Verkfall í fyrramálið

07.04.2014 - 15:53
Mynd með færslu
Verkfallsaðgerðir félags flugmálastarfsmanna, SFR og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, hefjast í fyrramálið. Það stendur frá klukkan fjögur til níu um morguninn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formenn félaganna sendu frá sér síðdegis.

Fundi í félaganna við Issavia ohf. lauk án árangurs.

Í tilkynningu frá Isavia segir að búast megi við 3-4 klukkustunda seinkun á flugi á Keflavíkurflugvelli og um 2 klukkustunda seinkun á Reykjavíkurflugvelli. Unnið verði eftir viðbragðsáætlun sem miði að því að takmarka röskun og óþægindi.