Jós fúkyrðum yfir Priebus og Bannon

Anthony Scaramucci, nýskipaður yfirmaður samskiptamála bandaríska forsetaembættisins, réðist í gær að háttsettum samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu með fordæmalausum fúkyrðaflaumi. Að kvöldi miðvikudags hringdi Scaramucci í blaðamann tímaritsins...
28.07.2017 - 01:31

Björgunarsveitir kallaðar út á tveimur stöðum

Björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi leita nú fjögurra manna á tveimur stöðum. Á ellefta tímanum barst beiðni um aðstoð við mann í vanda á Síðujökli þar sem er mikill vindur, en hann hafði ráðgert að tjalda þar í nótt. Maðurinn náði að senda boð...
28.07.2017 - 00:11

Biðin í gullauga og rauðar styttist

Þeir sem farnir eru að bíða eftir nýuppteknum kartöflum geta tekið gleði sína. Fyrsta uppskeran af premiere kartöflum er komin í búðir og ekki þarf að bíða lengi eftir eftirlæti landsmanna, rauðum og gullauga.
27.07.2017 - 22:31

Viðurkenndu bilun í tæki

Fyrirtækið Reykjavík Skin sagði í desember á síðasta ári að það tæki fulla ábyrgð á alvarlegum kalsárum og fullþykktarbruna sem kona hlaut vegna fitufrystingarmeðferðar. Vélarbilun hefði valdið sárunum. Í nýlegum yfirlýsingum skellir fyrirtækið...
27.07.2017 - 22:29

Heiðursgestir á Gleðigöngu í Færeyjum

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hennar Jónína Leósdóttir voru heiðursgestir í Gleðigöngunni í Færeyjum í dag þar sem um sex þúsund manns tóku þátt. Jóhanna segir að bylting hafi orðið í afstöðu Færeyinga til hinsegin...
27.07.2017 - 22:09

„Fræðilega má búast við mun öflugri skjálftum“

Skjálftahrinan stendur enn yfir á Reykjanesskaga en dregið hefur úr henni og stærsti skjálftinn í dag var þrír að stærð. Fræðilega má búast við mun öflugri skjálftum á svæðinu segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Allir...
27.07.2017 - 21:55

Leggja bann við mótmælaaðgerðum

Stjórnvöld í Venesúela hafa lagt blátt bann við mótmælaaðgerðum í landinu, í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt stjórnlagaráð á sunnudaginn. Fjölmenn mótmæli hafa verið síðustu vikur og mánuði gegn stjórn Nicholas Maduros, forseta landsins,...
27.07.2017 - 21:51

Ísland vann Belgíu með sjö stigum

Ísland og Belgía mættustu í kvöld í Smáranum, Kópavogi, en leikurinn er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.
27.07.2017 - 21:17

KR vann Fjölni í Vesturbænum

Einn leikur fór fram í Pepsi deild karla í kvöld en það var viðureign KR og Fjölnis í Vesturbænum en um var að ræða frestaðan leik frá því fyrr í mánuðnum. KR vann nokkuð öruggan 2-0 sigur og eru því komnir í 5. sæti Pepsi deildarinnar.
27.07.2017 - 21:12

Inkasso: Markaveisla í Keflavík

Keflavík vann í kvöld góðan sigur á Fylki í Inkasso deildinni í knattspyrnu. Lokatölur 2-1 fyrir Keflavík í Keflavík í kvöld. Önnur úrslit voru þau að Þór vann 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík og Selfoss - Grótta ...
27.07.2017 - 21:06

Ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum

Eftir að leikjum kvöldsins lauk er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum á Evrópumóti kvenna sem fram fer í Hollandi.
27.07.2017 - 21:02

Brexit-viðræður dragast fram í desember

Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum um brotthvarf Bretlands úr sambandinu, segir að hugsanlega dragist það fram í desember að viðræður um viðskiptasamning hefjist. Til stóð að þær hæfust tveimur mánuðum fyrr.
27.07.2017 - 21:01

England og Spánn í 8-liða úrslit

Eftir leiki kvöldsins er ljóst að England og Spánn fara upp úr D-riðli Evrópumótsins. Á meðan England fer áfram með fullt hús stiga eða níu talsins þá fer spænska liðið áfram með aðeins þrjú stig en Spánn, Portúgal og Skotland enduðu öll með þrjú...
27.07.2017 - 20:47

Allar leiðir inn og úr Akureyrarbæ vaktaðar

Akureyrarbær ætlar að fjölga eftirlitsmyndavélum og vakta allar leiðir inn í bæinn. Bæjarstjóri segir umræðu um eftirlitsmyndavélar í vetur hafa haft áhrif á ákvörðunina. Keyptar verða níu nýjar myndavélar og þar af fara fimm í miðbæinn.
27.07.2017 - 20:00

ÍBV í úrslit annað árið í röð

Eftir 2-1 sigur ÍBV á Stjörnunni í kvöld er ljóst að liðið er á leið í úrslit Borgunarbikars karla annað árið í röð.