Rússar mótmæla NATO-fundi

Rússar mótmæla fundi Atlantshafsbandalagsríkja á Svalbarða og segja að hann brjóti gegn anda Svalbarðasamkomulagsins frá árinu 1920. Fundurinn sé ögrandi aðgerð og geti aukið á spennu milli Rússlands og NATO í norðri.
28.04.2017 - 09:13

Skipað að birta áætlun gegn mengun

Hæstiréttur í Bretlandi hefur fyrirskipað bresku ríkisstjórninni að birta án tafar áætlun um aðgerðir gegn loftmengun. Í úrskurði hæstaréttar segir að óheimilt sé að fresta því að birta áætlunina fram yfir komandi þingkosningar í júní eins og...
28.04.2017 - 09:05

Fimm látnir eftir árásina í Stokkhólmi

Yfirvöld í Svíþjóð greindu frá því í morgun að kona hefði látist á sjúkrahúsi af meiðslum sem hún hlaut í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi fyrr í þessum mánuði.
28.04.2017 - 08:39

Átök á þingi Makedóníu

Gjorge Ivanov, forseti Makedóníu, hvetur landsmenn til að halda ró sinni eftir atburðina á þingi í gær. Fjöldi manna réðst inn í þinghúsið í Skopje í gær til að mótmæla kosningu þingforseta úr röðum albanska minnihlutans í landinu. 
28.04.2017 - 07:59

Tímamót í rannsóknum á forfeðrum manna

Fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið DNA erfðaefni ættingja mannkyns í hellum án þess að hafa fundið þar bein. Uppgötvunin gæti varpað nýju ljósi á sögu mannkyns og þróunar þess. 
28.04.2017 - 06:36

Líkur á hörðum átökum við Norður-Kóreu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir líkur á gríðarlegum hernaðarátökum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorku- og flugskeytatilrauna þeirra. Sjálfur segist hann frekar vilja setjast að samningum við ríkið. Þá vill Trump að Suður-Kórea greiði fyrir...
28.04.2017 - 05:18

Tillerson og Trump hrósa forseta Kína

Kínverjar hafa krafist þess að Norður-Kórea láti af frekari kjarnorkutilraunum. Frá þessu greindi Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í sjónvarpsviðtali við Fox fréttastöðina í gær. 
28.04.2017 - 01:58

Handtökur í Bretlandi vegna hryðjuverka

Kona á þrítugsaldri særðist þegar lögregla skaut að henni í London í dag. Fjórir aðrir voru handteknir og er fólkið grunað um tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Konan er nú á sjúkrahúsi og er hennar gætt af lögreglu.
28.04.2017 - 00:01

Marine Le Pen sökuð um meiri fjárdrátt

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku þjóðfylkingarinnar, er sögð hafa svikið út úr sjóðum Evrópuþingsins sem nemur meira en hálfum milljarði króna með því að þiggja greiðslur til starfsmanna sem sagðir voru vinna fyrir evrópuþingmenn flokkins...
27.04.2017 - 20:23

Merkel leggur línurnar gagnvart Bretum

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir útgönguna úr Evrópusambandinu geti Bretar ekki vænst þess að hafa sömu réttindi og aðildarríki. Leiðtogar sambandsins koma saman á laugardag til að samþykkja afstöðuna til útgöngu Breta.
27.04.2017 - 19:26

Dómur yfir Habre staðfestur

Áfrýjunardómstóll í Senegal staðfesti í dag dóm yfir Hissene Habre, fyrrverandi forseta Tsjad, en hann var í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og pyntingar. 
27.04.2017 - 16:19

Stjórnin í Trípólí ekki með neina áætlun

Stjórnvöld í Trípólí hafa enga áætlun um hvernig draga megi úr straumi flóttamanna og hælisleitenda frá Líbíu til Evrópu. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir embættismönnum hjá Evrópusambandinu. 
27.04.2017 - 15:42

Umdeild kynlífsvélmenni brátt á markað

Ekki líður á löngu þar til afar raunveruleg vélmenni, sem hönnuð eru til kynlífsiðkunar komi á markað. Til stendur að selja fyrstu eintökin í byrjun næsta árs. Vélmennin eiga að vera með 37 gráðu líkamshita, geta hreyft sig, talað, sýnt líkamleg...
27.04.2017 - 14:17

Rússar gagnrýna árás Ísraelsmanna

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna árás Ísraelsmanna í Sýrlandi í morgun og segja að Ísraelsmönnum og öðrum beri að forðast aðgerðir sem aukið geti spennuna í þessum heimshluta.

Ætlaði að skella skuld á flóttafólk

Lögregla í Þýskalandi handtók í gær liðsforingja í þýska hernum, sem talið er að hafi verið að skipuleggja skotárás sem flóttafólki yrði kennt um. Manninum hafði tekist að skrá sig sem sýrlenskan flóttamann í Þýskalandi, án þess að tala orð í...
27.04.2017 - 14:04