Palestínumaður skaut þrjá til bana

Palestínumaður skaut þrjá ísraelska öryggisverði til bana við innganginn að landtökusvæðinu á Vesturbakkanum í morgun. Einn öryggisvörður særðist að auki. Hann var fluttur á sjúkrahús og liggur þar þungt haldinn. Árásarmaðurinn var skotinn til bana...
26.09.2017 - 06:45

Lífvörður Dutertes skotinn til bana

Lífvörður Rodrigo Dutertes, forseta Filippseyja, var skotinn til bana í morgun. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir yfirmanni öryggissveita landsins.  AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni forsetaembættisins að skotárásin sé nú rannsökuð.
26.09.2017 - 06:30

Moska brann í Örebro í nótt

Talið er að kveikt hafi verið í mosku í Örebro í Svíþjóð sem stóð í ljósum logum þegar slökkvilið kom á vettvang klukkan tvö í nótt að staðartíma. Óttast var að eldurinn myndi breiða úr sér í nærliggjandi byggingar, en slökkviliði tókst að koma í...
26.09.2017 - 06:12

Trump tjáir sig um Púertó Ríkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig í fyrsta sinn í gærkvöld um eyðilegginguna í Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María reið þar yfir. Nánast allt ríkið er rafmagnslaust, mannvirki ónýt og matur af skornum skammti. Trump skrifaði á...
26.09.2017 - 05:54

Kosningar í Kúrdistan auka óstöðugleika

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varar við því að þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda um sjálfstæði frá Írak auki enn frekar á óstöðugleika í landinu. Allar líkur eru á stórsigri sjálfstæðissinna að sögn sérfræðinga.
26.09.2017 - 04:20
Erlent · Asía · Bandaríkin · Íran · Kúrdar

Sobral bíður eftir hjartaígræðslu

Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, sem sigraði Eurovision söngvakeppnina með hinu angurværa lagi Amar Pelos Dois, liggur nú á gjörgæslu Santa Cruz sjúkrahússins í Lissabon. Þar bíður hann eftir hjartaígræðslu. Þýska dagblaðið Der Spiegel...
26.09.2017 - 03:49

Öryggisráð fundar um Mjanmar á fimmtudag

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á fimmtudag til að ræða átökin í Mjanmar. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, kemur til fundarins og ræðir um ástandið.
26.09.2017 - 03:24

Hætt við opnun verndarsvæðis í Amazon

Brasilísk stjórnvöld hættu í dag við að gefa út leyfi til námuvinnslu á stóru verndarsvæði við Amazon. Leyfin voru verulega umdeild og uppskáru harða gagnrýni jafnt í Brasilíu sem og víðar í heiminum.
26.09.2017 - 01:45

Trump „nýtir íþróttir til að ala á sundrung“

LeBron James, einn fremsti körfuboltamaður heims og leikmaður Cleaveland Caveliers í NBA-deildinni, hrósaði þeim leikmönnum sem krupu á kné þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður í bandarísku ruðningsdeildinni eða NFL um helgina. „Það er...
25.09.2017 - 23:22

Brúðgumi bjargaði barni frá drukknun

Kanadíski brúðguminn Clayton Cook átti eflaust ekki von á því að breytast í þjóðhetju þegar hann og Brittany Cook, eiginkona hans fóru í brúðkaupsmyndatöku um helgina.
25.09.2017 - 22:03

Kosið um sjálfstæði Kúrdistan

Yfirgnæfandi líkur eru á að sjálfstæði Kúrdistan verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í dag. Sjálfstæðisbarátta Kúrda mætir harðri andstöðu í Írak, sem og öllum nágrannaríkjunum.
25.09.2017 - 21:39

Trump skammar íþróttamenn

Sífellt fleiri leikmenn í ameríska fótboltanum krjúpa á kné undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla því óréttlæti sem þeldökkir verða fyrir. Fjölgað hefur í þeirra röðum eftir að forseti Bandaríkjanna sagði að þeir „tíkarsynir“ sem ekki standi...
25.09.2017 - 19:30

Eiga fleiri að fjúka en Sampson?

Eins og við greindum frá nýlega þá var Mark Sampson, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, rekinn á dögunum. Ástæðan ku ekki vera tengd gengi liðsins enda liðið náð frábærum árangri undir hans stjórn heldur er ástæðan brot sem Sampson á...
25.09.2017 - 19:55

Segir Trump hafa lýst yfir stríði við N-Kóreu

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir orð forseta Bandaríkjanna á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku jafngilda stríðsyfirlýsingu við landið. Þar af leiðandi telur Norður-Kórea sig í fullum rétti til að skjóta niður bandarískar...
25.09.2017 - 15:45

Saka Rússa um mannréttindabrot á Krímskaga

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakar Rússa um alvarleg mannréttindabrot á Krímskaga. Í nýrri skýrslu mannréttindaráðsins segir að frá innlimun skagans 2014 séu fjölmörg dæmi um pyntingar, handahófskenndar handtökur og minnst eina aftöku án dóms...
25.09.2017 - 14:06