives á Haítí í dag. Svo virðist sem bílstjóri rútunnar hafi verið að reyna að flýja vettvang eftir að hafa ekið á tvo gangandi vegfarendur. Annar þeirra dó...
13.03.2017 - 00:24

242 lík fundust í földum gröfum í Mexíkó

Leitarsveitir á vegum mexíkóskra yfirvalda hafa fundið líkamsleifar minnst 242 manneskja í leynilegum gröfum nærri borginni Veracruz í suðaustur-Mexíkó. Mæður sem leituðu horfinna barna sinna fundu fyrstu grafirnar í ágúst á síðasta ári. Þær...

35 börn látin af völdum eldsvoðans í Gvatemala

Alls hafa 35 börn látið lífið vegna eldsvoðans sem varð á upptökuheimili rétt utan við höfuðborg Gvatemala á miðvikudag. 19 stúlkur létust á staðnum, 16 ungmenni til viðbótar hafa látist af sárum sínum síðan, flest þeirra stúlkur. Öll eru hin látnu...
10.03.2017 - 05:44

Þjóðarsorg í Gvatemala vegna eldsvoða

Tuttugu og níu unglingsstúlkur eru látnar eftir að eldur kom upp á upptökuheimili fyrir börn og unglinga í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.

20 stúlkur fórust í eldinum í Gvatemala

Yfirvöld í Gvatemala hafa staðfest að 20 stúlkur á táningsaldri dóu í eldsvoða á upptökuheimili fyrir börn og unglinga, nærri höfuðborg landsins. Stúlkurnar voru allar á aldrinum 14 til 17 ára. Á fimmta tug stúlkna slasaðist í eldsvoðanum, margar...
09.03.2017 - 03:46

Létust í eldsvoða á upptökuheimili í Gvatemala

Nítján hafa fundist látnir eftir að eldur braust út í dag á vistheimili fyrir börn og unglinga í grennd við höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. Á þriðja tug slasaðist í eldsvoðanum. Yfirvöld hafa enn ekki greint frá því hve mörg börn séu meðal...

11 fórust í rútuslysi í Ekvador

Ellefu dóu og minnst 25 slösuðust þegar rúta fór út af fjallvegi og endaði ofan í árgljúfri skammt frá Quito, höfuðborg Ekvadors, á þriðjudag. Vegurinn er einn fjölmargra, afar hlykkjóttra og á köflum mjög brattra fjallvega í Andesfjöllunum, þar sem...
08.03.2017 - 05:23