Icelandair hagnast um rúman milljarð

Icelandair Group hagnaðist um 11 milljónir bandaríkjadala á öðrum fjórðungi ársins, eða jafngildi 1,1 milljarðs íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að heildartekjur hafi aukist um 11% á milli ára og numið tæpum...
27.07.2017 - 17:47

Landsbankinn hagnast um tæpa 13 milljarða

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 12,7 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Þetta er 1,5 milljarða króna meiri hagnaður heldur en á sama tíma í fyrra. Þá hefur arðsemi eigin fjár á...
27.07.2017 - 16:56

Jeff Bezos er ríkasti maður heims

Eftir umtalsverða hækkun hlutabréfa fyrirtækisins Amazon í dag er Jeff Bezos, stofnandi fyrirtækisins, orðinn ríkasti maður heims. Bezos á um fimmtungshlut í Amazon, sem er metið á 500 milljarða bandaríkjadala, um 52.355 milljarða íslenskra króna.
27.07.2017 - 15:52

Efnahagur rússneska þjóðarbúsins vænkast

Efnahagsbati í Rússlandi undanfarna mánuði er nokkru meiri en spáð hafði verið. Stjórnvöld vonast til þess að hagvöxtur á árinu nái tveimur prósentum.
26.07.2017 - 14:53

Samskip kaupa starfsemi Nor Lines

Samskip hafa samið um kaup á rekstri norska skipafélagsins Nor Lines AS sem er í eigu DSD Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda og er markmiðið með kaupunum að efla starfsemi Samskipa  á norska...
26.07.2017 - 11:00

AGS segir bjart útlit í efnahag heimsins

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur í heiminum verði 3,5% í ár. Þetta kemur fram í nýbirtri spá sjóðsins.Helstu tíðindi í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að útlit í efnahagsmálum heimsins er bjart. Maurice Obstfeld,...

Krónuflökt ekki óeðlilegt eftir losun hafta

Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af flökti á krónunni undanfarnar vikur. Þetta segir prófessor í hagfræði. Hann segir lítil viðskipti geta haft mikil sveifluáhrif á krónuna.
24.07.2017 - 09:10

Launavísitalan hækkað um 7,3 prósent

Í júní hækkaði launavísitala á Íslandi um eitt prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands.
24.07.2017 - 09:11

Olíuráðherrar funda í Rússlandi

Ráðherrar og embættismenn nokkurra ríkja innan og utan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, sitja nú á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi til að ræða leiðir til að takmarka olíuframleiðslu Nígeríu og Líbíu.
24.07.2017 - 08:43

Dollari yrði frekar fyrir valinu en evra

Ef menn ætluðu að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna yrði dollari væntanlega fyrir valinu frekar en evra, segir utanríkisráðherra. Stjórnarstefnan sé þó sú að halda krónunni.
22.07.2017 - 14:44

Margar konur en lág laun

Ísland er eitt aðeins fjögurra ríkja Efnahags- og framfarastofunarinnar, OECD, þar sem konur eru í helmingi æðri stjórnunarstaða hjá hinu opinbera. Hin ríkin eru Pólland, Grikkland og Lettland. Þetta kemur fram í ritinu Government at a Glance 2017...
22.07.2017 - 08:41

Ísland í 3. sæti í eftirlaunaöryggi

Öryggi og afkoma eftirlaunaþega á Íslandi er með því allra besta sem gerist í heiminum samkvæmt Alheimseftirlaunastaðlinum - Global Retirement Index - fyrir árið 2017
21.07.2017 - 14:12

Skoðun Benedikts, ekki ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að málflutningur Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, um að hafna beri íslensku krónunni, lýsi hans eigin skoðun og flokks hans, en ekki ríkisstjórnarinnar. Ekki standi til að skipta um gjaldmiðil.
20.07.2017 - 20:43

Milljón hamborgarar á ári

Veitingakeðjan Hamborgarabúlla Tómasar og erlend útgáfa hennar, Tommi's Burger Joint, selur nú yfir milljón hamborgara á ári og árleg velta komin yfir milljarð. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag. Veitingahús númer tuttugu og eitt er nú...
20.07.2017 - 07:00

Engin niðurstaða á fundi Bandaríkjanna og Kína

Samninganefndir Bandaríkjanna og Kína gengu frá viðskiptafundi ríkjanna í Washington án samkomulags. Engin sameiginleg yfirlýsing eða aðgerðaráætlun var gefin út eftir fundinn og hætt var við sameiginlegan blaðamannafund.
20.07.2017 - 05:41