Vetrarfærð á fjallvegum vestra

14.04.2017 - 07:17
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það er norðlæg átt á landinu í dag átta til fimmtán metrar á sekúndu en heldur hægari vindur á morgun. Él norðantil á landinu, en léttskýjað um landið sunnanvert. Hægari vindur og dregur úr éljum á mánudag. Frost víðast hvar, en hiti allt að fimm stig sunnan- og suðvestantil á landinu yfir daginn.

 

Upplýsingar um færð frá Vegagerðinni:

„Það er hálka og hálkublettir fyrir austan Hvolsvöll en annars eru vegir greiðfærir á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku og Fróðárheiði. 

Vetrarfærð er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum en hálkublettir eða greiðfært á láglendi. Ófært er um Hrafnseyrarheiði og  Dynjandisheiði en mokstur stendur yfir.

Á Norðurlandivestra er snjóþekja á Siglufjarðarvegi og hálkublettir nokkuð víða s.s. á Þverárfjalli og Vatnsskarði.

Á Norðausturlandi er hálka mjög víða á fjallvegum s.s. á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og Dettifossvegi, hálkublettir eru mjög víða á láglendi og éljagangur.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka mjög víða en hálkublettir eru á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Öxi er ófær. 

Hálka er mjög víða með suðausturströndinni og skafrenningur.“

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV