Grikkir fá meiri aðstoð frá ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðið Grikkjum meiri aðstoð vegna flóttamanna í landinu, en í Grikklandi hafa verið um 62.000 flóttamenn, sem komast hvergi, síðan önnur Evrópusambandsríki lokuðu landamærum sínum í mars í fyrra.
27.07.2017 - 11:02

Saakashvili sviptur ríkisborgararétti

Mikheil Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, hefur verið sviptur ríkisborgararétti í Úkraínu þar sem hann hefur dvalist undanfarin ár. Saakashvili, sem staddur er í Bandaríkjunum, greindi sjálfur frá þessu á Facebook snemma í morgun og sagði að...
27.07.2017 - 10:08

Svíþjóð: Tveir ráðherrar hverfa úr stjórn

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að stokka upp í ríkisstjórn sinni vegna kröfu stjórnarandstöðunnar um að þrír ráðherrar verði látnir hætta vegna mistaka í starfi. Hann greindi frá þessu á fréttamannafundi í Stokkhólmi fyrir stundu.
27.07.2017 - 09:09

Slökkvistarf gengur betur í Frakklandi

Slökkviliðsmönnum hefur að mestu tekist að hefta útbreiðslu skógarelda í Cote d'Azur og  Bouches-du-Rhone í suðurhluta Frakklands, þar sem þúsundir íbúa og ferðamanna hafa í vikunni orðið að flýja í öruggt skjól.
27.07.2017 - 08:06

Óvíst um framtíð sænsku stjórnarinnar

Í ljós kemur á næstu klukkustund hvort Stefan Löven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hyggst biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti á þrjá ráðherra.
27.07.2017 - 07:53

Miklir eldar blossa upp að nýju í Portúgal

Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín um miðbik Portúgals, þar sem feikilegir skógareldar ógna nú byggð og loka vegum, rúmum mánuði eftir að 64 fórust í miklum eldum á svipuðum slóðum. Heitast brenna eldarnir í Serta í Castelo Branco-héraði...
27.07.2017 - 05:32

Ekki lengur grunaður um morð konu og barna

Manni, sem grunaður var um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn í Gautaborg, var sleppt úr haldi síðdegis. Hin látnu fundust í íbúð á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Slökkvilið var kallað til vegna elds í íbúðinni. Konan og eitt barn voru...
26.07.2017 - 21:13

Efnahagur rússneska þjóðarbúsins vænkast

Efnahagsbati í Rússlandi undanfarna mánuði er nokkru meiri en spáð hafði verið. Stjórnvöld vonast til þess að hagvöxtur á árinu nái tveimur prósentum.
26.07.2017 - 14:53

Þúsundir berjast við elda við St. Tropez

Fjögur þúsund slökkviliðsmenn hafa í dag barist við kjarr- og skógarelda á St. Tropez-skaganum í Suður-Frakklandi. Þeir nota meðal annars nítján slökkviflugvélar í baráttunni við eldana. Tólf þúsund íbúar og ferðamenn hafa verið fluttir á brott...
26.07.2017 - 14:07

Kynlíf skiptir konur yfir fimmtugu máli

Mannréttindadómstóll Evrópu telur að portúgalskir dómstólar hafi gerst sekir um fordóma og karlrembu þegar bætur til konu, sem hafði orðið fyrir taugaskaða í læknisaðgerð, voru lækkaðar á hærra dómsstigi. Eftir aðgerðina gat konan ekki notið kynlífs...
26.07.2017 - 11:31

Krefjast afsagnar þriggja ráðherra

Stjórnarandstöðuflokkarnir á sænska þinginu ætla að leggja fram tillögu um vantraust á þrjá ráðherra vegna þess að viðkvæmar upplýsingar úr gagnagrunnum öryggislögreglunnar Säpo hafa verið aðgengilegar erlendum tölvusérfræðingum.
26.07.2017 - 10:26

Bretar ætla að banna dísil- og bensínbíla

Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau ætli að banna alla nýja dísil- og bensínbíla frá 2040 og fylgja þar í fótspor Frakka sem gáfu út sams konar yfirlýsingu í byrjun júlí. Bannið tengist áætlun breskra stjórnvalda um hvernig megi bæta loftgæði...
26.07.2017 - 10:13

Rússar gagnrýna nýjar refsiaðgerðir

Ráðamenn i Moskvu gagnrýna nýjar refsiaðgerðir sem samþykktar voru í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gærkvöld. Fulltrúadeildin samþykkti þá með yfirgnæfandi meirihluta nýjar og hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. 
26.07.2017 - 08:09

Forsætisráðherra Spánar bar vitni

Hópur mótmælenda safnaðist í morgun saman utan við dómshús í grennd við Madríd á Spáni, þegar Mariano Rajoy forsætisráðherra mætti þangað til að bera vitni í spillingarmáli. Það snýst um fjármálaspillingu sem flokkur hans Lýðflokkurinn var flæktur í...
26.07.2017 - 08:08

10.000 flúðu skógarelda í nótt

Um 10.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Suður-Frakklandi í nótt, vegna mikilla skógarelda sem þar brenna. Ástandið verið hvað verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Í nótt blossaði svo upp...
26.07.2017 - 06:28