Heimilisofbeldi og ölvunarakstur í nótt

Einn maður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu á fimmta tímanum í nótt, grunaður um heimilisofbeldi. Hann gistir fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag. Nokkuð var um ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og voru nokkrir...

Borgarfulltrúum fjölgar í 23

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum í 23 á næsta kjörtímabili. Lögum samkvæmt verða borgarfulltrúar að vera á bilinu 23 til 31 eftir næstu kosningar. Fulltrúar meirihlutaflokkanna og Framsóknar og flugvallarvina...
19.09.2017 - 16:42

Viðeyjarferjan strandaði í kvöld

Viðeyjarferjan strandaði við skerjagarðinn við höfnina að Skarfabakka laust upp úr klukkan ellefu í kvöld. 45 starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla voru um borð og sakaði engan að sögn eins farþeganna. Margir farþeganna klifruðu úr ferjunni upp á...
15.09.2017 - 23:41

Árekstur á Bústaðavegi

Fólksbíll og lögreglubíll lentu í árekstri við gatnamót Skógarhlíðar og Bústaðavegar á fimmta tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins slasaðist enginn alvarlega. Að sögn varðstjórans hafði áreksturinn ekki...
14.09.2017 - 16:56

Borgin kaupir eitt elsta hús Reykjavíkur

Reykjavíkurborg ætlar að kaupa eitt elsta hús borgarinnar, við Aðalstræti 10, á 260 milljónir króna. Þar á að setja upp sýningu um sögu Reykjavíkur. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Þar var jafnframt samþykkt að bæta yfirbragð...
14.09.2017 - 16:06

„Fjárlagafrumvarpið mikil vonbrigði“

Fjárlagafrumvarpið er mikil vonbrigði fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir forstjóri stofnunarinnar. Stjórnvöld standi þannig ekki við yfirlýsingar um að efla heilsugæsluna. 

Dómari verður að fjalla um mál tveggja hana

Héraðsdómur Reykjavíkur verður að taka deilu um tvo hana og nokkrar hænur til efnislegrar umfjöllunar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í deilu sem risið hefur um hanahald í Mosfellsdal. Þar hafa tveir hanar og nokkrar hænur verið haldnar án þess að...

Umferð um Kringlumýrarbraut gekk sinn vanagang

Ekki varð vart við stórvægilegar tafir á umferð um Kringlumýrarbraut í morgun þrátt fyrir að framkvæmdir væru hafnar sem óttast var að gætu sett umferðina úr skorðum. Þegar fréttamaður RÚV var á vettvangi klukkan átta gekk umferðin þar nokkurn...

Miklar tafir í tvær vikur

Miklar tafir verða á umferð um Kringlumýrarbraut í Reykjavík næstu tvær vikurnar. Einnig er útlit fyrir tafir í nágrenni hennar. Ástæðan er framkvæmdir við kaldavatnslögn á vegum Veitna, rétt sunnan við Miklubraut. Undirbúningur hefst í kvöld þegar...
11.09.2017 - 15:16

Rafmagn fór af stóru svæði í Reykjavík

Rafmagn fór af stóru svæði í Reykjavík á sjötta tímanum í morgun þegar háspennubilun varð í aðveitustöð Veitna, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. Fór rafmagn af miðborginni eitthvað vestur fyrir Suðurgötu, og einnig Norðurmýri og stórum hluta...
10.09.2017 - 06:43

Komu sér fyrir í hengirúmum í miðbænum

Fjórir ungir menn komu fyrir hengirúmum í trjám í almenningsgarðinum Frakklandi, við hlið Hallgrímskirkju og Tækniskólans, og lögðu sig þar seinnipartinn í dag. Mennirnir, sem eru frá frönskumælandi hluta Kanada, sögðust hafa komið til Íslands í...
08.09.2017 - 15:59

Skyndilausnir leysi ekki vanda leikskólanna

Enn vantar rúmlega hundrað starfsmenn á leikskóla borgarinnar. Sigurður Sigurjónsson, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla, segir að stytta þurfi viðveru barna og jafnvel senda heim. Skyndilausnir dugi ekki til að leysa viðvarandi mönnunarvanda...
08.09.2017 - 12:26

Samkeppni um þróun samgöngumiðstöðvar

Efnt verður til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á lóð umferðarmiðstöðvar BSÍ og á nærliggjandi svæði. Gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð...

Hafnar kröfu Vegagerðar um að borgin borgi

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir þung rök hníga að því að Sundabraut verði ótæk umhverfislega og síðri umferðarlega og skipulega ef sú leið verður farin sem Vegagerðin vill heldur en ef farin verður leiðin sem borgin leggur til....

Einn á spítala eftir sprengingu: fleiri leitað

Að minnsta kosti einn slasaðist þegar sprenging varð í bílskúr við fjölbýlishús í Skipholti. Hann hefur verið fluttur á sjúkrahús. Lögregla leitar nú eins eða tveggja manna sem hlupu af vettvangi og kunna einnig að vera slasaðir, samkvæmt...
07.09.2017 - 10:33