Unnið með upplifanir og umhverfi

09.03.2017 - 10:05
„Þetta eru allt dæmi um hluti sem eru vel gerðir, og þetta er svona dálítið gott yfirlit yfir það sem hefur verið að gerast hérna undanfarin ár,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Dæmisögur – vöruhönnun á 21. öld, sem nú stendur á Kjarvalsstöðum.

Þar sýna sex ólíkir vöruhönnuðir, sem að sögn sýningarstjóra gefa góða mynd af möguleikunum sem búa í faginu, frá upplifunarhönnun til handverks, og frá postulínsrannsóknum til stoðtækja.

„Ég held að við séum í takt við það sem er að gerast erlendis mjög mikið. Það sem er að gerast alls staðar er að fólk er að vinna voða mikið út frá sínu umhverfi,“ segir Sigríður, og bendir á að oft verði takmarkanir í umhverfi hönnuða þeim innblástur til sköpunar. Þá séu rannsóknir á efnum að verða æ meira áberandi í faginu – í bland við meðvitund um umhverfisáhrif, upplifun og þjónustu.

Sýningin stendur til 24. apríl.

Mynd með færslu
Halla Oddný Magnúsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Menningin
Kastljós