Rússar gagnrýna árás Ísraelsmanna

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna árás Ísraelsmanna í Sýrlandi í morgun og segja að Ísraelsmönnum og öðrum beri að forðast aðgerðir sem aukið geti spennuna í þessum heimshluta.

Útilokar ekki hernað með Bandaríkjamönnum

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, útilokar ekki þátttöku í hernaðaraðgerðum með Bandaríkjamönnum beiti sýrlenski stjórnarherinn aftur efnavopnum í stríðinu gegn uppreisnarmönnum.
27.04.2017 - 11:18

Fannst á lífi eftir nærri sjö vikna hrakningar

Eftir nærri sjö vikna leit fundu björgunarmenn ungt par sem týndist á göngu um Himalaya-fjöll í Nepal. Konan, sem var 19 ára, var látin þegar björgunarfólk kom, en 21 árs gamall karlmaðurinn fannst á lífi og nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í...
27.04.2017 - 01:48

Vaxandi spenna í Kasmír

Spenna hefur farið vaxandi í indverska hluta Kasmír að undanförnu. Yfirvöld hafa af þeim sökum fyrirskipað að lokað skuli fyrir vinsæla samfélagsmiðla á Netinu á borð við Facebook, Twitter og WhatsApp vegna vaxandi átaka. 
26.04.2017 - 16:31

Enn ógn af efnavopnum

Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn efnavopnum undanfarna tvo áratugi stafar enn ógn af slíkum vopnum. Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við athöfn í höfuðstöðvum Efnavopnastofnunarinnar í Haag...
26.04.2017 - 15:47

Kínverjar áhyggjufullir

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvatti í dag Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn til að hætta heræfingum við strendur Kóreuskaga og Norður-Kóreumenn til að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna, til að lægja þar öldur.
26.04.2017 - 14:54

Nýtt kínverskt flugvélamóðurskip

Nýju flugvélamóðurskipi var hleypt af stokkunum í hafnarborginni Dalian í norðausturströnd Kína í morgun. Þetta er annað flugvélamóðurskip Kínverja og verður samkvæmt breska útvarpinu BBC tekið í notkun árið 2020.
26.04.2017 - 11:01

Umdeilt loftvarnarkerfi bíður uppsetningar

Umdeildu bandarísku loftvarnarkerfi var ekið á sinn stað í Suður-Kóreu í kvöld að sögn Yonhap fréttastofunnar. Sex flutningabíla þurfti til að flytja alla hluta kerfisins. Loftvarnarkerfið, THAAD, er þeim eiginleikum gætt að geta mætt flugskeytum í...
26.04.2017 - 00:39

Ætla að merkja heilagar kýr

Ríkisstjórn Indlands hefur tilkynnt að milljónir kúa sem Hindúar telja heilagar og ganga lausar um götur borga og bæja verði merktar. Kýrnar fái örmerki í eyrun og verði skráðar í sérstakan tölvubanka guðlegra kúa. Tilgangurinn sé að koma í veg...
25.04.2017 - 08:39

Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Kóreu

Bandarískur kjarnorkukafbátur, búinn öflugum stýriflaugum, kom til hafnar í Busan í Suður-Kóreu í morgun, um svipað leyti og Norður-Kóreumenn fögnuðu 85 ára afmæli byltingarhersins með viðamikilli stórskotaliðsæfingu. Ekki kom þó til eldflauga- eða...
25.04.2017 - 06:40

Indverskir Maóistar felldu 24 lögreglumenn

Vígamenn úr röðum herskárra Maóista drápu í gær 24 lögreglumenn í Chattisgarh-ríki á Indlandi, í einni mannskæðustu árás uppreisnarmannanna um árabil. Enn fleiri liggja sárir eftir. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að lögreglumennirnir sem...
25.04.2017 - 05:31

Boðar alla öldungadeildina í Hvíta húsið

Allir 100 þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa verið boðaðir á upplýsingafund í Hvíta húsinu á miðvikudag, þar sem háttsettir embættismenn mun upplýsa þá um þróun mála á Kóreuskaganum. Varnarmálaráðherrann James Mattis og Rex Tillerson,...
25.04.2017 - 04:47

Pyntingar á föngum aukast í Afganistan

Fangar í afgönskum fangelsum eru beittir pyntingum, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Ill meðferð á föngum virðist fara vaxandi þrátt fyrir ný lög sem eiga að koma í veg fyrir pyntingar.
24.04.2017 - 15:39

Mattis í óvæntri heimsókn í Afganistan

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Afganistans í morgun um sama leyti og tilkynnt var að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður hersins hefðu sagt af sér. Þetta er fyrsta heimsókn Mattis til Afganistans í...
24.04.2017 - 09:24

Varnarmálaráðherra segir af sér vegna árásar

Abdullah Habibi, varnarmálaráðherra Afganistans, og Qadam Shah Shaheem, yfirforingi hersins, báðust í morgun lausnar og hefur Ashraf Ghani, forseti landsins, fallist á lausnarbeiðni þeirra. Þetta sagði í tilkynningu frá embætti forseta.
24.04.2017 - 08:06