Mannskæð monsúnrigning á Sri Lanka

Yfir 160 eru látnir af völdum aurskriða eftir monsún-úrhelli á Sri Lanka. Sífellt fleiri lík finnast grafin ofan í aurskriðum sem féllu yfir íbúðabyggðir. Yfir 100 er enn saknað og nærri 90 eru á sjúkrahúsi.
29.05.2017 - 05:38

Flugskeyti skotið frá Norður-Kóreu

Flugskeyti var skotið frá austurströnd Norður-Kóreu í kvöld. Yonhap fréttastofan hefur þetta eftir heimildum innan Suður-Kóreuhers. Moon Jae-In, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði vegna tilraunarinnar.
28.05.2017 - 22:28

Segir Sáda mjólkurkýr Bandaríkjanna

Æðsti leiðtogi Írans fór hörðum orðum um nágranna sína í Sádí Arabíu í ræðu sem hann hélt í tilefni Ramadan, helgs mánaðar múslima, að sögn AFP fréttastofunnar. Hann sagði Sáda vera mjólkurkýr heiðingjanna frá Bandaríkjunum.
28.05.2017 - 07:54

Um hálf milljón flýr heimili sín í Sri Lanka

Nærri 130 eru látnir og nærri hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín vegna mestu vatnavaxta í Sri Lanka í yfir áratug. Tuga er enn saknað. Björgunarsveitir fóru með neyðarbirgðir til nauðstaddra í gistiskýlum í nótt á svæðunum sem urðu verst...
28.05.2017 - 06:52

Um 90 látnir í átökum á Filippseyjum

Vígamenn hafa myrt 19 almenna borgara í filippeysku borginni Marawi síðustu daga. Nærri vika er síðan átök hófust á milli vígamanna og öryggissveita í borginni, og hafa herlög verið sett á Mindanao-eyju.
28.05.2017 - 06:10

Flugu í veg fyrir bandaríska eftirlitsvél

Kínverskar herþotur flugu til móts við eftirlitsflugvél Bandaríkjahers yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Reuters hefur eftir starfsmanni varnarmálaráðuneytisins að önnur herþotan hafi verið innan við 200 metrum frá eftirlitsvélinni. Talsmaður...
28.05.2017 - 05:41
Erlent · Asía · Bandaríkin · Kína

Vill loftvarnir um allt land

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, fylgdist með tilraunaskotum úr nýjum loftvarnarbyssum norður-kóreska hersins á dögunum. Frá þessu var greint í þarlendum ríkisfjölmiðlum í nótt. Kim vill sjá loftvarnarkerfið um allt land.
28.05.2017 - 04:44

Duterte gagnrýndur vegna nauðgunarbrandara

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur verið gagnrýndur harðlega eftir nauðgunarbrandara sem hann sagði í ræðu fyrir hermenn. Duterte, sem lýsti yfir herlögum í suðurhluta landsins í vikunni, sagði við hermennina að hann myndi sjálfur fara í...
27.05.2017 - 20:34

Herinn beitir sprengjuárásum í Marawi

Öryggissveitir filippeyskra stjórnvalda vörpuðu sprengjum á vígasveitir íslamista í borginni Marawi í suðurhluta Filippseyja í nótt. Átök hafa staðið yfir í borginni í fimm daga og hafa tugir þúsunda almennra borgara flúið heimili sín. Herlög eru á...
27.05.2017 - 06:24

Hundrað látnir í monsúnregni Sri Lanka

Að minnsta kosti 100 hafa fundist látnir og 90 er saknað eftir úrhellis monsúnregn á suðvesturhluta Sri Lanka. Um 60 þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna veðursins.
27.05.2017 - 04:57

Samkynja hjónabönd lögleg í Taívan

Æðsti dómstóll Taívans úrskurðaði í gær að núgildandi lög um að hjónaband sé aðeins á milli karls og konu séu ógild. Jafnframt segir úrskurður dómaranna að bann við samkynja hjónaböndum stríði gegn frelsi fólks til hjónabanda og jafnrétti fólks.
25.05.2017 - 06:45

Bandaríkjaher í Suður-Kínahafi

Bandarískt herskip sigldi nærri manngerðri eyju í Suður-Kínahafi í nótt. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir herskipið hafa verið innan 12 sjómílna frá eyjunni, sem Kínverjar hafa unnið hörðum höndum við að stækka undanfarið....
25.05.2017 - 05:11
Erlent · Asía · Bandaríkin · Kína

Átök harðna á suðurhluta Filippseyja

Vígamenn stormuðu í gegnum borgina Marawi í suðurhluta Filippseyja í dag og féllu minnst 21 í átökum þeirra við öryggissveitir. Þeir lögðu eld að húsum, rændu rómversk kaþólskum presti og söfnuði hans og reistu fána samtakanna sem kenna sig við...
25.05.2017 - 01:53

Trump við Duterte „Þú vinnur frábært starf“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í hástert fyrir framgöngu hans í baráttunni gegn fíkniefnum í samtali þeirra í síðasta mánuði. Þúsundir hafa látist í aðgerðum lögreglu og eru stjórnvöld sökuð um...
24.05.2017 - 10:19

Moody's lækkar lánshæfismat Kína

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat kínverska ríkisins í nótt. Fyrirtækið varar við því að skuldir hagkerfisins fari hækkandi þar sem von er á því að vöxtur þess fari minnkandi á næstu árum. Einkunnin fer úr A1 niður í Aa3, en Moody...
24.05.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti