Eru ekki að fara framhjá reglum um bónusa

Forstjóri Kviku fjárfestingabanka segir að ekki sé verið að fara framhjá reglum um bónusa, með því að greiða starfsmönnum bankans arð. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er stór hluthafi í bankanum, greiddi atkvæði gegn fyrirkomulaginu.
23.03.2017 - 19:53

Mega ekki upplýsa um bólusetningar

Kópavogsbær má ekki upplýsa foreldra um þau börn á leikskólum sem ekki hafa verið bólusett. Þetta kemur fram í umsögn lögfræðideildar Kópavogs sem lagt var fram á fundi bæjarráðs sveitarfélagsins í dag. Bæjarráðsfulltrúi hvetur Alþingi til að íhuga...
23.03.2017 - 19:45

Íslensk börn í neyslu nota sífellt verri efni

Börn sem neyta fíkniefna hér á landi taka sífellt sterkari efni og meira af þeim en áður. Sérfræðingur segir ákaflega auðvelt að nálgast þau og að mikil hætta sé á ótímabærum dauðsföllum barna.
23.03.2017 - 19:14

Engin skýring á mikilli lyfjanotkun Íslendinga

Ekki er hægt að nefna einhverja eina skýringu á því hvers vegna lyfjanotkun Íslendinga mælist mun meiri en í Norðurlöndunum. Þetta sagði Magnús Jóhannsson, læknir hjá embætti Landlæknis í Síðdegisútvarpinu í dag. Á Íslandi ríki svokallaður...
23.03.2017 - 18:57

Ekki náðist að gera allar aðgerðirnar

Ekki tókst að gera allar aðgerðir á sjúklingum, sem samið var um fyrir ári, í sérstöku átaki um styttingu biðlista. Átakið heldur áfram. Einkarekna læknastöðin Klínikin er ekki með í því átaki og ekki stendur til að semja við hana um aðgerðir sem...
23.03.2017 - 18:43

Yfir 6.700 hafa skrifað undir

Hátt í sjö þúsund hafa skrifað undir áskorun á netinu þar sem farið er fram á betri vegasamgöngur á Vestfjörðum. Alls búa um sex þúsund manns í landshlutanum.
23.03.2017 - 17:53

Myndsími fyrir ferðamenn í Hofi

Ólöf Ýrr Atladóttir hringdi í dag fyrsta myndsímtalið á vegum Safe Travel verkefnisins hjá Landsbjörgu, þegar hún hringdi frá Hofi á Akureyri og í þjónustufulltrúa Safe Travel í Reykjavík. Allir ferðamenn geta nú hringt beint til Reykjavíkur og...
23.03.2017 - 17:25

Seðlabanki sýknaður af 1,9 ma. kröfu Heiðars

Hæstiréttur sýknaði Seðlabanka Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. af 1,9 milljarða króna kröfum Ursusar ehf. í dag. Félagið er í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis og stefndi hann bankanum vegna þess að bankinn kom í veg fyrir kaup...
23.03.2017 - 16:50

Leggja fram tillögu um borgaralaun

Halldóra Mogensen og átta aðrir þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um borgaralaun.
23.03.2017 - 16:49

„Rafbíllinn þolir vel veggjöld“

Vegna fjölgunar rafbíla og annarra nýorkubíla fækkar stöðugt þeim sem greiða vegatolla sem eiga að standa undir vegaframkvæmdum. Eigendur rafbíla og metanbíla greiða ekkert og eigendur annara nýorkubíla sáralítið. Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir...
23.03.2017 - 16:40

Uppsveiflan óvenjuleg fyrir íslenskan efnahag

Afnám fjármagnshafta, sterkt gengi krónunnar, aukinn kaupmáttur og hagvöxtur. Þessi orð hafa orðið sífellt meira áberandi á síðustu misserum og skyldi engan undra. Íslenskt efnahagslíf hefur tekið við sér svo um munar eftir kreppuár í kjölfar...
23.03.2017 - 16:20

Loftslagsbreytingar raska vorkomunni

Vorjafndægur var í vikunni og þá er vorið komið samkvæmt almanakinu. Farfuglar, fiðrildi og fagrir vorlaukar hafa markað vorið á norðurhveli, en hefðbundinn komutími vorsins er nú sveipaður óvissu vegna loftslagsbreytinga.
23.03.2017 - 16:13

„Þyngra en tárum taki“

Það er þyngra en tárum taki hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun Alþingis, sagði þingmaður Vinstri grænna á Alþingi í dag. Samgönguráðherra gerir sér vonir um viðbótarfjármagn, bæði á þessu ári og í ríkisfjármálaáætlun. 
23.03.2017 - 16:10

Helgustaðanáma ofarlega á blaði fáist meira fé

Aukið fjármagn sem Umhverfisstofnun fékk til landvörslu á þessu ári fór í fjölsóttustu ferðamannastaðina á Suðurlandi og við Mývatn en dugði ekki til að koma á landvörslu í Helgustaðanámu við norðanverðan Reyðarfjörð. Eins og fram hefur komið í...
23.03.2017 - 16:07

Ríkið þarf ekki að endurgreiða Vinnslustöðinni

Hæstiréttur staðfesti í dag að íslenska ríkið þurfi ekki að endurgreiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum rúman hálfan milljarð króna sem það innheimti í formi sérstakt veiðigjalds.
23.03.2017 - 15:38