Palestínumaður skaut þrjá til bana

Palestínumaður skaut þrjá ísraelska öryggisverði til bana við innganginn að landtökusvæðinu á Vesturbakkanum í morgun. Einn öryggisvörður særðist að auki. Hann var fluttur á sjúkrahús og liggur þar þungt haldinn. Árásarmaðurinn var skotinn til bana...
26.09.2017 - 06:45

Lífvörður Dutertes skotinn til bana

Lífvörður Rodrigo Dutertes, forseta Filippseyja, var skotinn til bana í morgun. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir yfirmanni öryggissveita landsins.  AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni forsetaembættisins að skotárásin sé nú rannsökuð.
26.09.2017 - 06:30

Kosningar í Kúrdistan auka óstöðugleika

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varar við því að þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda um sjálfstæði frá Írak auki enn frekar á óstöðugleika í landinu. Allar líkur eru á stórsigri sjálfstæðissinna að sögn sérfræðinga.
26.09.2017 - 04:20
Erlent · Asía · Bandaríkin · Íran · Kúrdar

Öryggisráð fundar um Mjanmar á fimmtudag

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á fimmtudag til að ræða átökin í Mjanmar. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, kemur til fundarins og ræðir um ástandið.
26.09.2017 - 03:24

Forsætisráðherra Japans ætlar að rjúfa þing

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, vill kjósa ári fyrr en til stóð. Hann ætlar að rjúfa þing á fimmtudaginn og boða til nýrra kosninga. Talið er að hann vilji endurheimta umboð sitt nú þegar spenna á kóreuskaga dregur athyglina frá ásökunum um...
25.09.2017 - 10:00

Kúrdar kjósa um sjálfstæði í dag

Atkvæðagreiðsla hefst meðal Kúrda í Írak í dag, þrátt fyrir andstöðu stjórnvald í Bagdad. Kúrdar greiða atkvæði um sjálfstæði Kúrdistans, og þar af leiðandi slitum frá Írak. Stjórnvöld í Tyrklandi og Íran fylgjast grannt með gangi mála.
25.09.2017 - 05:36
Erlent · Asía · Írak · Kúrdar

Sjálfsvígsárás á danska hermenn

Þrír almennir borgarar særðust í dag í sjálfsvígsárás á bílalest hermanna Atlantshafsbandalagsins í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Í bílalestinni voru danskir hermenn. Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn staðfestir að engan þeirra hafi sakað.
24.09.2017 - 10:39

Mótmæltu hótunum Bandaríkjaforseta

Hundrað þúsund manns söfnuðust saman í dag í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, og mótmæltu hótunum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að ráðast á landið. Að sögn ríkisfréttastofunnar KCNA voru lesin upp skilaboð frá Kim Jong-un, leiðtoga landsins...
24.09.2017 - 10:25

Róhingjar fá ekki að kaupa símakort

Símafyrirtækjum í Bangladess hefur verið bannað að selja flóttamönnum úr minnihlutahópi Róhingja kort í farsímana sína. Þetta er gert af öryggisástæðum, að því er AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni í fjarskiptaráðuneyti landsins.
24.09.2017 - 08:45

34.000 hafa flúið eldfjallið Agung

Yfir 34.000 manns hafa nú neyðst til að flýja heimili sín umhverfis eldfjallið Agung á indónesísku eyjunni Balí, þar sem mikil hætta er talin á að eldgos hefjist þá og þegar. Talsmaður Almannavarna á Balí segir rýmingu standa yfir og á von á að enn...
24.09.2017 - 07:34

Skjálftinn ekki vegna nýrrar kjarnorkusprengju

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5, sem varð í Norður-Kóreu á laugardag, var ekki afleiðing nýrrar kjarnorkusprengingar, eins og óttast var. Jarðskjálftamiðstöð Kína sendi frá sér tilkynningu þessa efnis síðla laugardagskvölds. Þar segir að skoðun og...
24.09.2017 - 03:54

Róhingjar eru hættir að flýja til Bangladess

Straumur Róhingja-flóttamanna frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess virðist hafa stöðvaðst. Enginn hefur komið yfir landamærin síðastliðna þrjá daga. Á fimmta hundrað þúsund Róhingjar hafa flúið síðustu vikur og hafast við í flóttamannabúðum...
23.09.2017 - 18:34

Mældu jarðskjálfta í Norður-Kóreu

Jarðskjálftamælar í Kína sýna að skjálfti af stærðinni þrír komma fjórir varð í dag í Norður-Kóreu. Samkvæmt mælunum voru upptökin á innan við eins kílómetra dýpi. Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua kann það að benda til þess að sprenging hafi...
23.09.2017 - 10:04

10.000 flýja yfirvofandi eldgos

Um 10.000 manns hefur verið skipað að rýma heimili sín í nágrenni eldfjallsins Agung á Indónesíu, þar sem búið er að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna líkinda á eldgosi. Almannavarnir á Indónesíu hvetja fólk til að halda sig minnst 9 kílómetra...
23.09.2017 - 03:56
Erlent · Hamfarir · Asía · eldgos · Indónesía

Vilja ræða mál Róhingja í Öryggisráðinu

Svíþjóð, Frakkland, Bretland, Bandaríkin og þrjú ríki önnur hafa kallað eftir fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða skálmöldina í Rakhine-héraði í Mjanmar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Farið er fram á að framkvæmdastjóri...
23.09.2017 - 02:55