Jós fúkyrðum yfir Priebus og Bannon

Anthony Scaramucci, nýskipaður yfirmaður samskiptamála bandaríska forsetaembættisins, réðist í gær að háttsettum samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu með fordæmalausum fúkyrðaflaumi. Að kvöldi miðvikudags hringdi Scaramucci í blaðamann tímaritsins...
28.07.2017 - 01:31

Heiðursgestir á Gleðigöngu í Færeyjum

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hennar Jónína Leósdóttir voru heiðursgestir í Gleðigöngunni í Færeyjum í dag þar sem um sex þúsund manns tóku þátt. Jóhanna segir að bylting hafi orðið í afstöðu Færeyinga til hinsegin...
27.07.2017 - 22:09

Leggja bann við mótmælaaðgerðum

Stjórnvöld í Venesúela hafa lagt blátt bann við mótmælaaðgerðum í landinu, í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt stjórnlagaráð á sunnudaginn. Fjölmenn mótmæli hafa verið síðustu vikur og mánuði gegn stjórn Nicholas Maduros, forseta landsins,...
27.07.2017 - 21:51

Brexit-viðræður dragast fram í desember

Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum um brotthvarf Bretlands úr sambandinu, segir að hugsanlega dragist það fram í desember að viðræður um viðskiptasamning hefjist. Til stóð að þær hæfust tveimur mánuðum fyrr.
27.07.2017 - 21:01

Transfólk fær ekki að gegna hermennsku

Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki ákveðið hvernig þau ætla að útfæra bann við að transfólk fái að gegna herþjónustu í bandaríska hernum. 
27.07.2017 - 19:14

Jeff Bezos er ríkasti maður heims

Eftir umtalsverða hækkun hlutabréfa fyrirtækisins Amazon í dag er Jeff Bezos, stofnandi fyrirtækisins, orðinn ríkasti maður heims. Bezos á um fimmtungshlut í Amazon, sem er metið á 500 milljarða bandaríkjadala, um 52.355 milljarða íslenskra króna.
27.07.2017 - 15:52

Dregið úr öryggisgæslu á Musterishæð

Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjarlæga allan öryggisviðbúnað sem settur hefur verið upp á Musterishæð í Jerúsalem á undanförnum tveimur vikum.
27.07.2017 - 11:24

Grikkir fá meiri aðstoð frá ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðið Grikkjum meiri aðstoð vegna flóttamanna í landinu, en í Grikklandi hafa verið um 62.000 flóttamenn, sem komast hvergi, síðan önnur Evrópusambandsríki lokuðu landamærum sínum í mars í fyrra.
27.07.2017 - 11:02

Saakashvili sviptur ríkisborgararétti

Mikheil Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, hefur verið sviptur ríkisborgararétti í Úkraínu þar sem hann hefur dvalist undanfarin ár. Saakashvili, sem staddur er í Bandaríkjunum, greindi sjálfur frá þessu á Facebook snemma í morgun og sagði að...
27.07.2017 - 10:08

Svíþjóð: Tveir ráðherrar hverfa úr stjórn

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að stokka upp í ríkisstjórn sinni vegna kröfu stjórnarandstöðunnar um að þrír ráðherrar verði látnir hætta vegna mistaka í starfi. Hann greindi frá þessu á fréttamannafundi í Stokkhólmi fyrir stundu.
27.07.2017 - 09:09

Vígamenn hverfa frá landamærum Líbanons

Allt var með kyrrum kjörum í fjöllum Jurud Arsal á landamærum Líbanons og Sýrlands í morgun, en þar hófst í nótt vopnahlé milli Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Fateh al-Sham, sem áður kallaði sig Al-Nusra. 
27.07.2017 - 08:21

Slökkvistarf gengur betur í Frakklandi

Slökkviliðsmönnum hefur að mestu tekist að hefta útbreiðslu skógarelda í Cote d'Azur og  Bouches-du-Rhone í suðurhluta Frakklands, þar sem þúsundir íbúa og ferðamanna hafa í vikunni orðið að flýja í öruggt skjól.
27.07.2017 - 08:06

Óvíst um framtíð sænsku stjórnarinnar

Í ljós kemur á næstu klukkustund hvort Stefan Löven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hyggst biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti á þrjá ráðherra.
27.07.2017 - 07:53

Sádi-Arabar ábyrgir fyrir árás á flóttafólk

Næsta öruggt þykir að Sádi-Arabar beri ábyrgð á mannskæðri árás á bát, fullan af sómölsku flóttafólki, undan Jemenströndum í mars síðastliðnum. Þetta kemur fram í trúnaðargögnum Sameinuðu þjóðanna, sem AFP-fréttastofan hefur undir höndum. 140 voru...
27.07.2017 - 07:01

Miklir eldar blossa upp að nýju í Portúgal

Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín um miðbik Portúgals, þar sem feikilegir skógareldar ógna nú byggð og loka vegum, rúmum mánuði eftir að 64 fórust í miklum eldum á svipuðum slóðum. Heitast brenna eldarnir í Serta í Castelo Branco-héraði...
27.07.2017 - 05:32