Áhrif Kröflulínu 3 á votlendi verði veruleg

Helstu neikvæðu umhverfisáhrif Kröflulínu 3 verða á Fljótsdals- og Jökuldalsheiði þar sem lagður verður vegur um mikið votlendi sem nýtur sérstakrar verndar. Þetta kemur fram í umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisáhrif línunnar.
27.04.2017 - 17:11

Flugþróunarsjóður ekki til meðferðar hjá ESA

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki borist nein formleg tilkynning frá íslenskum stjórnvöldum um Flugþróunarsjóð og getur því ekki getað ályktað um málefni sjóðsins að svo stöddu. Þetta segir Anne Vestbakke, samskiptastjóri ESA.
27.04.2017 - 13:20

Segir Flugþróunarsjóð ekki nýtast sem skyldi

Flugþróunarsjóður getur ekki veitt þann stuðning sem vonast var eftir þar sem hann samræmist ekki reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisstyrki. Því má aðeins veita takmarkað fé úr sjóðnum og það segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fæla...
27.04.2017 - 08:53

Mótmæla frumvarpi um haf- og strandsvæði

Bæjar- og sveitarstjórar á Austurlandi og Vestfjörðum mótmæla harðlega frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra að nýju haf- og strandsvæðaskipulagi. Þeir segja að frumvarpið sé aðför að sjálfsstjórn sveitarfélaga og forræði þeirra í skipulagsmálum...
26.04.2017 - 15:18

Hlýtt á SA-landi - 16,3 gráður á Kvískerjum

Hlýtt veður er nú á suðausturlandi. Hitinn fór í 16,3 gráður á Kvískerjum og 15,7 gráður á Höfn í Hornafirði skömmu fyrir hádegi. Þar tók lögreglan nagladekkin undan í morgun.
26.04.2017 - 12:26

Malbikun hefst í Norðfjarðargöngum

Stefnt er að því að hefja malbikun í Norðfjarðargöngum eftir hádegið. Tvær malbikunarstöðvar hafa verið settar upp við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði og má búast við mikilli umferð vörubíla þaðan til Eskifjarðar með malbik næstu tvær vikurnar.
26.04.2017 - 11:43

Háir stýrivextir bíta þar sem síst skyldi

Háir stýrivextir hafa komið illa við sumar atvinnugreinar og staði á landinu sem þenslan nær ekki til. Á sama tíma virðast vextirnir ekki hemja greinar eins og ferðaþjónustu sem knýja þensluna. Þá eru dæmi um að háum vöxtum sé velt í út vöruverð og...
25.04.2017 - 21:32

Hleypur klyfjaður af vegarusli

Hlaupara á Egilsstöðum ofbauð allt ruslið sem hent er út um bílglugga og liggur með fram vegum. Hann hefur í þrjú ár hirt upp allt rusl sem hann sér á hlaupum og fékk í dag viðurkenningu Náttúruverndarsamtaka Austurlands, á degi umhverfisins.
25.04.2017 - 21:16

Langförul smávél á Egilsstöðum

Lítil eins hreyfils flugvél lenti á Egilsstöðum í gærkvöld eftir flugferð alla leið frá Gosse Bay í Kanada. Vélin er af gerðinni Cesna 182 en óvenjulegt er að smærri vélar fari svo langa leið.
25.04.2017 - 11:29

„Ég var kallaður svertingi“

Heimildamynd hefur verið gerð um óvenjulega ævi Hans Jónatans, sem fæddist þræll á eyju í Karíbahafi en varð síðar verslunarmaður á Djúpavogi. Niðjar hans eru nú um þúsund talsins um allan heim en afkomendur á Íslandi hafa sumir orðið fyrir aðkasti...
24.04.2017 - 15:37

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18

Kona handtekin á Höfn fyrir kattarsmygl

Svissnesk kona var handtekin á Höfn í Hornafirði á laugardagskvöld fyrir að smygla lifandi ketti með sér til landsins í bíl sínum með ferjunni Norrænu. Kötturinn var aflífaður og bíllinn verður sótthreinsaður á kostnað eigandans.
24.04.2017 - 11:57

„Ástandið ekkert verra en það hefur verið"

Fasteignaverð er víða á landsbyggðinni mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri eru minni eignir jafnvinsælar og fyrir sunnan. Á Vesturlandi hafa frístundahús mikil áhrif og fyrir austan er verið að prófa nýjar leiðir til að liðka fyrir...
21.04.2017 - 10:03

Hvað ætlar Ratcliffe að gera við landið?

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti landeigandi hérlendis. Þær jarðir sem hann hefur keypt, svo vitað sé, eru Grímsstaðir á Fjöllum (72% hlutur), Síreksstaðir, Guðmundarstaðir og Háteigur í Vopnafirði.
19.04.2017 - 13:56

Víðast hvar vel heppnaðir skíðapáskar

Góð aðsókn var að flestum skíðasvæðum landsins um páska og veðrið var yfirleitt gott. Aðsóknin í Bláfjöllum og Skálafelli olli þó vonbrigðum og á Dalvík dró snjóleysi úr aðsókn.
18.04.2017 - 16:54