Valur og Stjarnan mætast í 16 liða úrslitum

19.05.2017 - 12:22
Mynd með færslu
Valur er ríkjandi bikarmeistari.  Mynd: RÚV
Bikarmeistarar Vals mæta Stjörnunni í stórleik 16 liða úrslita bikarkeppni karla í knattspyrnu en dregið var nú í hádeginu. Þriðju deildarlið Ægis mætir úrvalsdeildarliði Víkings Reykjavík.

16 liða úrslit Borgunarbikars karla

FH (1) - Selfoss (2)
ÍR (2) - KR (1)
ÍBV (1) - Fjölnir (1)
Víðir (3) - Fylkir (1)
Ægir (4) - Víkingur R. (1)
Valur (1) - Stjarnan (1)
ÍA (1) - Grótta (2)
Leiknir R. (2) - Grindavík (1)

Í sviga eru deildirnar sem liðin spila í, 1 er fyrir Pepsídeildina, 2 er fyrir Inkassodeildina og svo koll af kolli. Víðir úr Garði er eina liðið úr 2. deild eða þriðju efstu deild og Ægir Þorlákshöfn er eina liðið úr þriðju deild eða fjórðu efstu deild.

16 liða úrslitin verða leikin þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, 30. maí til 1. júní n.k.

þri. 30. maí 19:15    ÍA - Grótta                   
mið. 31. maí 17:30    ÍBV - Fjölnir               
mið. 31. maí 19:15    FH - Selfoss                   
mið. 31. maí 19:15    ÍR - KR               
mið. 31. maí 19:15    Ægir - Víkingur R.                   
mið. 31. maí 19:15    Valur - Stjarnan                   
fim. 01. jún 19:15    Víðir - Fylkir                   
fim. 01. jún 19:15    Leiknir R. - Grindavík

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður