Mikil rigning eystra út vikuna

Spáð er mikilli rigningu í nótt á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Það dregur lítið úr rigningunni næstu daga og búist við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum slóðum.
26.09.2017 - 06:32

Enginn í stjórninni vissi um áform Sigmundar

Formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi segir engan í stjórninni hafa vitað að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, efsti maður á lista flokksins í kjördæminu, ætlaði að segja sig úr flokknum og stofna nýjan. Þórunn Egilsdóttir,...
24.09.2017 - 20:49

Kosið hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi

Stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi leggur til að kosið verði um fimm efstu sæti á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar.

Stormur og mikil rigning

Veðurstofan varar við stormi syðst á landinu á morgun og talverðri úrkomu víða um land en þó sérstaklega á Suðausturlandi og Austfjörðum.
22.09.2017 - 21:32

Veiddu makríl í nót í Smugunni

Uppsjávarskipið Börkur NK fékk 630 tonn af makríl í nót í Smugunni. Nótaveiðar á makríl hafa ekki verið reyndar af íslenskum skipum frá því að makrílveiðar hófust hér fyrir alvöru. Makríll er almennt veiddur í flotvörpu, en makríll veiddur í nót er...
22.09.2017 - 14:11

Ný snjóflóðamannvirki vígð í Neskaupstað

Í vikunni voru nýir snjófljóðavarnargarðar vígðir á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað, en framkvæmdir hafa staðið yfir frá árinu 2008. Vonast er til þess að mannvirkin auki öryggi, en bæti jafnframt aðstöðu til útivistar.
22.09.2017 - 12:08

Segir hljóðdeyfa minnka álag á hjarðirnar

Í dag er síðasti dagur hreindýraveiða, en í ár var í fyrsta sinn leyfilegt að nota hljóðdeyfa við veiðarnar. Leiðsögumaður telur að hljóðdeyfar ættu að vera skylda enda bæti það starfsaðstæður og minnki álag á hjarðirnar. „Það munar rosalega miklu...
20.09.2017 - 20:21

Þjóðvegur 1 við það að rofna í Berufirði

Mikið hefur rignt á Austfjörðum í morgun og í Berufirði við bæinn Núp er Þjóðvegur eitt við það að fara í sundur. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi, segir að ræsi sem á að hleypa vatni undir veginn sé löngu ónýtt og botninn ryðgaður úr rörinu. Önnur...
20.09.2017 - 12:07

Stormur og rigning í fyrramálið

Veðurstofan varar við stormi á Suðausturlandi í fyrramálið. Meðalvindur í Öræfum getur farið í 25 metra á sekúndu og vindur í hviðum gæti farið nærri 40 metrum á sekúndu. Talsverð rigning verður austantil á landinu og á köflum mikil rigning á...
19.09.2017 - 23:07

Eldurinn kom upp í geymslu í húsinu

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að eldur, sem kviknaði á sveitabæ á Héraði í síðustu viku, kom upp í geymslu í húsinu. Maður fórst í brunanum en kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur enn ekki gefið út hver hann var. Yfirgnæfandi líkur eru...
18.09.2017 - 13:38

Skemmdir unnar á kirkjunni í Loðmundarfirði

Fólk sem kom í Klyppstaðarkirkju í Loðmundarfirði um helgina sá að þar höfðu nýlega verið unnar skemmdir. Innri hurð kirkjunnar hafði verið spörkuð upp og brotin og farið um kirkjuna á forugum skóm. Maður sem hefur litið til með kirkjunni hvetur...
18.09.2017 - 13:10

Sprengdu dufl hlaðið TNT í Fáskrúðsfirði

Landhelgisgæslan var með talsverðan viðbúnað í Fáskrúðsfirði gærkvöld eftir að Ljósafell SU 70 fékk tundurdufl í trollið. Gæslan sendi 3 menn úr sprengjusveitinni austur með þyrlu og lenti hún við Fögrueyri um klukkan hálf þrjú í nótt.
18.09.2017 - 12:52

Umhverfis landið með handafli

Þeir sem aka eftir þjóðvegi eitt þessa dagana kunna að mæta heldur óvenjulegum ferðalangi. Spænskur maður í hjólastól réðst í það verkefni að hjóla hringinn í kringum landið nær eingöngu með handafli.
18.09.2017 - 09:31

Maður fórst í eldsvoða á Héraði

Maður fórst í eldsvoða á sveitabæ á Fljótsdalshéraði í gær. Slökkvilið var kallað að bænum rétt fyrir hádegi. Íbúðarhúsið var þá alelda og fannst maðurinn þar látinn.
15.09.2017 - 11:51

Húsbyggingum hrint af stað á Hornafirði

Húsnæðisskortur á Höfn í Hornafirði hefur gert fólki erfitt fyrir að flytja á staðinn. Sveitarfélagið greip til sinna ráða og hefur nú tekist að hrinda af stað byggingu á litlum fjölbýlishúsum.
14.09.2017 - 21:55