Björgunarsveitir kallaðar út á tveimur stöðum

Björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi leita nú fjögurra manna á tveimur stöðum. Á ellefta tímanum barst beiðni um aðstoð við mann í vanda á Síðujökli þar sem er mikill vindur, en hann hafði ráðgert að tjalda þar í nótt. Maðurinn náði að senda boð...
28.07.2017 - 00:11

Biðin í gullauga og rauðar styttist

Þeir sem farnir eru að bíða eftir nýuppteknum kartöflum geta tekið gleði sína. Fyrsta uppskeran af premiere kartöflum er komin í búðir og ekki þarf að bíða lengi eftir eftirlæti landsmanna, rauðum og gullauga.
27.07.2017 - 22:31

Viðurkenndu bilun í tæki

Fyrirtækið Reykjavík Skin sagði í desember á síðasta ári að það tæki fulla ábyrgð á alvarlegum kalsárum og fullþykktarbruna sem kona hlaut vegna fitufrystingarmeðferðar. Vélarbilun hefði valdið sárunum. Í nýlegum yfirlýsingum skellir fyrirtækið...
27.07.2017 - 22:29

„Fræðilega má búast við mun öflugri skjálftum“

Skjálftahrinan stendur enn yfir á Reykjanesskaga en dregið hefur úr henni og stærsti skjálftinn í dag var þrír að stærð. Fræðilega má búast við mun öflugri skjálftum á svæðinu segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Allir...
27.07.2017 - 21:55

Allar leiðir inn og úr Akureyrarbæ vaktaðar

Akureyrarbær ætlar að fjölga eftirlitsmyndavélum og vakta allar leiðir inn í bæinn. Bæjarstjóri segir umræðu um eftirlitsmyndavélar í vetur hafa haft áhrif á ákvörðunina. Keyptar verða níu nýjar myndavélar og þar af fara fimm í miðbæinn.
27.07.2017 - 20:00

„Ég hef trú á að ég muni sigra fjallið í nótt“

John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður hélt upp í lokakaflann á leið sinni á tind K2 síðdegis. Þar með freistar hann þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp þessa næsthæsta fjalls veraldar, og eins þess hættulegasta sem menn hafa...
27.07.2017 - 19:23

Lögregla kölluð til vegna ósáttra farþega

Lögregla var kölluð til tvívegis síðasta sólarhringinn vegna ósáttra farþega sem komust ekki með Herjólfi frá Vestmannaeyjum til Landeyjarhafnar. Fólkið átti bókað far en komst ekki með skipinu vegna þess að fjórar ferðir féllu niður. Hvorki...
27.07.2017 - 18:33

Telur að lögregla hafi ekki farið offari

Lögregla höfuðborgarsvæðisins telur ekki að lögreglumenn hafi farið offari við handtöku í maí, þegar pólskur karlmaður á fimmtugsaldri fótbrotnaði illa. Maðurinn ætlar að krefjast milljóna króna í skaðabætur.
27.07.2017 - 18:02

Icelandair hagnast um rúman milljarð

Icelandair Group hagnaðist um 11 milljónir bandaríkjadala á öðrum fjórðungi ársins, eða jafngildi 1,1 milljarðs íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að heildartekjur hafi aukist um 11% á milli ára og numið tæpum...
27.07.2017 - 17:47

Landsbankinn hagnast um tæpa 13 milljarða

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 12,7 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Þetta er 1,5 milljarða króna meiri hagnaður heldur en á sama tíma í fyrra. Þá hefur arðsemi eigin fjár á...
27.07.2017 - 16:56

„Sagðist hafa haldið að hann væri að drukkna“

Skipverjarnir þrír á skútunni Valiant sem lenti í sjávarháska í fyrrinótt eru allir þaulreyndir sjómenn, segir eiginkona eins þeirra. Carol Piersol segir að Morrie, eiginmaður hennar, hafi óttast það versta þegar skútan varð fyrir broti og valt. „...
27.07.2017 - 16:37

Valitor varar við svikatölvupóstum

Valitor hefur orðið vart við tilraunir til kortasvika þar sem korthafar eru beðnir um að opna vefslóð í tölvupósti og gefa upp allar kortaupplýsingar auk vottunarnúmers (Verified by Visa) sem korthafar fá sent í smáskilaboðum. Valitor varar...
27.07.2017 - 16:01

Biskupstungnabraut opnuð að hluta

Umferðarslys varð á Biskupstungnabraut við gatnamót Grafningsvegar skammt vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi upp úr klukkan þrjú. Þrír bílar lentu þar í umferðaróhappi. Einhver slys urðu á fólki en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli eru...
27.07.2017 - 15:16

Megas leynivopn Gæslunnar í þorskastríðunum

Gylfi Geirsson, sem starfaði sem loftskeytamaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðunum, ljóstraði upp um leynivopn gæslunnar í viðtali á Rás 1 í morgun. Hann er á leið til Hull að afhenda klippur sem notaðar voru í þorskastríðunum.
27.07.2017 - 14:13

Bræðslan haldin í þrettánda sinn um helgina

„Þetta er eiginlega farið að teygja sig yfir alla vikuna,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, Bræðslustjóri. Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystra laugardaginn 29. júlí og fer dagskráin í kringum hátíðina stækkandi með hverju árinu.
27.07.2017 - 14:31