Vígamenn hverfa frá landamærum Líbanons

Allt var með kyrrum kjörum í fjöllum Jurud Arsal á landamærum Líbanons og Sýrlands í morgun, en þar hófst í nótt vopnahlé milli Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Fateh al-Sham, sem áður kallaði sig Al-Nusra. 
27.07.2017 - 08:21

Sádi-Arabar ábyrgir fyrir árás á flóttafólk

Næsta öruggt þykir að Sádi-Arabar beri ábyrgð á mannskæðri árás á bát, fullan af sómölsku flóttafólki, undan Jemenströndum í mars síðastliðnum. Þetta kemur fram í trúnaðargögnum Sameinuðu þjóðanna, sem AFP-fréttastofan hefur undir höndum. 140 voru...
27.07.2017 - 07:01

Jemen: Nærri 80 prósent barna hjálpar þurfi

Nærri 80 prósent barna í Jemen þurfa brýna aðstoð vegna stríðsátaka, hungurs og kólerufaraldurs í landinu. Þetta segja forystumenn þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna í sameiginlegri yfirlýsingu.
26.07.2017 - 11:36

Mikið mannfall í árás Talibana

Að minnsta kosti 26 afganskir hermenn féllu og þrettán særðust í árás Talibana á herstöð í Kandahar-héraði í suðurhluta Afganistan í gærkvöld.
26.07.2017 - 08:42

Her og lögregla sinnir olíudreifingu

Hundruð her- og lögreglumanna voru sendir til að sinna olíudreifingu á Sri Lanka í morgun eftir að starfsmenn í tveimur helstu dreifingastöðum landsins lögðu niður vinnu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að selja hluti í þeim til fyrirtækja á...
26.07.2017 - 08:18

Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin

Norður-Kóreumenn hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin sjáist þess nokkur merki að reynt verði að koma Kim Jong-un, einræðisherra landsins, frá völdum. Ríkisfréttastofa landsins, KCNA, hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins í Pyongyang að...
26.07.2017 - 07:39

Bankainnistæður Yingluck frystar

Yfirvöld í Taílandi hafa fryst innistæður á sjö bankareikningum Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna sektar sem hún á yfir höfði sér og tengist umdeildri niðurskurðaráætlun á hrísgrjónum í valdatíð hennar.
25.07.2017 - 09:15

Staðfestir að stuðningi hafi verið hætt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í gær að hætt hefði verið stuðningi við hópa uppreisnarmanna sem barist hefðu gegn Assad Sýrlandsforseta og stjórn hans. Forsetinn vísaði hins vegar á bug fullyrðingum í blaðinu Washington Post að það...
25.07.2017 - 08:21

Grunur um nýja flugskeytatilraun

Grunur leikur á að Norður-Kóreunn séu að undirbúa nýja tilraun með langdrægt flugskeyti sem hugsanlega geti náð alla leið til Alaska.
25.07.2017 - 07:59

Réttað yfir blaðamönnum í Tyrklandi

Sautján stjórnarmenn og blaðamenn við tyrkneska blaðið Cumhuriyet komu fyrir rétt i Istanbúl í morgun sakaðir um brot á hryðjuverkalöggjöf landsins.
24.07.2017 - 09:17

Þýskir ráðamenn gagnrýna Erdogan

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sé að stefna í hættu aldalöngum samskiptum milli ríkjanna með framgöngu sinni og framkomu. 
24.07.2017 - 08:06
Erlent · Asía · Evrópa

Tugir létust í sprengjuárás í Kabúl

Að minnsta kosti 24 eru látnir og 42 særðir eftir að bílsprengja sprakk í Kabúl snemma í morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytis Afganistans segir sprengjuna hafa sprungið nærri rútu. Hún var þétt setin starfsmönnum ráðuneytis námumála á leið til...
24.07.2017 - 04:51

Sjóliðar björguðu fílum úr lífsháska

Tveir ungir fílar sem skolaði á haf út geta þakkað athugulum sjóliðum frá Sri Lanka lífsbjörgina. Það dugðu engin vettlingatök til að koma þeim á land, kafarar, reipi og floti smáskipa sjóhersins varð að vinna saman við að koma þeim nærri...
23.07.2017 - 23:09

Lögreglumenn létust í loftárás Bandaríkjamanna

16 afganskir lögreglumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Helmand héraði Afganistans í gær. Tveir lögreglumenn særðust að auki. Bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfestir ábyrgð á árásinni. Henni hafi verið beint að bækistöðvum Talibana í...
22.07.2017 - 06:29

Kínverjar banna Bieber

Kanadíska poppgoðið Justin Bieber fær ekki að koma fram í Kína á næstunni. Menningarmálaráðuneyti Kína greinir frá þessu í yfirlýsingu í gær. Þar segir að ráðuneytinu þyki óviðeigandi að hleypa listamönnum upp á svið sem kunna ekki að haga sér...
22.07.2017 - 03:23
Erlent · Asía · Kína · Popptónlist · Tónlist