Heimskautaísinn hverfur

Nýjar gervihnattamyndir sýna að vetrarís á Norður-Pólnum er sá minnsti frá upphafi mælinga, þriðja veturinn í röð. Lagnaðarís hefur minnkað vegna hærri lofthita af völdum loftslagsbreytinga. Vísindamenn vara við alvarlegum afleiðingum þessa, öfgum í...
23.03.2017 - 18:44

Ágreiningur um innflytjendamál eykst í Kanada

Justin Trudeau, forsætisráðherra í Kanada opnaði faðminn í byrjun árs og sagði að Kanadamenn byðu þá sem flýja ofsóknir, ógnir og stríð velkomna. Þetta sagði hann á Twitter í byrjun árs eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umdeilt...
23.03.2017 - 17:00

Árásarmaðurinn er 52 ára Breti

Lögreglan í Lundúnum hefur birt nafn mannsins sem framdi voðaverkin við þinghúsið í miðborginni í gær. Hann hét Khalid Massoud, var 52ja ára gamall, borinn og barnfæddur í Kent, suðvestur af Lundúnum. Lögreglan segir í yfirlýsingu á Twitter að engar...
23.03.2017 - 16:20

Grunaður um að ætla að keyra á fólk

Maður var stöðvaður og handtekinn í belgísku hafnarborginni Antwerpen fyrr í dag grunaður um að ætla að keyra bíl sínum á fólk í borginni. Í bíl hans fundust eggvopn, byssa og torkennilegur vökvi. Belgískir hermenn reyndu að stöðva manninn þegar...
23.03.2017 - 15:29

Umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu frestað

Skoska þingið hefur frestað því til næsta þriðjudags að greiða atkvæði um tillögu Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra, um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Skotland verði sjálfstætt ríki. Þetta er gert í virðingarskyni við breska þingið....
23.03.2017 - 13:39

Íslamska ríkið lýsir árás á hendur sér

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segja í yfirlýsingu að þeirra maður hafi verið að verki þegar árás var gerð á fólk utan við þinghúsið í Lundúnum í gær. Þetta kemur fram á Amaq, fréttasvef vígasveitanna. Þar segir að árásin hafi...
23.03.2017 - 13:00

Dagur Norðurlanda í dag

Dagur Norðurlanda er í dag, en 23. mars árið 1962 var Helsingforssáttmálinn undirritaður.
23.03.2017 - 12:01

Sprengingar í vopnabúri - fólk flutt á brott

Tuttugu þúsund manns sem búa í grennd við herstöð í bænum Balakliya í austurhluta Úkraínu hafa verið fluttir að heiman vegna sprenginga í vopnabúri í stöðinni. Eldur kom upp í geymslunni, þar sem er að finna flugskeyti og önnur hergögn úkraínska...
23.03.2017 - 10:09

Árásin í Lundúnum: Fjórir látnir, sjö í haldi

Sjö hafa verið handteknir eftir árásina í Westminster í Lundúnum í gær. Breska lögreglan staðfesti þetta á áttunda tímanum í morgun. Þá var frá því greint að fjórir væru látnir, árásarmaðurinn og þrjú fórnarlömb hans. Sjö eru alvarlega særðir á...
23.03.2017 - 08:21

Húsleit í Birmingham vegna árásar í Lundúnum

Breska lögreglan er með nokkra menn í haldi eftir húsleit í Birmingham síðla nætur, að því er breska fréttasjónvarpsstöðin Sky greinir frá. Lögregla hefur til þessa ekki viljað staðfesta fréttina. Samkvæmt heimildarmanni Sky voru þrír menn...
23.03.2017 - 07:39

Samræmist ekki sjónarmiðum um tjáningarfrelsi

Ákvæði Íslands um smánun þjóðarleiðtoga sæmræmist ekki sjónarmiðum um tjáningarfrelsi. Á Íslandi liggi þungar refsingar við því að smána erlenda þjóðarleiðtoga, þær þyngstu sem um getur á öllu ÖSE svæðinu.
23.03.2017 - 07:36

Nató heldur ekki bókhald yfir gamlar skuldir

Atlantshafsbandalagið, Nató, heldur ekki bókhald yfir gamlar skuldir aðildarríkjanna, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þegar hann sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, nokkrum dögum eftir...
23.03.2017 - 05:52

Ódæðismaðurinn talinn hafa verið einn að verki

Talið er nær öruggt að maðurinn sem felldi fjóra og særði á fimmta tug þegar hann ók inn í hóp fólks og réðist svo á óvopnaðan lögregluvörð við breska þinghúsið í Lundúnum í gær hafi verið einn að verki. Mark Rowley, aðstoðarlögreglustjóri og...
23.03.2017 - 05:24

Duterte ýjar að herlögum og afnámi kosninga

Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, ýjaði enn að því í morgunsárið að ekki væri óhugsandi að hann setti herlög í landinu og blési af sveitarstjórakosningar sem fram eiga að fara í október næstkomandi. Þess í stað myndi hann...
23.03.2017 - 03:27

10 fjöldagrafir fundust í Kongó

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fundið 10 fjöldagrafir í hinu róstusama Kasai-héraði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Barbara Matasconi, fulltrúi skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í landinu, greindi frá þessu á fréttamannafundi í...
23.03.2017 - 01:44