Mesta verðhjöðnun um áratuga skeið

Ef ekki væri fyrir hækkandi húsnæðisverð hefði orðið verðhjöðnun hérna síðasta árið, meiri en nokkurn tímann síðan á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Þess í stað mælist verðbólga 1,7 prósent og hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans...
29.05.2017 - 10:32

Vilja gera upplýsingar um fyrirtæki ókeypis

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leggur til að frumvarp Pírata, um að hægt verði að fletta upplýsingum um stjórnendur fyrirtækja upp ókeypis á netinu, verði samþykkt. Nú þarf að greiða fyrir þessar upplýsingar.
28.05.2017 - 15:30

Byggingakranar litlu færri en árið 2007

Byggingakranar á landinu eru litlu færri en þeir voru árið 2007 þegar mest var um að vera í íslensku efnahagslífi fyrir hrun. 349 byggingakranar eru skráðir í notkun á landinu sem er það langmesta frá því fyrir hrun. Árið 2007 fengu 364 kranar...
26.05.2017 - 09:43

Örtröð í Costco

Fjöldi fólks hefur notað sér frí úr vinnunni á uppstigningardag og lagt leið sína í verslunina Costco í Kauptúni í Garðabæ. Margir viðskiptavinir voru komnir þangað þegar verslunin var opnuð klukkan tíu í morgun. Stöðugur straumur bíla hefur legið...
25.05.2017 - 13:34

Helmingi fleiri feður en mæður fá hámarksbætur

Feður sem nýta sér rétt til greiðslna í fæðingarorlofi eru að staðaldri mun tekjuhærri en mæður sem það gera. Á síðasta ári hafði um þriðjungur feðra á bilinu 500 til 750 þúsund krónur á mánuði í laun. Aðeins um sjöunda hver móðir hafði það háar...
25.05.2017 - 12:14

Atvinnuleysi 3,2% í apríl

Atvinnuleysi mældist 3,2% í síðasta mánuði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Mest er atvinnuleysið hjá yngsta aldurshópnum 16 til 24 ára, eða 9,7%.
24.05.2017 - 13:51

Einn stjórnarflokka fylgjandi myntráði

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mjög miklar áhyggjur af afleiðingunum ef krónan heldur áfram að styrkjast. Myntráð sé róttæk lausn sem Viðreisn styðji einn stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður...
24.05.2017 - 13:18

Innbyggð skekkja og breytt hegðun ferðamanna

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir margt skýra misræmi milli opinberra talna um fjölgun ferðamanna og fjölda gistinátta. Þar á meðal sé innbyggð skekkja í talningu ferðamanna en sennilega ráði aðrir þættir meiru um misræmið. Þar á meðal...
24.05.2017 - 08:13

Kjararáð leiðréttir laun um 17 mánuði

Kjararáð hefur leiðrétt laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra 17 mánuði aftur í tímann eða frá 1. janúar á síðasta ári. Laun forstjóra Landsnets voru leiðrétt rúmt ár aftur í tímann á fundi ráðsins í síðustu viku. Orkumálastjóri sagði...
24.05.2017 - 06:36

Moody's lækkar lánshæfismat Kína

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat kínverska ríkisins í nótt. Fyrirtækið varar við því að skuldir hagkerfisins fari hækkandi þar sem von er á því að vöxtur þess fari minnkandi á næstu árum. Einkunnin fer úr A1 niður í Aa3, en Moody...
24.05.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Sameinast skósöluveldi með sölu á Ellingsen

Sjávarsýn, félag sem er alfarið í eigu Bjarna Ármannssonar, hefur selt allt hlutafé í útvistar- og lífstílsfyrirtækinu Ellingsen til skórisans S4S ehf. Félagið er eitt það stærsta á sviði skósölu en það rekur verslanir Steinars Waage, Kaupfélagið,...
23.05.2017 - 17:18

Íslendingar fylltu innkaupakerrurnar í Costco

Opnun Costco hefur vakið mikla athygli og það voru fjölmargir sem lögðu leið sína í verslunina í morgun. Nærri tvö hundruð stóðu í röð fyrir utan þegar verslunin var opnuð en sá fyrsti mætti fyrir miðnætti í gær. Flestir keyptu meira en þeir ætluðu...
23.05.2017 - 13:38

Skammtímaaðgerðir ætti að forðast

Krónan hefur styrkst um tæp 40% á tveimur og hálfu ári. Hagfræðingur við Háskóla Íslands segir að sporna ætti gegn gengissveiflum með því að hækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Forsætisráðherra segir að forðast eigi skammtímaaðgerðir til að...
22.05.2017 - 19:54

Ætla ekki að bregðast við verði Costco

Hlutabréf í olíufélögunum snarlækkuðu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir að Costco selji eldsneyti á kostnaðarverði til að fá fólk inn í vöruhúsið, olíufélögin geti ekki keppt við það.
22.05.2017 - 12:43

Raungengi krónu ekki sterkara í 37 ár

Raungengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur ekki verið sterkara frá árinu 1980. Þetta segir forstöðumaður greiningardeildar Arion-banka. Iðnfyrirtæki, sjávarútvegur og sprotafyrirtæki finni mest fyrir þessu. Bandaríkjadalur kostar nú minna...
22.05.2017 - 12:36