Trump kemur Kushner til varnar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur komið Jared Kushner tengdasyni sínum til hjálpar vegna nýrra ásakana um samskipti við Rússa. Trump hefur gefið út yfirlýsingu í stórblaðinu The New York Times þar sem hann ber lof á það mikilvæga starf sem...
29.05.2017 - 09:22

Tróðust undir á leiðinni á leikinn

Fjórir létust og 15 eru slasaðir eftir troðning við knattspyrnuvöll í Hondúras í gær. Lögregla segir of marga hafa reynt að komast að horfa á leik sem fór fram á þjóðarleikvangnum í Tegucigalpa. Hundruð reyndu að troða sér í gegnum hlið til að...
29.05.2017 - 06:40

Mannskæð monsúnrigning á Sri Lanka

Yfir 160 eru látnir af völdum aurskriða eftir monsún-úrhelli á Sri Lanka. Sífellt fleiri lík finnast grafin ofan í aurskriðum sem féllu yfir íbúðabyggðir. Yfir 100 er enn saknað og nærri 90 eru á sjúkrahúsi.
29.05.2017 - 05:38

Húsleit og handtaka í nótt í Manchester

23 ára karlmaður var handtekinn í nótt í bænum Shoreham-by-Sea í tenslum við rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkaárásinni í Manchester í síðustu viku. Alls hafa því sextán verið handteknir vegna málsins og sitja fjórtán ennþá inni, en tveimur...
29.05.2017 - 04:54

Kóralrifið mikla verr farið en var talið

Kóralrifið mikla við Ástralíu er mun verr farið en áður var talið. Vísindamenn vara við því að ástandið eigi einungis eftir að versna verð ekki dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
29.05.2017 - 04:19

Segir hryðjuverkamenn vilja granda flugvélum

Bandaríkjastjórn íhugar nú alvarlega að banna fartölvur í farþegarýmum flugvéla á öllum flugleiðum til og frá Bandaríkjunum. Frá þessu greindi John Kelly, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, í dag.
29.05.2017 - 03:46

Fjöldamorð í Mississippi

Karlmaður skaut átta manns til bana í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld. Hann lét til skarar skríða í þremur húsum í Lincoln-sýslu, skaut lögreglumann og þrjár konur til bana í einu húsi, tveir drengir urðu fórnarlamb í því næsta og...
29.05.2017 - 00:17

Flugskeyti skotið frá Norður-Kóreu

Flugskeyti var skotið frá austurströnd Norður-Kóreu í kvöld. Yonhap fréttastofan hefur þetta eftir heimildum innan Suður-Kóreuhers. Moon Jae-In, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði vegna tilraunarinnar.
28.05.2017 - 22:28

Viðvaranir vegna Abedi fóru fram hjá MI5

Tvær innanhússrannsóknir á vegum bresku leyniþjónustunnar MI5 er hafnar til að kanna hvernig viðvaranir vegna Salman Abedi, sem varð 22 að bana í Manchester á mánudagskvöld, fóru fram hjá henni. MI5 höfðu borist ítrekaðar ábendingar um að Abedi...
28.05.2017 - 20:54

Íbúar Manchester fá sér eins húðflúr

Langar biðraðir mynduðust fyrir utan húðflúrstofur í Manchester í dag þar sem fjöldi borgarbúa fékk sér samskonar húðflúr til að heiðra í verki minningu þeirra sem létust í hryðjuverkaárásinni þar á mánudag.
28.05.2017 - 20:00

Djúpfrysting við dauða

Djúpfrysting hefur hingað til ekki verið algengur valmöguleiki við andlát. Þó eru starfrækt að minnsta kosti þrjú fyrirtæki í heiminum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Eitt þeirra er í Rússlandi, en þar eru nú þegar varðveittar jarðneskar leifar...
28.05.2017 - 19:53

Ferningurinn fékk Gullpálmann

Kvikmyndin The Square, eða Ferningurinn, hlaut í kvöld Gullpálmann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
28.05.2017 - 18:52

Reglum um bólusetningar breytt í Þýskalandi

Foreldrar í Þýskalandi gætu átt yfir höfði sér fjársektir taki þeir ekki ákvarðanir um bólusetningar barna sinna í samráði við lækna. Á Ítalíu varðar það nú við lög að láta ekki bólusetja börn sín gegn smitsjúkdómum. Með báðum ákvörðunum eru...
28.05.2017 - 17:41

Morðinginn í Portland hampaði sögu Vínlands

Þrjátíu og fimm ára karlmaður í Portland í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð og hatursglæpi eftir að hann myrti tvo menn og særði einn um borð í lest á föstudag. Móðir annars fórnarlambsins minnist hans sem hetju, en hann gerði...
28.05.2017 - 17:02

Húsleit í Manchester - 14. maðurinn handtekinn

Vopnaðir lögreglumenn réðust til inngöngu í hús í miðborg Manchester í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðsárásinni í borginni á mánudag. Nágrannar segjast hafa heyrt öskur og sprengingu en öllum nærliggjandi götum hefur verið lokað og sést hefur til...
28.05.2017 - 16:22